Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 47

Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 47
VALSBLAÐIÐ 45 Þetta er ekki eins slœmt og þáÓ lítur út fyrir, Steini Friðþjófs er bara að bjarga og hreinsa frá marki eins og svo oft áÓur. sem voru að meira eða minna leyli hans verk. I síðari hálfleiknum skor- uðu þeir ekki nema eitt mark, enda höfðum við þá nokkuð áttað okkur á leikaðferð þeirra og auk þess, og það sem mestu máli skipti, var mark- varzla Sigurðar Dagssonar. Ég hel nú oft séð hann verja snilldarlega um dagana, en aldrei neitt svipað þessu, enda fékk hann líka hólið i blöðunum daginn eftir og sum þeirra voru með nafn hans í fyrirsögnum auk fjölda mynda. — Telur þú þá, að þetta 6:o tap hafi verið nokkuð sanngjarnt? -— Allavega held ég að það hafi verið illmögulegt að komast hjá minna tapi eins og þeir léku i fyrri hálfleiknum og þar sem við þekktum leikaðferðir þeirra ekki neitt. Þá vil ég benda á, að þeir eiga 7 menn í belgíska landsliðinu, sem hefur tryggt sér rétt til þátttöku í 16 liða úrslit- um heimsmeistarakeppiiinnar í Mexico og auk þess hefur Ander- lechtois sigrað Manchester Ln. 3:0 á heimavelli Manchester, svo þarna er ekki um neina smákarla að ræða. — Hvað er þá að segja um síðari leikinn, hann tapaðist ekki nema 2:0? — Já, að vísu, en þar kom nokk- uð til. Milli ieikjanna vorum við um kyrrt í Belgíu og meðal annars buðu þeir okkur ineð sér til annarar borgar, Gent, þar sem þeir léku einn leik gr-gn höfuðandstæðingi sinum í belgisku deildarkeppninni. Ég held þvi írom, að við höfum mikið lært af að fá að sjá þá leika þarna með tiíliti til hvernig við ættum að verj- ast þeim í síðari leiknum. Þá kom Bergsveinn Alfonsson að heiman og lék með okkur síðari leikinn. Hann var settur til að gæta Poul von Himst og gerði það svo vel, að hann hvarf algerlega í fyrri hálfleik og kom hann ekkert inn á í þeim síðari. Of- an á allt bættist svo, að við lékum eins vel og við getum hezt, svo segja má, að allt hafi hjálpazt að í síðari leiknum. Ég vil taka það fram, að við lékum sóknarleik í báðum leikj- unum og ég veit, að hefðum við leik- ið varnarleik eins og við gerðum gegn Benfica, þá hefði markatalan orðið lægri. 1 leikjunum gegn okkur, og eins þegar við horfum á þá leika, sáum við tvo markverði hjá þeim og það eru einhverjir beztu mark- verðir, sem ég hef séð. Það var ekki nóg með að þeir verðu milli stang- anna, heldur má segja að þeir hafi átt allan vitateiginn og hirtu alla bolta, sem þangað komu. Svona mark- verði þurfum við að eignast Islend- ingar, sem hafa úthlaupin í lagi. — Þið höfðuð svo viku í milli leikja til að skoða ykkur um þarna? — Já, við höfðum það og gerðum sitthvað okkur til skemmtunar. Svo æfðum við vel alla vikuna og fór- um í kynnisferðir um borgina, sem þeir hjá Anderlechtois sáu um fyrir okkur. Þá vorum við boðnir heim til íslenzka ambassadorsins í Belgu, sem býr í Gent, Níelsar P. Sigurðs- sonar og tóku þau hjónin sérstaklega vel á móti okkur. Fór hann með okk- ur og sýndi okkur hinar sögufrægu Waterloo-hæðir. Þangað var mjög ánægjulegt að koma. — Eru ekki neinir Norðurlanda- leikmenn með Anderlechtois? — Jú, það er einn Svíi, sonur Gunnars Nordals, knattspyrnu- mannsins fræga. Iiann kom hingað til lands með sænska unglingalands-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.