Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 33
VALSBLAÐIÐ
31
leikstaðan er, svona við og við. Það
kostaði að vísu vinnu, en árangur
kemur aldrei nema með vinnu. Ég
minnist þess einu sinni, þegar við
Lárus vorum með sinn hvorn flokk-
inn og munurinn var sáralítill, að
það skapaðist mikil keppni og áhugi
hjá flokkunum að standa sig og
hljóta hinn eftirsótta grip. Þó sagt
sé að kapp sé bezt með forsjá þá er
það eðli knattspyrnunnar að um
leið og við erum að ná félagslegum
árangri viljum við líka ná íþrótta-
legum árangri.
Ég álít lika, að í tilkynningakassa
félagsins í íþróttahúsinu ætti að vera
stöðugt færð skrá yfir stöðu Vals í
öllum þeim mótum, sem lið þess
taka þátt í og það mánaðarlega. Þessi
skrá væri ekki aðeins fyrir keppend-
ur, gestir sem þarna koma gætu
fylgzt með livernig knattspyrnulífið
í Val gengur á hverjum tíma.
Þar mætti einnig auglýsa úrslita-
leiki, sem Valur tekur þátt í og vera
kynni að eldri leikmenn Vals hefðu
áhuga á því að sjá drengina í leik
og þá um leið hvetja þá, þegar til
keppninnar kemur.
8. Telur þú þig hafa lært eitt-
hvað af kynnum þínum af danska
félaginu Lynghy?
Þú hefur heyrt í þessu rabbi okk-
ar, að ég hef stöku sinnum minnzt
á Lyngby, þar sem ég hef getið at-
riða sem til fyrirmyndar mættu vera
hjá okkur hér.
En hvað gerum við, þegar við
fáum svona félög, til þess að læra af
þeim, við gerum sem sagt ekki neitt.
Það er ekki ljótur siður að apa eftir
góða hluti. Það flýtir fyrir þrosk-
anum hjá okkur sjálfum. Mér finnst
að þeir sem stjórna, láta oft allt of
afskiptalaust, sem þeir sjá í kring-
um sig.
Ég hekl að þeir hafi boðizt til að
kynna fyrir okkur, hvernig félagið
væri starfrækt, þegar þeir komu
hingað í sumar, til þess að við gæt-
um eitthvað af því lært. Af þessu
mun þó ekki hafa orðið af hvaða
ástæðum veit ég ekki.
9. Telur þú ekki að viss leiktæki
í sambandi við knattspyrnu, sem
sett eru upp á eða við knattspyrnu-
velli, geti orðið til að auka getu
drengjanna, og vel á minnzt, hefur
þú ekki komið þessu máli á fram-
færi og hvernig gengur það?
Jú, ég er sannfærður um það, og
í fyrra skrifaði ég, að vísu ófullkomið
bréf, til Knattspyrnudeildarinnar,
skýrslu um það, sem ég sá á þjálf-
aranámskeiði, sem ég tók þátt í í
Danmörku fyrir nokkru, en ekkert
hefur bólað á framkvæmdum enn
sem komið er. Vera má að ég hafi
ekki verið nógu ákveðinn í hvernig
hann ætti að vera að gerð, en víst
er að málið hefur strandað. Vafa-
laust er vilji fyrir hendi en flestir
hafa litinn tíma að þvi er virðist.
I þessu sambandi komum við að
því atriði hvort við höfum góða að-
stöðu eða ekki til knattspyrnuiðkana.
Ég vil halda þvi fram að aðstaðan
sé eins og bezt verður á kosið hjá
okkur. Við eigum að geta notað ýmis
tæki, við verðum að hafa tæki, sem
eru færanleg og nothæf jafnt á möl
sem grasi.
Þess má geta hér, að dönsku pilt-
arnir frá Lyngby sáu eina æfingu
hjá okkur í sumar, svona af tilvilj-
un, og þeir furðuðu sig á einu:
Hvernig við gætum fengið strákana
til að leggjast á mölina. Ég vil því
benda á að það mundi ekki standa
á strákunum að nota hvers konar
tæki sem á vellinum væru og það þó
þeir yrðu að leggjast endilangir á
mallarvöllinn.
Þetta mundi auka tilbreytnina og
ánægjuna og árangurinn.
10. Við verðum að gera ráð fyrir
að meistaraflokksmenn séu þeir sem
beztum tökum hafa náð á knattleikn-
inni á hverjum tíma. Mundi það
ekki geta haft mikil álirif á kennsl-
una í yngstu flokkunum, ef þeir
kæmu reglubundið á æfingar og
sýndu hvernig á að standa að knett-
inum þegar sparkað er og þegar hann
er stöðvaður, og hvort tveggja í sín-
um margbreytileik. Hvað vilt þú
segja um þetta?
Ég reyndi þetta nokkuð á sínum
tíma og sérstaklega er þetta áhrifa-
ríkt varðandi tvo yngstu flokkana, en
þeir geta auðveldlega hjálpað til í
hvaða flokki sem er.
Mesta gagnið, sem hægt er að hafa
af þeim er að láta þá sýna. Ég ætl-
aðist til að þeir mundu kenna og
skýra hvernig þetta gerist, en það
var þeim ekki lagið öllum, og síðan
lærðist mér þetta, að láta meistara-
flokksmanninn sýna, hvernig á að
gera og drengirnir horfa á og fylgj-
ast með, síðan á hann að vera við,
þegar drengirnir framkvæma sömu
æfingar og hann gerði. Þá á hann
að leiðrétta ef þeir gera rangt, en
reynslan er að það er mjög misjafnt.
En allt um það mundi það hafa mik-
ið að segja ef hægt væri að koma
þessu vel fyrir.
Ég minnist þess að við fengum
einu sinni Albert Guðmundsson á
þriðjaflokksæfingu og var það helj-
armikil kennslustund. Ilann sýndi
hvernig hann gat rekið knöttinn
sem límdan við fætur sér, og
hann skýrði þessi atriði, en ég
veit ekki, hvort strákarnir skildu
það þá á staðnum, en siðar, þeg-
ar þeir fara að ganga i gegnum
þessi sömu atriði, vaknar ef til vill
skilningur þeirra á þvi sem Albert
sagði.
Hann kom ekki til að kenna ein-
um og einum dreng, en hann sýndi
hópnum í heild. Þeir höfðu gaman
að þessu, en ef til vill svolitið van-
trúaðir á hve mikið gott þeir hefðu
af þessu.
11. Hvað vilt þú svo segja að lok-
um Róbert?
Það væri þá i sambandi við það
hvort við ættum að leggja ákveðna
áherzlu á einhverjar æfingar á hverju
aldursskeiði fyrir sig og ég held að
þetta sé ágæt hugmynd. Hún gæti
verið góð að því leyti að við setjum
þjálfaranum ákveðin tilmæli um það
að þeir drengir, sem fara milli flokka,
geti gert tiltekin atriði í meðferð
knattarins.
T. d. að þeir yngstu séu með rétta
innanfótarspyrnur, að þeir hafi feng-
ið þar rétta undirstöðu og viti hana
og kunni, þannig að maður þurfi
ekki að endurtaka það í fjórða flokki.
Síðan verði þeim settar erfiðari
og erfiðari skyldur eftir því sem þeir
koma ofar í aldursstigann.
Þá kemur að sjálfsögðu sj>urning-
in um það, hvernig á að mæla þessa
getu, og hvort þetta sé framkvæm-
anlegt. Ég held að knattþrautirnar
séu ef til vill mælikvarði á getuna i
flokkunum.
Það er ábyggilegt að það er eitt-
hvað til í því, að við hér heima er-
um ekki nógu viðbragðsfljótir, og
það fengum við að reyna úti í sumar.
Það er alltof algengt að sjá unga
menn klofa áfram, i stað þess að
hlaupa stuttum og tíðum skrefum.