Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 245
Skírnir]
Ritfregnir.
231
aðgengilegt almenningi hér á landi. Margur mundi hafa látið svo
búið standa, enda var þegar vel unnið. En Bjarni Sæmundsson var
eigi þess sinnis og þvi eru nú »Fiskarnir« hans komnir út. Það er
eigi aðeins »Oversigt« i islenzkum búningi, — það er ný bók full-
komnari, löguð við hæfi almennings, með myndum og lýsingum af
hverri einustu tegund fiskjar, sem fundist hefir hér við land og talinn
verður meðal islenzkra fiska. Eru lýsingarnar svo nákvæmar, að
hverjum manni er í lófa lagið að ákveða eftir þeim hverja þá teg-
und, sem lýst er i bókinni. Um tilgang sinn með bókinni segir höf-
undur sjálfur í formálanum m. a.: »Þegar ég samdi ofangreint rit
mitt (Oversigt), fann ég glöggt til þess, að æskilegt hefðí verið, að
það hefði jafnframt birzt á íslenzku og þó i nokkuð fullkomnari
mynd, með lýsingum og myndum af fiskuuum og leiðbeiningum
fyrir almenning til þess að geta þekt hina fágætari,--------en þess
var ekki kostur þá. Má nú telja það happ, að svona fór, þvi að
margt hefir komið í ljós síðan, sem þá var ókunnugt, einkum við-
vikjandi vexti, aldri og fæðu margra nytjafiska vorra, og yfir 20
fiskar bæzt við, sem þá voru óþektir hér.--------------Eftir þvi sem
árin liðu, fann ég þó betur og betur til þess, hve mikil þörf oss
væri, sem lifum eins mjög á fiskinum og orðið er, á bók, sem gæfi
öllum almenningi kost á að kynnast á sinu eigin máli þvi, sem
menn nú bezt vita um lífshætti fiska vorra, einkum nytjafiskanna,
og skemtilegra að vér þyrftum ekki i því tilliti að standa langt að
baki flestum nágranna þjóðum vorum, sem þó eru að sinu leyti
ekki nærri eins miklar fiskiþjóðir og vér, en eiga þó þess háttar
rit og eignast þau áfram.----------Bókin á að fræða almenning hér
á landi um þekkingu þá, sem nú er fengin á lifi og eðli fiskanna
yfirleitt, en þó sérstaklega að gefa honum sem glegst og itarlegast yfir-
lit yfir það, sem menn vita nú bezt um lífshætti islenzkra fiska«.---
Bókina segist höfundurinn ætla öllum almenningi »leikum og lærð-
um«, en sérstaklega hefir hann tileinkað hana islenzkum fiskimönn-
um, sem á veiðum hafi löngum »unnið starf náttúrufræðingsins.* Þeir
hafi kynst högum og háttum fiskanna að ýmsu leyti og hinir
glöggvari og athugulli þrásinnis gert athuganir, sem hefðu haft
fult vísindalegt gildi, ef þær hefðu verið skráðar jafnharðan. — —
Er gjöfin hin veglegasta og fiskimennirnir islenzku vel að henni
komnir.-------- —
Bókin er í tveimur aðalköflum. Er fyrst alllöng og ítarleg
allsherjarlýsing (um 72 bls.) á fiskum yfirleitt, sköpulagi þeirra,
viðkomu og vexti, heimkynnum (útbreiðslu), nytsemi og starf-
semi, friðun og klaki o. fl„ drepið á nokkra útdauða fiska, þeim
lýst og myndir settar af þeim. Er þessu skotið inn til þess að
sýna jarðsögulega þróun fiskanna; þá er næst um flokkun fiskanna
í ættbálka og lýsing ættbálkanna (Beinfiskar, Qljáfiskar, Lungna-