Valsblaðið - 24.12.1969, Side 31

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 31
VALSBLAÐIÐ 29 Setja þeim það markmið, að koma skemmtilega fram og strangari um- gengnisvenjur hafðar þar en síðar eða það var brýnt fyrir þeim, þó þetta eigi alltaf að haldast í hendur við iðkun íþrótta. 1 fjórða flokki var svo aðaláherzlan lögð á tækniæfing- ar, enda þá komin nokkur geta. Ég tel líka, að á þessum aldri séu spym- ur allar kenndar til hlítar, tæknin aukin og mikið æft. Það er svo und- irstaðan undir næstu flokka, fyrst þriðja flokk, en þar er farið að glíma við erfiðari æfingar, leikfimi, þol og kraft. Svo verða þol- og þrekæfingar að koma í mun ríkari mæli, þegar komið er í annan flokkinn. I þeim flokki kemur svo í ríkara mæli um- ræður og kennsla í skipulagi leiks- ins. Ég held, að röðin á þessu sé eitt- hvað í þessu formi. Það er eins og við ruglum oft sam- an hugmyndunum um skipulag og kerfi. Skipulag á við um ákveðin at- riði í einstökum tilvikum, en kerfi aftur á móti á við leikskipulagið í heild. Það þarf strax að koma inn hjá piltunum ýmsum grundvallar skipu- lagsatriðum, þó er bezt að það komi smátt og smátt, að með auknum þroska læri þeir að skilja þessi atriði þannig, að þegar þeir eru komnir að dyrum meistaraflokks, viti þeir að til eru ýms kerfi, sem notuð eru í knattspyrnu. Það leiðir af sjálfu sér, að því betri þjálfun sem drengirnir eru í og því næmari sem skilningur þeirra er á leikskipulaginu hlýtur samstarf þeirra að vera betra. Mér finnst það alltof lítil þjón- usta við drengina að ætla einum manni að leiðbeina hjá yngstu flokk- unum. Hvað mig snertir hefur reyndin orðið sú, að ég hef allan tímann verið með aðstoðarmenn með mér, sem hafa annazt ýmsa þætti æfinganna og að sjálfsögðu eiga þeir sinn þakkarverða þátt í þeirri frammistöðu sem orðið hefur. Ég er einn af þeim, sem er hlynnt- ur innanhússæfingum á vetrum. Það virðist nú ekki vera í tízku í dag að þjálfa mikið inni, en ég vil halda í þær æfingar alla leið upp í annan flokk eins og hægt er. Við höfum notað tímana einmitt mjög mikið til knattæfinga, jafnvel það mikið, að það hefur aðeins kastast í kekki milli okkar um það, hvernig tímana skuli nota. Ég hef alltaf haldið því fram, að það væri verið að leggja inn upp á framtíðina, þ. e. þegar við komum út á vorin, ef við stunduðum þetta vel. Á það má benda, að þrátt fyrir það, að ég hef haft þennan hátt á hefur æfingasókn verið mjög góð. Maður hefur haft kynni af ýms- um leiðbeinendum, sem hafa látið drengina leika innanhúss-knatt- spyrnu i ríkara mæli en ég hef ver- ið hlynntur og ég er sammála þeim, sem álíta, að það sé ekki hægt að fá mikið upp úr innanhúss-knattspyrn- unni. Það gefur ekki árangur, það er ég sannfærður um. Við eigum að leggja áherzlu á knattæfingarnar, sérstaklega meðan hópurinn er ekki stór. 4. Heldur þú, Róbert, að það væri hægt að fá feður drengjanna, sem æfa í Val, til að koma og aðstoða við æfingarnar með hinum ráðandi þjálfara í hverjum flokki? Það hefur verið reynslan með suma foreldra, að þeir hafa sýnt drengjunum og félaginu verulegan áhuga. Maður hefur séð feðurna, sem koma þar sem drengirnir þeirra eru i keppni og fylgjast með af mikl- um áhuga. Áhuga mæðranna hef ég kynnzt, þegar ég hef verið að boða drengina þeirra á æfingar og leiki og skilningi þeirra á þeirri þörf sem drengurinn þeirra hefur fyrir því að vera með í þessu. Þau eru yfir- leitt öll af vilja gerð og hafa ýtt á eftir í þessu efni. Það má líka segja, að á heimilin leggst nokkur fyrir- höfn að halda við búningum drengj- anna og það er oft annar kostnað- ur í sambandi við félagslífið, sér- staklega ef fjölskyldurnar eru stór- ar og má í þessu sambendi benda á Vals-fjölskylduna, sem við kynnt- umst í fyrra í Valsblaðinu. Hvort þær gætu orðið virkari í féalgslífinu en verið hefur er ekki gott að segja, það hefur aðeins verið reynt að ná til þeirra. Vera má, að menn hafi ekki verið nógu tiltækir af ótta við að verða kaffærðir í félagsstarfinu. I þeim kynnum, sem ég hef haft af hinu danska félagi Lyngby, sem við í Val höfum haft samstarf við, hef ég orðið var við, að bæði þeir og mörg stór dönsk félög hafa stofn- að innan sinna vébanda „Foreldra- félög“, þ. e. félög fyrir foreldra bam- anna, sem eru þátttakendur í félags- starfinu og keppni innan félagsins. Þarna væri ef til vill möguleiki að stofna svipað félag innan Vals, eða a. m. k. að ná mikið nánara sam- starfi við foreldrana. Það gæti t. d. verið æskilegt að kalla foreldrana á fund deildanna í Val í byrjun keppn- istimahilsins og skýra þeim frá þvi, hvað er framundan, hvert eigi að fara í ferðalög ef um þau er að ræða, í mótum eða utan móta, og fá þannig foreldrana með í starfið. I Danmörku kynntist ég því að foreldrafélögin styrktu hina einstöku flokka, sem höfðu áætlanir um eitt- hvað sérstakt á keppnistímahilinu, og tóku það upp hjá sjálfum sér að afla fjárins. Þegar við vorum kvaddir i stóru hófi hjá Lyngby veitti ég því at- hygli, að þangað var boðið formanni Foreldrafélagsins og hann sérstak- lega ávarpaður og félaginu þökkuð aðstoð, þar voru og margir foreldr- ar þeirra pilta, sem tóku á móti okk- ur og komu svo hingað. Ég get vel hugsað mér, að margir foreldrar vildu gjarnan fylgjast með börnum sínum, ef aðstaðan væri fju- ir hendi og leggja til eitthvert starf, sem mundi gera þetta að skemmti- legum þætti í tilveru þeirra. Á þessum fundum með foreldr- unum í byrjun keppnistímabilsins yrði þeim gerð grein fyrir hvaða daga börnin eru bundin við leiki og ferðir. Það er gaman að minnast á það í þessu sambandi, að í siðasta félags- blaði Lyngbys, beina foreldrar þeirri spurningu til unglingaleiðtoga, hvort ekki væri hægt að leika á laugar- dögum og sleppa sunnudagsleikjum, eða leika á öðrum tímum, þetta eyði- legði fjölskyldulífið um helgina, hvað varðar ferðalög og útivist. Er þetta mjög þekkt fyrirbæri hér á landi. Svarið, sem unglingaleiðtoginn gaf, var á þá leið, að hann áliti að þetta væri viss þáttur í lífi strákanna og kom með gagnspurningu á þá leið, hvort foreldrarnir vissu, hvers strák- urinn færi á mis ef hann færi í ferðalag með þeim í stað þess að leika þennan helgarleik, sem hann hafði beðið eftir í ofvæni. Hann gat þess þó, að allir mundu þeir vilja

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.