Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 25

Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 25
VALSBLAÐIÐ 23 ÁRNAÐ HEILLA Gnðbjöm Guðmundsson 75 áza Aðalhvatamaður að stofnun Vals og heiðursfélagi Á árinu sem er að líða, eða nánar til tekið 23. nóv. s.l. átti Guðbjörn Guðmundsson 75 ára afmæli. Hann hefur komið allmjög við sögu Vals, því til hans eru rakin atvikin, sem urðu þess valdandi, að ungir dreng- ir í KFUM tóku sér fyrir hendur að stofna knattspyrnufélag, sem hlaut nafnið Valur. Á fyrstu árum félagsins var hann mjög virkur i starfi og bera funda- gerðabækur Vals frá þeim tíma, sem hann var ritari félagsins, því vitni. Hann var í kappliði félagsins um langt skeið eða þangað til hann fór til náms erlendis í iðn sinni, en hann er prentari að iðn, og þegar hann kom heirn aftur tók hann til við að stofna sitt eigið fyrirtæki og varð þá tíminn lítill sem eðlilegt var, til áhugastarfa fyrir Val. Þrátt fyrir það hefur Guð- hjörn alltaf fylgzt með vexti og við- gangi félagsins og á nú sæti í Full- trúaráði Vals. Á 25 ára afmæli Vals var Guð- björn gerður að heiðursfélaga. 1 tilefni af þessum tímamótum í ævi hans, þótti okkur í blaðnefnd- inni sjálfsagt að fá Guðbjörn til þess að segja okkur ofurlítið frá æskuár- um sínum og afskiptum af Val. Guðbjörn segist vera fæddur inn- an þjóðgarðsins, í Vatnskoti í Þing- vallasveit. Þar var ég þó ekki lengi, áður. Hann er alltaf boðinn og búinn til að liliðra til fyrir öðrum, vinna fyrir aðra. Svo heldur hinn æfði uppfræðari áfram að útskýra það fyrr drengjunum, hver breyting hafi orðið á drengnum, sem varð ljúflyndur og hversu miklu ánægjulegra líf hans varð f.vrir vikið. Að endingu segir hann drengjunum sögu frá starfi sínu i Danmörku, hvernig hon- um tókst þar að hemja og temja stóran strákahóp, sem engir höfðu áður treyst sér til að ráða við, — með því að kenna þeim, að æðri máttarvöld væru í nálægð við þá og litu eftir þeim. tír kaflanum, Lindarrjóður i Vatna- skógi eftir bók Valtýs Stefánssonar ritstjóra „Séra Friðrik segir frá“. sagði Guðbjörn, því Ófeigur Erlends- son og Kristín Jónsdóttir í Kaldár- höfða tóku mig í fóstur þriggja vikna gamlan og ólst ég upp hjá þeim. Var þá fyrst mjólkurpóstur á Sel- tjarnarnesi í Melshúsum og brátt jókst þetta og tók ég að mér að fara með mjólkina frá Mýrarhúsum og Nýjabæ. Varð ég þá að hefja daginn með því að fara kl. 6 á fætur. Þessi mjólkursala gekk þannig til að mað- ur var á léttvagni og hafði með sér mjólkurmál: Pela, hálfpott og pott. Ýmsir liöfðu pantaða mjólk og fór maður fyrst á þá staði og afgreiddi þá staði, en svo átti maður helzt að losna við afganginn. Þá fór maður akandi um bæinn og urðu þá á vegi manns menn, sem vildu fá sér mjólk- ursopa, en ef eitthvað var þá eftir, var farið niður að höfn og oft keyptu hafnarkarlarnir drjúgan slatta af mjólkinni. Var hún afgreidd á þann hátt, að pelamálinu var sökkt í brús- ann og síðan drakk sá er keypti, en næsti tók málið og fékk sinn skammt og drakk o. s. frv. Þetta var nú hátt- urinn á mjólkursölunni þá. Hvenær fórst þú að hafa áhuga fyrir leikjum og hvaða leikir voru það helzt? Þegar ég var 8—9 ára gamall átti ég við vanheilsu að etja og leit sann- arlega ekki út fyrh’ að ég yrði til mikilla átaka í leik eða íþróttum. Um haustið veikist ég, og enginn veit hvað að mér er, ég er slappur og dáðlaus, án þess að vera þjáður. Það var langt til næsta læknis, og mundi það taka 2—3 daga að vitja hans, svo þetta var látið eiga sig. Ég bara lá í rúminu. Mér er minnisstætt þegar jafnaldrar mínir úr Grímsnes- inu komu í heintsókn til okkar á annan í jólum og léku sér kringum bæinn, en svo var af mér dregið, að ég gat ekki tekið annan fótinn fram fyrir hinn. Þessi veikindi mín héldu svo áfram allan veturinn og engan bata að Gufibjörn Gufimundsson, einn afialstofnenda og heifiursfélagi í Val. finna og komið fram á vor. Á bæn- um var hryssa sem átti að kasta í maí og átti folaldið ekki að lifa. Þá var það einhver, sem stakk því að fósturforeldrum mínum að rétt væri að liafa hryssuna heirna við yfir sumarið, mjólka hana og láta strák- inn drekka mjólkina úr henni. Þetta var gert allt frá því að hún kastaði og folaldið var fellt. Var hún mjólk- uð tvisvar á dag og það bregður svo við að mér batnaði það ört, að ég fann vikulegan bata og mjólkina drakk ég allt sumarið, fyrst tvisvar á dag og þegar fór að líða á sumarið, var hún mjólkuð einu sinni daglega. Síðan hefur mér ekki orðið misdæg- urt að kalla má, og aldrei kom neinn læknirinn til að rannsaka þessi veik- indi mín. Löngu síðar upplýstist um þennan sjúkdóm minn og það var eiginlega fyrir tilviljun. Það kom einu sinni fyrirskipun um það, að allir í Isa- fold skyldu fara í berklaskoðun. Þeg- ar ég hafði verið gegnumlýstur spurði læknirinn mig, hvort ég hefði haft brjósthimnubólgu og neitaði ég þvi, en hann segir, að það hljóti að hafa gerzt, það væri bris í brjóst- inu. Þá rann upp fyrir mér ljós, það hefði auðvitað verið sjúkdómur- inn, sem ég gekk með sem drengur og læknaðist af kaplamjólkinni. Aðalleikur ungra drengja í þá daga var boltaleikur, sem nefndur var „slagbolti", og var hann mikið iðk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.