Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 246
232
Ritfregnir.
[Skírnir
fiskar, Brjóskfiskar og Hringmunnar). Kveðst höfundurinn hafa
haft þennan kafla ítarlegri fyrir þá sök, að stærri bækur í dýrafræði
eru eigi til á íslenzku, en kenslubók sú, sem notuð er í gagnfræða-
skólunum. Ótal myndir eru til skýringar í meginmálinu og hefir
eigi fyr verið ritað jafn ítarlega um þessi efni á íslenzku og gerir
þetta bókina margfalt notadrýgri almenningi, en ella.
Síðari kaflinn er meginkafli bókarinnar (frá bls. 72—512) og
er þar nákvæm lýsing allra íslenzkra fiska, en islenzka telur höf-
undur þá fiska, sem veiðast (eða veiðst hafa) innan við 400 metra
dýptarlinuna.
Þessi kafli hefst með nokkrum atriðum úr lýsingu sjávarins kring
um ísland, lýsing á lífsskilyrðum þeim, sem sjórinn þar býður fiskuiji
og öðrum dýrum er í honum búa, því næst er rætt um stöðuvötn og ár,
um vatnfiska og um afla upphæðir og um afstöðu íslenzkra fiska til
umheimsins, þ. e. skyldleika þeirra við fiska í nágrannahöfum. Er
fyrst lýst dýpinu í kring um ísland, landgrunninu kringum landið,
botnslagi, straumum, sjávarhita, efnasamsetningi sjávarins hér við
land, lífi i sjó og vötnum o. fl. Þá eru talin upp ýms fæðudýr hinna
stærri nytjafiska o. fl„ og er þá komið að aðalefni bókarinnar, lýs-
ingum á einstökum fiskitegundum, heimkynnum þeirra (eða útbreiðlu)
lífsháttum og nytsemi. Alls er i bókinni lýst1) 130 fiskum (tegundum)
islenzkum, sem teljast undir 39 ættir og 84 ættkvíslir; af þessnm
130 fiskum, eru 108 beinfiskar, 1 gljáfiskur, 20 brjóskfiskar og 1
hringmunni. Er hver þessara fiska færður til sinnar ættkvíslar
og ættar, innan síns ættbálks (lyklarnir), þá eru greind nöfn hans
á islenzku og latínu og ennfremur er getið heita hans á Norður-
landamálum öllum, ef til eru (færeysku, norsku, sænsku, dönsku) og
auk þess á þýsku, ensku og frakknesku, ef tegundin er kunn þeim
þjóðum. Þar næst fylgir nákvæm lýsing á sköpulagi og þeim
ytri (og innri) einkennum, er nauðsynleg eru til ákvörðunar, stærð,
þyngd o. fl. Þá er skýrt frá heimkynnum (útbreiðslu) fisksins, lífs-
háttum og nytsemi að því leyti sem þessir hlutir eru kunnir, eða um
þá að ræða. Þannig er gengið frá hverjum fisk fyrir sig, sem ís-
Ienzkur er talinn. Af því sem bók þessi fræðir oss um útbreiðslu
fiskategunda þeirra, sem eru hér við land, sést að fiskalif íslands
er svipað því, sem er við norðausturstrendur Norðurálfunnar, en á
þó ýmislegt sameiginlegt við það, sem er við Grænland og Norður-
Ameríku; þannig ern 103 tegundir af íslenzkum fiskum þektar á Norð-
urlöndum, 90 við Bretlandseyjar, en 69 við Grænland og N-Ameríku.
Nokkrar teg. (30) hafast við úti á reginhafi, ýmist í, við eða nærri
yfirborði, eða niðri í djúpi hafsins, en 4—5 tegundir eru cideins
1) Þó telur höf. 2 teg. vafasamar og sé þvi réttara að telja
128 isl. tegundir.