Valsblaðið - 24.12.1969, Page 27

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 27
VALSBLAÐIÐ 25 lagið sigraði, það var meira tilviljun, það var verið að sýna góðan leik. Ég minnist leiks, sem Fram vann okkur með 4:1. Við undum þessu tapi illa og eftir viku skorum við á þá aftur og alltaf voru þeir til að leika, en þá vinnum við þá með álíka mun. Hvar lékst þú í liðinu og minnist þú sérstakra atvika úr leikjum? Ég var alltaf framvörður, oft hægra megin og stundum miðvörð- ur. Ekki minnist ég neinna sérstakra leikja eða atvika. Þó var það einu sinni í leik við Fram, að Friðþjófur skaut eitt af sínum þrumuskotum og í það sinn langt utan af velli, fór boltinn undir slá og út við stöng í markið og fékk markmaður ekki við það ráðið, en þá var ein mínúta frá því leikur hófst! Markmaðurinn stóð framarlega og taldi, að boltinn myndi fara fyrir ofan. Við stóðum gapandi af undrun yf- ir þessu skoti Friðþjófs. Aftur á móti minnist ég þess leið- inlega atviks, það var í íslandsmeist- aramóti að mig minnir, en þá var Fram í þriðja sæti, en úrslitaleikur- inn milli KR og okkar, sem kom nú stundum fyrir. Þá vildi það óhapp til að KR-leikmaður hleypur á mark- mann okkar með þeim afleiðingum að hann fótbrotnar og urðum við þá að leika með 10 menn það sem eftir var og töpuðum með eins marks mun að mig minnir og því urðu KR- ingar íslandsmeistarar í það sinn. Hvað vilt þú segja okkur um erfið- leikatímabilið hjá Val, þegar allt var að fara í kaldakol? Það átti sér nú nokkurn aðdrag- anda og hann var eiginlega sá, að á fyrstu árunum var mikil aðsókn að æfingum í félaginu, svo það horfði til hálfgerðra vandræða. Þá er farið i það að stofna annað félag, sem hét Hvatur og fékk Hvatur sinn völl nokkuð sunnar á Melunum. Þeir, sem stofnuðu Val, tóku að eldast og gifta sig og stofna sín heimili, aðrir fara að stofna sín eigin fyrirtæki. Allt gengur þó vel fram á 1917, þá er áhuginn farinn að fjara út og kannske hefur það átt sinn þátt í því að Valur hafði keppt í öllum mót- um i nokkur ár, en aldrei borið sig- ur úr bítum, en oft munað einu marki. Þetta dró ábyggilega úr ýmsum félögum okkar og það var eins og eitthvert vonleysi hefði gert vart við sig meðal þeirra. Menn hættu að koma á æfingar, og jafnvel beztu menn liðsins gengu í önnur félög. Hins vegar var það ákaflega mik- il örfun fyrir Val, þegar Egill Jac- obsen kaupmaður og bezti dómari. sem þá var völ á hér á landi, gaf félaginu bikar til að keppa um. í þá daga var aðeins eitt fast mót eða íslandsmótið og það félag, sem sá um það, fékk ágóðann. Svo var það að Egill Jacobsen kallar okkur stjórn Vals á sinn fund og afhendir okkur Reykjavíkurhornið til þess að láta keppa um, og gat þess við þetta tæki- færi, að það væri hægt fyrir ungt og upprennandi félag að hafa ekki neinn fastan tekjustofn. Gerði hann það að tillögu sinni að keppni um þetta horn færi fram að hausti til og yrði þannig endahnúturinn á keppnistimabilinu. Þetta varð okkur ákaflega mikil lyftistöng fjárhags- lega, en það fór sem fyrri daginn, að við náðum aldrei i hornið frekar en íslandsbikarinn. Fleira kom til sem hafði áhrif á þennan afturkipp, sem kom í félagið á þessum árum, og má þar nefna, að við höfðum ekki hugs- að nógu mikið um að ala upp unga menn í þessar eyður sem komu. Hvað mig snertir er ég á þessum árum að stofna fyrirtæki og fer í sam- bandi við það til útlanda, en það var sumarið 1919, og komst alveg út úr þessu þá. Þegar ég kom svo heim hafði ég mikið að starfa við þetta fyrirtæki, sem var að sjá dagsins ljós. Varð það til þess að ég gufaði upp úr öllu félagslífi í Val. Þegar verst gegnir var það Axel Gunnarsson, sem tekur upp merki Vals með miklum krafti og undra- veðrum dugnaði. Ég tel þvi að Axel hafi verið lífgjafi Vals á þessum árum. Ég hygg líka, að Ársæll bróðir hans hafi verið honum nokkur styrk- ur og stoð. Ársæll starfaði mikið í skátahreyfingunni og Væringja-fé- laginu og náði hann þar í góða krafta sem komu Val að góðum notum. Telur þú að séra Friðrik hafi haft mikil áhrif á starf og stefnu Vals á þessum árum og síðar? Ég mundi segja, að áhrif séra Friðriks a. m. k. á byrjun Vals hafi ekki verið verulega jákvæð, jafnvel neikvæð, en það breyttist fljótt og eftir það, að hann skynjaði leikinn, tilgang hans og uppeldismöguleika og hann fann þá að þarna var til- valið verkefni fyrir unglingana á sumrin, sem ekki fóru úr bænum. Eitt af því dásamlegasta, og sem ég gleymi aldrei, voru heimsóknir okkar upp í KFUM, eftir æfingarn- ar, til að hlusta á þó ekki væri nema næsta erindi úr hinu snjalla kvæði hans: „tJti og inni“. Hann orti þenn- an ljóðabálk einmitt eitt sumarið, sem hann var með okkur á Melun- um. Mér er óhætt að segja það að hans hlutur í starfi okkar i Val fyrstu árin var alveg stórkostlegur. Hann örfaði okkur til að halda vel saman, eggjaði okkur til dáða og hvatti til drengilegrar framkomu við alla þá er við áttum samvinnu við, hvort sem það var á leikvelli eða utan. Ég geri líka ráð fyrir því að það hafi verkað örfandi á hann sjálfan, að það var alltaf fastur hópur, stór hóp- ur af KFUM-konum og körlum, sem komu til að horfa á leiki Vals, sér- staklega við Fram, og tók svo inni- legan þátt í gleði okkar og sorgum. Það voru ekki aðeins yngri menn- irnir, þeir eldri létu ekki á sér standa og má þar nefna Guðmund Ásbjörns- son og Sigurbjörn í Vísi o. fl. Ég álít því að Valur hafi haft al- veg ómetanlegt gagn af því og notið aukins þroska, vegna þess að félagið var innan KFUM og undir handar- jaðrinum á séra Friðrik Friðrikssyni. I þessu sambandi má geta þess að eftir æfingarnar safnaðist hópurinn saman á æfingasvæðinu og flutti séra Friðrik þá stutta bæn og ef hann var ekki viðstaddur var það einhver piltanna sem það gerði. Höfðuð þið nokkra þjálfara á fyrstu árunum? Fyrsti þjálfari Vals mun hafa ver- ið Júlíus Hafstein, siðar sýslumað- ur á Húsavík. Hann var mjög áhuga- samur um knattspyrnu og leiðbeindi okkur a. m. k. fyrsta sumarið. Eins minnir mig það, að Axel Tuliníus, sem líka varð sýslumaður, hafi eitthvað verið með okkur og eins konar dómari hjá okkur á æfingum stundum. Báðir þessir menn voru miklir vinir séra Friðriks og munu þeir hafa annazt þetta vegna tilmæla hans. Nú hefur þú það á samvizkunni, Guðbjörn, að hafa hleypt þessu fyr- irtæki af stað, knattspyrnufélaginu Val, og nú langar mig til að spyrja þig, þegar þú lítur til baka, 75 ára, hvort þú sért sáttur við okkur hina

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.