Valsblaðið - 24.12.1969, Side 14

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 14
12 VALSBLAÐIÐ Á I)ví ári, sem nú er að hverfa, eru þrjá- tíu ár liðin frá því að Valur, fyrir for- göngu Ólafs Sigurðssonar, keypti Hlíðar- enda við Laufásveg. Með þessum kaupum var Vai tryggður samastaður fyrir starf- semi sína um langa framtíð. En allt fram að því að ráðizt var í þessi kaup, var Val- ur á eilífum hrakhólum með allt starf sitt, bæði íþrótta- og félagsstarf. Að ráðast í slíkt stórvirki, sem Hlíðar- endakaupin voru á sínum tíma, þurfti bæði dugnað og framsýni, en umfram allt trú á fólk og félag og þá hugsjón, sem starfið allt var byggt á. Allt þetta hafði Ólafur Sigurðsson í, ríkum mæli. I*að er fyrst og fremst hans verk að Valur á í dag íþróttasvæði og félagsheimili, sem ætti að endast honum til þess að skipa veglegan sess, sem eitt hið dugmesta íþróttafélag landsins. Á 20 ára afmæli Hlíðarenda, í eigu Vals, ritaði Ólafur ítarlega grein um Hlíðar- enda í Valsblaðið og þær vonir, sem hann batt við staðinn. I*ar segir hann m. a.: „I»ó kaupin hafi verið gerð er takmarkinu ekki náð. J>au eru aðeins upphafið. Upp- haf þess starfs, sem á að tryggja félaginu fagran og fullkominn samstað, þar sem unnt verði að einbeita allri orku félagsins að hinum eiginlegu verkefnum þess, í- þróttaiðkunum, við fullkomin ytri skil- yrði.“ Allir við, sem þekktum Ólaf Sigurðsson og unnum með honum innan Vals, vissum það, að sú ósk var honum jafnan efst í huga, að Hlíðarendi yrði, er tímar liðu fram, einn hinna traustustu bakhjarla reykvískrar æsku, sem á annað borð gengi íþróttunum á hönd og skipaði sér undir fána þeirra. Vissulega varð honum að trú sinni. Hinar miklu og margvíslegu fram- kvæmdir að Hlíðarenda, liðna áratugi, vitna um framtak og félagslegan dugnað, sem fáa á sinn líka. En þrátt fyrir hinar miklu framkvæmdir, er nú svo komið að „jarðnæðið" eins og það var upphaflega, rúmir 5 ha. er orðið of lítið. Aukið að- streymi til félagsins, af æskumeyjum og piltum, kalla á auknar framkvæmdir, meira húsrými til æfinga og fleiri velli. Farið hefir verið fram á við borgaryfir- völdin, af þeim sökum, að fá land Hlíðar- enda aukið, svo unnt verði að koma fyrir fleiri æfingavöllum og hættri aðstöðu, fyr- ir þá sem sífellt bætast í hóp þess heil- brigða æskulýðs, sem vill skipa sér undir merki íþróttahreyfingarinnar. Eiðsoddar ríkis og bæja eiga við hátíð- leg tækifæri, vart nógu sterk orð til að lýsa ágæti íþróttahreyfingarinnar og margföldu gildi hennar fyrir æsku lands- ins, svo sem rétt er. Og vissulega hafa hin sterku orð oft verið undirstrikuð með því að koma til liðs við hreyfinguna á ýmsan hátt. Frá aðalfundi handknattleiksdeildar Handknattleiksdeild Vals hélt að- alfund sinn laugardaginn 22. nóv- ember í Félagsheimilinu. Var fund- urinn ekki nógu fjölmennur. Fundarstjóri var kjörinn: Sigurð- ur Marelsson og fundarritari: Stefán Bergsson. Formaður deildarinnar, Þórarinn Eyþórsson, lagði fram ársskýrslu og bar hún það með sér, að stjórnin hefur verið virk á árinu og félags- líf með blóma og það leynir sér held- ur ekki að félagarnir hafa af mikilli alúð lagt hönd á plóginn og þá sér- staklega í sambandi við leiðbeinenda- og þjálfarastörf. Stjórn hélt marga fundi á starfs- árinu og mörg mál rædd og afgreidd. Verður ýmislegt tekið upp úr skýrslunni og fer það hér á eftir. 1 kaflanum „Almennt um starfið“ segir: — Tekin var upp ný stefna í sam- bandi við keppnisflokka Vals í hand- knattleik. Fylgdist Sigurður Gunn- arsson með keppni allra flokka í Reykjavíkur- og Islandsmóti. Ritaði hann niður hjá sér eftir ákveðnu kerfi allar þær athugasemdir, sem hann taldi, að að gagni mundu koma fyrir þjálfara viðkomandi flokka. Þjálfararnir fengu síðan afrit af þessum bókunum Sigurðar, til hag- ræðis fyrir þá í sambandi við þjálf- un flokkanna. Þá voru og þessar merkingar notaðar nú þegar þetta keppnis- og æfingatímabil fór af stað. Þjálfarar þeir, sem nú þjálfa yngri flokkana, hafa fengið í hend- urnar plagg, sem unnið hefur verið úr þessum merkingum, og síðan met- ur þjálfarinn á þeim grundvelli á hvað beri að leggja mesta áherzlu við þjálfunina. Valur hefir með árunum vaxið af við- fangrsefnunum og viöfangsefnin hafa vaxið með Val. En eigi að verða íramhald á slíku, til gragns og blessunar reykvískum æskulýð, svo sem hingað til, verður að sníða honum stærri stakk og við vöxt. Meginþáttur að slíku, er stækkun Hlíðar- endalandsins, svo sem farið hefir verið fram á, við borgaryfirvöldin. Valsmenn yngri og eldri ætlast beinlínis til þess að við þessari óslc þeirra verði orðið. SigurSur Gunnarsson, hinn nýji formáSur handknattleiksdeildarinnar, athugull, áhuga- samur og velviljaSur. Teknar voru upp á árinu þrekmæl- ingar á meistara- og 1. flokki karla og voru þeir þrekmældir 3 sinnum á tímabilinu hjá Jóni Ásgeirssyni. Út úr mælingum þessum má lesa margs konar fróðleik og góðar ábend- ingar til þeirra, sem mældir voru. Að þessu verður vikið síðar. Þá hafði Handknattleiksdeildin opið hús í Félagsheimilinu einu sinni í viku og dunduðu félagamir þar við margs konar spil og aðra skemmtan. Þetta virtist vera vinsælt meðal yngra fólksins og ætti að vera sjálf- sagt framhald á því. Handknattleiksdeild Vals átti rétt á vorheimsókn erlends liðs á síðasta vori og var strax hafizt handa að komast í samband við lið. Samningar tókust við „Motionsklubben af 1931“ frá Kaupmannahöfn og komu þeir til landsins í íebrúar 1969. Dvöldu hér frá 22.2. til 1.3. og léku hér 4 leiki. Tekin var ákvörðun um að senda meistaraflokk kvenna í Evrópu- keppnina í annað sinn. Þessi ákvörð- un var gerð með fyrirvara, ákveðið var að doka við og sjá til með og á móti hverjum þær mundu lenda. Nú hefur það komið í ljós, að þær eiga að mæta pólsku meisturunum og er málið í athugun, þegar þetta er skrifað. Stjórnin samþykkti á árinu utan-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.