Valsblaðið - 24.12.1969, Page 17

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 17
V ALSBLAÐIÐ 15 Ólafur H. Jónsson „flýgur“ inn yfir teiginn í landsliSstreyju. ararnir sæki námskeið hjá Hand- knattleikssambandinu, sem haldið verður í okt./nóv. 1969. ÞjáljaranámskeiS. Dagana 13.—15. september 1968 var haldið þjálfaranámskeið hér í Reykjavik á vegum H.S.f. Námskeið þetta sóttu þjálfarar Vals og var það mjög gott. Hver þátttakandi í nám- skeiði þessu fékk stóra og mikla möppu, sem inniheldur kennsluefnið og er mjög handhæg og góð fyrir alla þjálfara í starfi. Til stendur að H.S.f. haldi annað svona námskeið fyrir þjálfara og kæmi það sér vel fyrir okkur í Val, þar sem svo margir nýbyrjaðir þjálfarar starfa. Áætlað er að námskeiðið verði i október eða nóvember. Þar sem augljóst er að námskeið eins og þessi eru ómiss- andi liður í uppbyggingu handknatt- leiksíþróttarinnar ættum við Vals- menn að meta það i verki og mæta þarna vel, þegar námskeið þetta hefst. Þangað eiga ekki siður kepp- endur erindi en þjálfarar, því alltaf kynnist maður einhverju nýju í þess- ari margslungnu íþrótt, handknatt- leiknum. Mót og leikir. Eins og undanfarin ár voru hald- in tvö aðalmót hér í Reykjavík. Það er að segja Reykjavíkurmeistara- mótið og íslandsmeistaramótið inn- anhúss. íslandsmeistaramót meist- araflokks kvenna fór fram á Akra- nesi og 2. flokks kvenna á Norðfirði. Valur sendi alls 10 flokka í 25 mót, og skal hér gerð grein fyrir árangri flokkanna í stuttu máli. Meistaraflokkur karla. í Reykjavíkurmeistaramótinu urðu þeir nr. 1, skoruðu samtals 88 mörk gegn 73 og hlutu 10 stig. í íslandsmeistaramótinu innan- húss 1. deild urðu þeir nr. 4, skor- uðu 184 mörk gegn 178 og hlutu 9 stig. í íslandsmeistaramótinu utanhúss léku þeir í B-riðli, urðu nr. 2 í riðl- inum. 54 mörk gegn 41 og hlutu 3 stig. 1. flokkur karla. f Reykjavíkurmótinu urðu þeir nr. 1—2 ásamt Þrótti, en töpuðu í aukaleik fyrir þeim. Skoruðu 62 mörk gegn 42 og hlutu 10 stig. í íslandsmeistaramótinu urðu þeir nr. 2 í A-riðli, skoruðu 50 mörk gegn 43, og hlutu 6 stig. 2. flokkur karla. 1 Reykjavíkurmótinu urðu þeir nr. 4, skoruðu 49 mörk gegn 45, og hlutu 6 stig. f íslandsmótinu urðu þeir nr. 1 í A-riðli, léku til úrslita við Fram, en töpuðu. Skoruðu 51 mark í riðl- inum gegn 30, og hlutu 9 stig. 3. flokkur karla. í Reykjavíkurmótinu urðu þeir nr. 4, skoruðu 55 mörk gegn 52 og hlutu 4 stig. í íslandsmótinu urðu þeir nr. 3 í A-riðli, skoruðu 30 mörk gegn 25 og hlutu 4 stig. Meistaraflokkur kvenna. í Reykjavíkurmótinu urðu þær nr. 1, skoruðu 32 mörk gegn 20 og hlutu 7 stig. í íslandsmeistaramótinu innan- húss urðu þær nr. 1, skoruðu 103 mörk gegn 52 og hlutu 12 stig. í íslandsmeistaramótinu utanhúss urðu þær nr. 1 í A-riðli og léku til úrslita við Fram, sem vann B-riðil, Valsstúlkurnar unnu með 11 mörk- um gegn 7. í A-riðli léku þær 3 leiki og unnu þá alla. Skoruðu 44 mörk gegn 20 og hlutu 6 stig. 1. flokkur kvenna. í Reykjavíkurmótinu urðu þær nr. 1, skoruðu 12 mörk gegn 7 og hlutu 4 stig. í íslandsmótinu urðu þær nr. 2, skoruðu 14 mörk gegn 9 og hlutu 4 stig. 2. flokkur kvenna. í Reykjavíkurmótinu urðu þær nr. 3, skoruðu 34 mörk gegn 25 og hlutu g stig. í íslandsmótinu innanhúss urðu þær nr. 1 í B-riðli og skoruðu 24 mörk gegn 7. Léku til úrslita við Fram og töpuðu með 8:7. í íslandsmótinu utanhúss léku þær í A-riðli, skoruðu 8 mörk gegn 13 og hlutu 3 stig. Mót 4. flokks og B-liðs manna. Valur tók þátt í öllum mótum fyrir 4. flokk og B-lið 3. fl. og 2. fl. karla og 2. fl. kvenna og stóðu þessi lið sig sérstaklega vel.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.