Valsblaðið - 24.12.1969, Side 26

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 26
24 VALSBLAÐIÐ aður hér. Fórum við stundum, sem unnum í ísafold, inn á svonefndan „Skell“, opið svæði við vegamót Snorrabrautar og Laugavegs. Svo kom knattspyrnan, en ég hafði oft horft á Fram og KR á æfingum og æfingaleikjum og hreifst af, þótti þetta stórkostlegur leikur. Sérstak- lega hreifst ég af þeim, sem gátu sparkað nógu hátt og langt! Svo skeður það í janúar 1909, að vinur minn tekur mig með sér upp í KFUM-hús. Það kynntist ég góð- um félögum og þar kynntist ég séra Friðrik Friðrikssyni. Verða mér lengi minnisstæðar kvöldstundir þar með séra Friðrik, þar sem hann sagði okk- ur sögur og fræddi okkur um margt. Við stofnuðum þarna taflfélag og var við það unað allan veturinn. Þess- ari funda- og taflstarfsemi lauk um miðjan maí, og þá fannst mér, að knattspyman væri tilvalin fyrir okk- ur sem sumarleikur og gætum þann- ig haldið hópinn þar til KFUM- starfsemin byrjaði að haustinu. Þeg- ar ég ræddi þetta við séra Friðrik voru þetta min sterkustu rök. Hann var nú heldur tregur til að sam- þykkja þetta, hann þekkti ekki þenn- an leik, en gaf okkur samt leyfi til að stofna þetta félag, sem við svo gerðum á uppstigningardag 11. maí 1911. Ég hafði fundið notaðan knött, sem Ólafur Rosenkranz hafði notað við íþróttakennslu í Menntaskólan- um, en Ólafur var þá skrifstofumað- ur hjá Isafoldarprentsmiðju. Knött- ur þessi kom fram þegar við vorum eitt sinn að taka til og valt hann undan skrifborðinu þar. Var mér sagt, að skrifborð þetta hefði Jón Sigurðsson eitt sinn átt og er það til á þjóðminjasafninu. Ég spyr Ólaf, hvort hann vilji ekki selja mér boltann og var hann strax til í það og tvær krónur átti hann að kosta. Nú þegar ég var búinn að eign- ast bolta, varð auðvitað að fá stráka utan mn þennan grip og það er upp- hafið að því að Valur verður til. At- hafnasvæðin með þennan bolta voru um allar jarðir og Reykjavík dugði okkur ekki einu sinni. Við vorum að stelast á Melana, þegar hin félög- in voru þar ekki. Farið var upp á Kóngsmel, þar sem hitavatnsgeym- arnir eru núna. Við fundum góða bakka við Lauga- lækinn milli þvottalauganna og Sundlauganna, en á sunnudögum var farið suður á Ráðagerðisflatir eða þá við skruppum suður í Fífuhvamm, en það voru rennisléttir vellir. Farið var í skemmtiferðir á hjólum og þá var knötturinn alltaf með og má þar nefna ferðir upp undir Hamrahlíð, og var stundum tjaldað og haldið þar til daglangt. Frá ferðinni í Mar- ardalinn hef ég oft sagt, það var æv- intýri, sem maður gleymir aldrei. Síðar tókum við okkur til og rudd- um svæði á Melunum og eignuðumst þar svolítinn samastað og æfðum þar. Einu sinni, þegar við erum þarna á æfingu, kemur séra Friðrik til okk- ar og horfir um stundarkorn á. Allt í einu biður hann okkur að raða liðunum upp til leiks, þar sem hver er á sínum stað á sínum vallarhelm- ingi og skýra fyrir sér hlutverk hvers og eins og takmarkið, sem sótt er að, svo og vörn og sókn. Þetta gerum við eftir beztu getu. Er ekki að orð- lengja það, að þetta varð séra Frið- rik hrein opinberun og eftir það var hann mesti knattspyrnuáhugamaður- inn af okkur öllum. Hann fann hinn raunverulega tilgang leiksins og þann þroska sem hann gat veitt þeim sem hann iðkuðu af alúð. Til viðbótar kom það svo að hann innrætti okkur að leika drengilega. Hver sigraði eða tapaði var honum algjört aukaatr- riði, það sem hann krafðist var að- eins að við sýndum góðan leik og drenglyndi. Séra Friðrik Friðriksson var mjög vél séður hjá þáverandi borgarstjóra, Páli Einarssyni, og að beiðni Frið- riks fengum við svæði til að ryðja fyrir völl. Var hafizt handa af mikl- um krafti. Það var ekkert óalgengt t. d. á laugardagskvöldum, þegar lengi var unnið, að séra Friðrik kæmi með stóra körfu fulla af kökum og kaffi til að hressa okkur á. Ekki vor- um við þó lengi i friði með þennan völl okkar, þvi 1914 var lögð járn- braut yfir hluta af vellinum til að flytja grjót á úr öskuhlíðinni í hafn- armannvirki til uppfyllingar. Urð- um við því að flytja okkur norðar á Melana og var hafizt handa af sama krafti og áður. Þurftum við að fylla upp dálitla gryfju í einu horn- inu. Síðar var svo það sem eftir var af gryfjunni notað sem búnings- herbergi, og haft þar fataskipti á æfingum. Loftur Guðmundsson var fyrsti formaður okkar og var á þeim árum lífið og sálin í félaginu, og hann var líka lífið og sálin í æfingunum. Hann hafði fljótt náð töluverðri leikni og skildi það, að það var nauðsynlegt að ráða við knöttinn og að sparka stutt, a. m. k. þegar æfingasvæðið var KFUM-portið, og þetta lærðum við af honum. Það kom fyrir að spyrnumar voru heldur fastar og ekki sem nákvæmastar og þá átti boltinn það til að fara í rúðurnar i grenndinni. Þegar séra Friðrik varð var við þetta kom hann út og gaf okkur tiltal. Síðan var skotið saman í rúðuna og næsta dag var hún kom- in í. En það sem var aðalatriðið í þessum portleik okkar voru einmitt þessi smáspörk og það vald, sem við urðum að ná yfir boltanum, til þess að forða, sem hægt var, rúðubrotum. Þetta reyndum við svo að fram- kvæma, þegar við lékum á æfingum okkar úti á Melum. Þessi leikaðferð var mjög í tizku hjá knattspyrnu- félaginu Fram, og það atvikaðist svo að við tókum þá mjög til fyrirmynd- ar. Milli Fram og Vals myndaðist mjög náinn kunningsskapur og vin- átta á þessum árum og urðu margir piltanna í Fram okkar ágætustu vin- ir. Fram lék allt öðruvísi en KR þá, og sennilega hafa þeir lært þessa leikaðferð af tveim félögum sínum, bræðrunum Friðþjófi og Samúel Thorsteinssonum, sem báðir höfðu dvalið erlendis, bæði í Danmörku og Englandi. Ég minnist þess þegar Samúel kom hingað heim á sumrin á meðan hann var að læra, og eins eftir að hann var orðinn læknir í Danmörku, hvað mér þótti leikur hans glæsilegur og lærdómsríkur. Fyrsti leikurinn, sem Valur lék og auglýstur var og seldur aðgangur að, var við Fram. Þessum leik lauk með sigri Fram 3:2. Þá var Fram talið bezta félagið hér og lét eitt blaðið hér svo um mælt, að þetta unga félag réðist ekki á garðinn þar sem hann væri lægstur, í sínum fyrsta leik, og þótti frammistaðan góð. Okkur sjálfum þótti þetta betri frammistaða en við þorðum að vona. Þetta hafði það að segja að um all- langt skeið voru leikir Vals og Fram bezt sóttir. Við lékum nokkra fjár- öflunarleiki við Fram og voru það skemmtilegir leikir. Það var eins og það væri ekkert aðalatriði hvort fé-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.