Valsblaðið - 24.12.1969, Side 20
18
VALSBLAÐIÐ
að gera þetta nýbyrjaða keppnisár
að góðu ári bæði félagslega og íþrótta-
lega.
Síðasti hluti skýrslunnar fjallar
um mót og einstaka leiki í karla- og
kvennaflokkum. Einnig er heildar-
skrá samandregin yfir árangur flokk-
anna og lítur hún þannig út:
Um skýrsluna urðu miklar um-
ræður og komið víða við. Umræð-
ur spunnust um Val nokkuð almennt,
sambandið við Handknattleiksráð
Reykjavíkur og mál, sem þar varða
Val og raunar önnur félög, sem þar
eru. Voru óvenjumargir, sem tóku
Það er greinilegí að Árni Njálsson, hinn
nýkjörni þjálfari Vals, hefur „augastað“ á
gripnum, sem hann heldur á. Slíkur kjarna-
karl er líklegur til að gera meira, ef hann
má ráða, og liðsmenn fara að hans ráðum.
þátt í umræðunum, bæði ungir og
gamlir, og þótti mikið til þess koma
er menn fóru „jómfrúferð“ sína í
ræðustólinn, það er einn þátturinn
í þessu „skólastarfi“ félaganna, að
menn læri að koma fyrir sig orði,
menn þurfa svo oft á því að halda
á lífsleiðinni.
Gefið var fundarhlé, þar sem
stjórn deildarinnar bauð til kaffi-
drykkju í tilefni af 10 ára afmæli
deildarinnar og var mikið spjallað
og masað yfir kaffibollunum. For-
maður félagsins, Ægir Ferdinands-
son, ávarpaði fundinn af þessu til-
efni, lýsti ánægju sinni yfir þeirri
þróun sem orðið hefði á þessum ár-
um í starfi félagsins og þakkaði hand-
knattleiksdeildinni fyrir sinn gilda
þátt í þeirri félagsþróun. Þórarinn
Eyþórsson formaður deildarinnar tók
einnig til máls og lýsti ánægju sinni
yfir þvi, hvað vel hefur gengið og
þakkaði samstarfið á undanförnum
árum við alla aðila, sem hafa átt
þátt í þessu starfi.
Eftir þessar miklu umræður um
félagsmálin, afmælið og kaffidrykkj-
una var gengið til kosninga í stjórn
deildarinnar fyrir næsta ár, en hún
fór þannig: Formaður var kjörinn
Sigurður Gunnarsson, varaformaður
Guðmundur Frimannsson, gjaldkeri
Garðar Jóhannsson, Torfi og Geir-
arður Geirarðsson. Varastjórn:
Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Stefán
Gunnarsson og Gunnsteinn Skúlason.
Þórarinn Þórarinsson baðst und-
an endurkosningu að þessu sinni, þar
sem hann færi bráðlega af landi
burt um nokkurra mánaða skeið. Af
þvi tilefni kvaddi Ægir Ferdinands-
son sér hljóðs og þakkaði Þórarni
hans ómetanlegu störf fyrir hand-
knattleikinn í Val og fór þar um
mörgum fögrum orðum, sem hver
og einn, sem inni var, vildi sagt hafa,
og var ávarpi hans vel tekið.
F. H.
Frá aðalfundi
skíðadeildar
Stefán Hallgrímsson, formaður skíðadeild-
ar, brosir bara að erfiðleikunum, stöðugur í
þeirri trú, að þó hann þrái él og snjó, áð
öll él stylti upp um síðir.
Aðalfundur Skíðadeildar Vals var
haldinn 24. febrúar 1969 að Hliðar-
enda. Þessir menn voru kosnir í
stjórn fyrir næsta ár: Formaður
Stefán Hallgrímsson, aðrir í stjórn:
Guðmundur Ingimundarson, Þórður
Guðmundsson, Guðmundur Árna-
son, Gústaf Níelsson. Til vara: Finn-
bogi Guðmundsson, Sigurbjörn
Valdemarsson.
Stjórnin skipti með sér verkum.
Varaformaður Þórður Guðmunds-
son, gjaldkeri Guðmundur Ingi-
mundarson, ritari Gústaf Níelsson,
meðstjórnandi Guðmundur Árnason.
Þá þegar var farið að undirbúa skíða-
ferðir. Ekkert varð þó úr þeim vegna
snjóleysis. Þá barst stjórninni bréf
frá Rafmagnseftirliti ríkisins. Voru
gerðar athugasemdir við nokkur at-
riði, þar á meðal frágang á rafmagns-
leiðslum í viðbyggingu. Þá þurfti
að fara með dynamó í bæinn til við-
gerðar og er búið að því og setja
hann upp aftur. Þá er og búið að
kaupa rofa og tengla, en eftir að
koma þvi í verk að ganga frá þessu
atriði. Ekkert hefur verið dvalið i
skálanum siðastliðið ár og hefur það
Yfirlit yfir árangur handknattleiksflokka Vals veturinn 1968—1969.
M.fl. karla Mót 3 Unnin mót 1 L. 20 u. 11 /. 2 T. 7 Mörk 326:289 60 próc,
i. fl. karla ■2 0 10 7 O 3 112: 85 70 —
2. fl. karla 2 0 11 8 1 2 100: 75 77-3 —
3. fl. karla 2 0 9 4 0 5 85: 77 44-5 —
M.fl. kvenna 3 3 14 13 1 0 190: 98 96.4 —
1. fl. kvenna 2 1 5 3 2 0 26: 16 80.0 —
2. fl. kvenna 3 0 13 6 3 4 71: 53 57-7 —
Samtals 7 flokkar 17 5 82 52 9 21 910:693 69-4%