Skírnir - 01.01.1926, Page 244
230
Ritfregnir.
[Skírnir
af landinu, en aðrir hafa orðið að leíta sér annarar atvinnu til lífs-
uppeldis, en þó leitast við að stunda fræði sin í hjáverkum og frí-
stundum. Þess vegna eru íslenzk náttúruvísindi svo skamt á veg
komin; menn hafa séð, að hór voru eigi góð skilyrði til starfs eða
þroska og því horfið að öðrum viðfangsefnum. »Vestigia terrent«;
enda er það engra miðlungsmanna, að gegna tveim störfum í senn
svo vel fari, eða sjáanlegur árangur verði af. En þrátt fyrir alt
höfum vér þó á ýmsum tímum, alt fram á þennan dag, eignast
ýmsa afburðamenn, sem unnið hafa bug á öllum erfiðleikum og
jafnvel vaxið af þeim; menn, sem hafa skilað miklu verki að
starfslokum, þrátt fyrir erfiða aðstöðu. Einn af þessum mönnum er
Bjarni Sæmundsson. Hann hefir um aldar þriðjung gegnt erfiðu og
illa launuðu kennarastarfi, en þó jafnframt varið öllum frístundum
sínum og jafnvel hvíldartimum líka I þágu íslenzkra náttúruvísinda.
Hefir hann þegar afkastað svo miklu starfi i islenzkri dýrafræði, að
hver meðalmaður er fullsæmdur af, þó hann hefði að engu öðru
unnið.
í þrjátíu sumur hefir hr. Bjarni Sæmundsson m. a. starfað að
fiskirannsóknum hér við land (eða síðan 1896), bæði einsamall og
i samvinnu við danska fræðimenn á hafrannsóknarskipunum »Thor«
og »Dana« o. fl. Hefir hann birt fjölda af skýrslum um þær rann-
sóknir í innlendum blöðum og timaritum og auk þess ritað margt
um þau efni á erlendum málum (dönsku og ensku), sem birt
hefir verið í skýrslum erlendra vísindafélaga, eða sem sérstök rit.
Áður en hr. Bjarni Sæmundsson hóf fiskirannsóknir sínar hér, var
fremur lítið kunnugt um lifshætti íslenzkra fiska og lítið um þá rit-
að á íslenzku, enda þótt erlendir fræðimenn hefðu um all-langt skeið
haft ýmsar rannsóknir á hendi í hafinu uinhverfis ísland, bæði dansk-
ir, norskir, brezkir o. fl. Höfðu þeir að vísu ýmislegt um það
ritað, en það var lítt eða ekki kunnugt hér á landi. Sérstakar
bækur eða stærri ritgerðir um íslenzka fiska eingöngu voru jafn-
vel eigi til á erlendum málum, eða sára fáar: hin fyrsta bók af
því tæi var rituð á þýzku og kom út 1829 (Faber). Þannig var
þá ástatt, er Bjarni Sæmundsson tók til starfa hér, að yfirleitt vissu
fræðimenn vorir fremur lítið og allur almenningur að vonum minna
um lífsháttu algengustu nytjafiska vorra, eða um tegundafjölda
íslenzkra fiska yfir höfuð.
Árið 1909 kom út í Danmörku eftir hr. Bjarna Sæmundsson hið
fyrsta raunverulega heildarrit um islenzka fiska, »Oversigt over
Islands Fiske«, »um lífshætti þeirra og hagsmunalega þýðingu«. Var
það ágætt verk og vísindalega nákvæmt. Er þar samandregið alt,
er menn þá vissu frekast og bezt um íslenzka fiska, einkum þó
íslenzka nytjafiska; en rit þetta er aðeins við hæfi fræðimanna, enda
ritað á erlendu máli, og því vantaði ennþá rit um þetta efni, er værí