Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 37

Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 37
VALSBLAÐIÐ 35 Fyrsta stjórn knaltspyrnudeildarinnar: F. v. Jón Þór Jóhannsson, Elías Hergeirsson, Ægir Ferdinandsson form., Hermann Hermannsson, Páll Aronsson. þá hefði verið eðlilegra að koma upp fulltrúafundi — aðalfundi ,með fulltrúum frá hinum ýmsu aðilum innan félagsins. Með því móti var minni hætta á því að einstaka deild- ir gætu tekið völdin á aðalfundi, sem gæti verið tilefni til missættis milli deilda, sem gat orðið félaginu hættu- legt. Með fulltruaaðalfundi var lika tryggt, að alltaf kæmu til fundarins ábyrgir menn og fjölmennari en venja var. Þetta var frá mínu sjón- armiði punkturinn yfir i-ið, og með- an svona er lokaatriðið í þessa skipu- lagsbreytingu. Hvernig fannst þér þessi skipan verka fyrstu árin á eftir meðan þú varst formaður? Mér fannst skiptingin verka ákaf- lega vel þegar í stað, að því leyti að í stjórnir deilda völdust mjög góðir og hæfir menn til forustu i öllum deildum og líf og fjör færðist í allt starf. Þó kom fram, að því er virt- ist, hjá deildunum svo lítil tregða, eins og þeir áttuðu sig ekki strax á frelsinu sem þeir höfðu fengið, að þeir voru að mestu óháðir. Það má svolítið líkja því við það, þegar lax- veiðimaður hefur lengi þreytt lax og síðan slitnar úr honum. Þá áttar laxinn sig ekki á því að hann er laus og liggur kyrr alveg við fætur manns, svo maður getur næstum því tekið hann með höndunum. Það er þetta sem ég held, að hafi háð forustumönnum deildanna til að byrja með. Ég tók þá ákveðnu af- stöðu og sagði þeim það, en ég held að þeir hafi ekki fyllilega skilið það, að þeir áttu að starfa sjálfstætt og stjórnin ætti ekki að grípa inn í störf þeirra fyrr en nauðsynlegt væri eða stjórn viðkomandi deildar ósk- aði eftir því. Þetta var lagt út fyrir mér sem fullmikið afskiptaleysi, en ég fór að hugsa um önnur mál fé- lagsins, því ég treysti þessum mönn- um fullkomlega fyrir deildunum. Það hefur lika sýnt sig að flestallir þessir menn, sem völdust í stjórnir deildanna í upphafi, eru starfandi af fullum krafti og sumir komnir í aðalstjórn og má þar nefna formann félagsins í dag, sem var fyrsti fof- maður knattspymudeildarinnar. Ég held áð þetta hafi verið rétta leiðin, því ég álít, að ef aðalstjórnin hefði farið að blanda sér meir inn í mál deildanna hefði orðið nákvæmlega sama niðurstaðan og áður var,- Stjórnir deildanna hefðu orðið deild- ir, en það var alls ekki ætlunin. Ég held að þessi tregða hafi held- ur háð deildunum til að byrja með, en þær störfuðu mjög vel og skipu- lagið sjálft reyndist með afbrigðum vel og ég er sannfærður um það og það hefur glatt mig mikið, því ég hef fylgzt með þessu æ siðan að Val- ur hefur átt við þetta ágæta skipu- lag að búa í þessi 10 ár. Það eina sem ég vildi benda á er það, að mér virðist sem aðalstjórn- in hafi svolitla tilhneigingu til að fara aðeins of mikið inn á starfssvið knattspyrnudeildarinnar, en þetta er aðeins smá ábending. Ég er ákaf- lega ánægður með störf deildanna og þróunina. I þvi sambandi vil ég benda á, að badmintondeildin væri ekki komin á i dag, ef ekki hefði verið deildaskipting í félaginu, ekki með þeim krafti, sem hún hefur rekið starf sitt í þessi tvö ár. Engin nefnd hefði gert það, sem stjórn bad- mintondeildarinnar hefur gert, sagði Sveinn að lokum. Þeir spáSu þannig: 1 tilefni af þessari breytingu, sem gerð var á starfsemi félagsins, lagði Valsblaðið (Jólablað 1959) eftirfar- andi spurningu fyrir nokkra framá- menn í félaginu: Hvernig lízt þér á déildaskiptinguna ? Jón Kristjánsson, þáverandi for- maður handknattleiksdeildarinnar, svárar þannig: — Ég get nú lítið um það sagt, er tæpast nógu kunnugUr félagsmál- unum í héild. Ég lield þó, að það hljóti að vera til bóta. Mér skilst að með því fáist fleiri til starfa og að það miði sem sagt að því, að fá sem flesta í deildunum til starfa með ábyrgðartilfinningu. Ég held að þeir skilji betur, hvað liggur á bak við félagið og tilgang þess. Það er ekki aðeins að fara í búninginn og út á völlinn. Persónulega finnst mér, að ég hafi þroskazt meira á því að taka þátt i störfunum og því, sem er að gerast í kringum félagið en að taka þátt í leikjunum og það getur oft verið mjög skemmtilegt i samstarfi við áhugasama félagsmenn. Ægir Ferdinandsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar, svar- ar þannig: — Vel. Það er um þetta sem ann- að, ef menn fást til að vinna vel þarf engu að kvíða. Það er ekki nóg að við í stjórninni vinnum. Jón Þórarinsson, í stjórn hand- knattleiksdeildarinnar svarar á þessa leið: — Ég verð að segja, að ég er hlynntur því að reyna þetta. Við erum búnir að hjakka svo lengi í sama fari, að það er vel þess virði að reyna nýjar leiðir. Því er ekki að neita, að fljótt á litið virðist mér það muni verða erfiðara fyrir handknattleikinn en knattspyrnuna, fjárhagslega. Ég er samt ekki svartsýnn, síður en svo. Auðvitað verður öllum, sem taka þátt í æfingunum, að vera ljóst hvað það er að vera félagi iþróttafélags og að með því að vera félagi verða menn að taka á sig skyldur. Þeir þurfa að skilja, að allt sem að þessu lýtur kostar meiri og minni peninga og allir verða því að skilja, að þeir verða að borga fyrir það, sem þeir njóta og að öll skemmtun hvav sem er kostar peninga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.