Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 24

Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 24
22 VALSBLAÐIÐ mikilvægt að vera fljótur að átta sig á ef mótherjinn tekur að beita vopnum eða leikaðferðum, sem liðið þekkir ekki deili á, og finna þá mót- bragð þegar í stað. Þessi þáttur leiks- ins lá ekki nógu ljóst fyrir meistarafl. Vals og er það algengt í félögum og stafar að mínu viti mest af því, að félögin gera ekki nóg að því að ræða þessi atriði við keppnisflokka í yngri flokkunum. Það þarf snemma að fara að sáldra þessu inn í unga fólkið, svo að það verði fljótlega vart við að handknattleikurinn er annað og meira en að kasta knetti á milli sín. Annað var það sem piltarnir skildu illa og það var þýðing þreksins fyrir keppnismanninn. Ég hef hamrað á þessu við þá og nú er þeim Ijóst, að menn verða að hafa þol til að leika heilan leik með fullum hraða. Lið, sem ekki hefur úthald, missir niður leik sinn, þótt það ráði annars yfir forsvaranlegri knattmeðferð. Ég er því mjög ánægður með það, hvernig piltarnir hafa brugðizt við boðum og bönnum, sem ég hef sett fram við þá. Hafa þeir náð þeim árangri, sem þú bjóst við? Mér kom ekki til hugar, þegar ég byrjaði með þá í fyrrahaust, að þeim tækist að verða Reykjavíkurmeistar- ar, en þegar þeir höfðu ekki tapað nema einum leik þegar þeir léku við Fram, eygði ég möguleikann að vinna. Fyrir leikinn hélt ég þvi fram að ef bæði liðin ná bezta leik sín- um, þá vinnur Valur. Bæði liðin náðu góðum leik að minu áliti og það fór svo að Valur vann. I Islandsmótinu byrjuðu þeir illa, töpuðu fyrstu leikjunum og tel ég óstæðuna, að þeir hafi ekki þolað svona mikla velgengni á stuttum tíma. Ef við tökum svo árið í heild, er ég mjög ánægður með árangur- inn. Á það má benda, að í þessu liði komu fram þrír landsliðsmenn, allir kornungir, miðað við þátttöku í landsliði. I hverju liggur styrkur liðsins? Ef til vill fyrst og fremst því hve samstillt það er bæði félagslega og íþróttalega. I liðinu er mjög góður félagsandi, léttir í lund og yfirleitt leikglaðir ungir menn. Það er líka styrkleikamerki, að þeir vilja læra og framkvæma það, sem þeim er sagt, en það verður að gefa sér tíma til að ná framförum. Þetta lið hef- ur mikla möguleika að bæta við sig og svo eiga þeir eftir að öðlast meiri leikreynslu. Hverjar eru helztu veilur liðsins? Vörnin er aðalveila liðsins. Stafar það einfaldlega af því, að þeir eru ekki nógu ákveðnir og afgerandi á vissum augnablikum í varnaraðgerð- um sínum, en þar má aldrei gefa eftir, þá er voðinn vís. Framtiðaráætlanir? Fylgja eftir þeim leikaðferðum, sem æfðar hafa verið, reyna að skapa nýjar og koma á óvart. Nú eru menn opnari en í fyrra fyrir öllu slíku og því grundvöllur að komast lengra en þá. Það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn með framtíðina varð- andi þetta Vals-lið. Mér finnst efni- viðurinn þannig að hann lofar góðu, ef allt fer að líkum. Nokkuð sérstakt að lokum? % er ekki ánægður með móta- fyrirkomulagið, eins og það er og hefur verið. Leikirnir eru að mínu viti alltof þéttir, sérstaklega í byrj- un keppnistímabilsins. Sex leikir á 9 dögum, eða 3—4 leikir á viku, er allt of mikið. Ég tel að svona fram- kvæmd sé neikvæð fyrir íþróttina. Er vonandi að forráðamenn hand- knattleiksins sjái þetta og finni aðra lausn á þessu máli, og þvi fyrr, því betra. F. H. Nú er dálítið farið að rökkva. Kveikt er á arninum. Flöktandi logarnir varpa birtu fram yfir salinn. Séra Friðrik stend- ur fyrir framan eldana. Hann er með litla vasabiblíu. Hann slær upp í henni og kem- ur niður á bréfið til Filippiborgarmanna. „Verið glaðir í samfélagi við Drottinn." Hann útskýrir þessi orð við hæfi hinna ungu áheyrenda sinna. — Það koma fyrir tímar, segir hann, sem verða okkur erfiðir á einhvern hátt, svo við eigum ekki hægt með að vera glað- ir. En þeir sem eru trúaðir, treysta því, að Guð sé ávalt með þeim. Þeir geta haldið gleði sinni, hvað sem kann að blása á móti þeim. Séra Friðrik útskýrir þetta fyrir drengjunum á þann hátt, að hver einasti þeirra skilur, hvað við er átt. Og með þeim orðum og þvi fjöri, að mál hans bægir allri þreytu á brott, enda hætt við, að öll úti- veran og öll hlaupin í skóginum um dag- inn hefðu getað orðið til þess, að einhver augnalok hefðu farið að síga þarna í húm- inu. En ekki bar á neinu slíku. Ræðumað- ur hafði líka æfinguna — vissi hvað hent- aði, kom alltaf með smásögur inn á milli, sem drengirnir vildu vita, hvern endi hlytu. „Verið ljúflyndir", stendur í bréfinu, hvað er ljúflyndi? segir séra Friðrik. Hann veit að hætt er við því, einhverjir af þeim yngstu hafi ekki gert sér fulla grein fyrir því. .... En nú kom skýringin. Og þá var meðal annars sagt frá litlum dreng, sem var um tíma í Vaglaskógi. Þegar hann kom heim aftur, þá sagði pabbi hans við séra Friðrik: — Ilvernig stendur á því, að hann Palli litli er svo ljúflyndur siðan hann kom heim frá þér. Hann er ekki alltaf að hugsa um sjálfan sig, eins og honum hætti til l OMtSÍIH >f J .VHI.V: 1 KEYKJAVlKURMElSTARAR 1 HANDKNATTLEIK 1968 og 1969. ; 1 FREMRI RÖÐ: Bergur GuSnason fyrirliSi, Gunnsteinn Skúlason, GuSmundur Frí- mannsson, Finnbogi Kristjánsson, Jón B. Ólafsson, Þorsteinn Einarsson, GeirarSur ' GeirarSsson og Stefán Bergsson. AFTARI RÖÐ: Jakob Benediktson, Bjarni Jónsson, SigurSur Dagsson, Jón Ágústs- 1 son, Pétur Emils, þjálfarinn Reynir Ölafsson, Ágúst ögmundsson, Ólafur Jónsson, Jön Karlsson, Birgir Einarson og Hermann Gunnarsson. Á myndina vantar tvo snillinga, þá Stefán Sandholt og Stefán Gunnarsson. ______________________________________________________________________
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.