Skírnir - 01.01.1926, Side 247
Skirnir]
Ritfregnir.
233
kunnar frá íslandi (djúpfiskar frá suðurströnd landsins). Þær voru
ókunnar vísindamönnum áður en fiskirannsóknir hófust hér við land.
Sumar þeirra fundust fyrst við fiskirannsóknir hr. Bjarna Sæmunds-
sonar og varð hann því fyrstur visindamanna til að lýsa þeim, gefa
þeim nafn og vísa þeim til sætis í fræðikerfunum.
Glöggt efnisyfirlit, ásamt registri yfir islenzk og latnesk fiska-
nöfn, hvort í sínu lagi, o. fl, (bls. 513—528,) er aftast i bókinni, sem
gerir alla notkun bókarinnar mun auðveldari.
Þá fylgir bókinni ágætur uppdráttur af íslandi og »dýpinu um-
hverfis það«, með helztu veiðivötnum, ver- eða veiðistöðvum að
fornu og nýju, fiskisvæðum (bönkum) og dýptarlínu 100 —1000
metra í sjó, en 200 m. hæðarlinu á landi. Að einu leyti er þessi
uppdráttur algerð nýjung, þ. e.^ á svæðinu umhverfis Djúpálsrif,
á svonefndum Hala, sem hr. Bjarni Sæmundsson fyrstur manna
hefir orðið til að marka á sjókort, þar er nákvæmar mælingar höfðu
eigi verið framkvæmdar þar, fyr en hann kom til.
Bók þessi á skllið að komast inn á hvert það heimili, er land
á að sjó, á eða vatni, sem fiskur gengur í, og er ég í engum vafa
um, að svo verður að síðustu.
M. B.
Dr. theol. Jón Helgason: Islands Kirke fra dens Grund-
læggelse til Reformationen. 298 bls. 8°. Kh. 1925. — Islands
Kirke fra Reformationen til vore Dage. 251 bls. 8°. Kh. 1922.
Bók Þessi er rituð að tilhlutun fjelagsins »Dansk-Islandsk
Kirkesag«. Höf. getur þess í formála fyrir síðara bindinu. að það
hafi eigi verið tilgangur sinn að semja vísindarit heldur alþýðlegt
fræðirit handa þeim, sem fróðleik girntust um það efni, er bókin
fjallar um. En þrátt fyrir það er rit þetta þarft og merkilegt, enda
er hjer í fyrsta sinn gerð tilraun til að rita sögu íslenzku kirkjunnar
í heild, síðan hin mikla kirkjusaga Finns biskups (með viðbót Pjet-
urs biskups Pjeturssonar) kom út. Samning bókarinnar hefir því
verið eigi lítið vandaverk, en höf. hefir leyst það vel af hendi.
Saga kirkjunnar hefir verið meginþáttur íslandssögu frá því er
kristni var tekin í lög hjer á landi og alla leið fram á 19. öld. Á
liðnum tímum hefir kirkjan haft fjölda mörg hlutverk með höndum,
sem ríkið annast nú um. Hún hefir verið fóstra þjóðarinnar og
fræðari og leiðbeint henni í flestum efnum, stundum í rjetta átt,
stundum í ranga. Hún hefir opt verið kúgari þjóðarinnar og blóð-
suga, en stundum hefir hún lika haldið hlifiskildi yfir öllu hinu;
bezta í þjóðfjelaginu. Hinar fornu bókmentir uxu upp í skjóli henn-
ar og eptir siðaskiptin á 16. öld vakti hún enn þjóðina til andlegra
starfa. En hún hefir lika kynt galdrabrennurnar og unnið mörg
önnur myrkraverk, verið þröngsýn og skammsýn, fáfróð og hroka-