Valsblaðið - 24.12.1969, Side 51

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 51
VALSBLAÐIÐ 49 Hvei VALSHAÐUBINN ? var um flugferð þaðan daginn eftir. Þetta vakti að vonum ekki of mikla ánægju hjá piltunum okkar, sem gátu vel hugsað sér að eiga þarna frí eina kvöldstund og heyrði maður gjarnan um það talað, að það hefði verið óþarfi hjá veðurguðunum eða Flug- félaginu að vera að fljúga á föstudag- inn langa til Sauðárkróks. Svo var mál með vexti, að þegar farið var í þessa för var heimferðin heldur ótrygg. Vitað var um yfirvinnustöðv- un flugvirkja, þannig að við áttum eiginlega enga flugferð vissa, svo við hinir eldri litum nú fremur svo á, að veðurguðirnir hafi gengið i lið með okkur og gert það að verkum, að ekki var hægt að fljúga á Sauðár- krók á fimmtudeginum eins og áformað var og þar af leiðandi var vél tilbúin á föstudeginum, sem flutti okkur svo heim. Þegar við komum til Sauðárkróks eftir góða ferð frá Siglufirði, var komið fram á nótt og þar hafði ágæt- ur forustumaður á staðnum séð okk- ur fyrir gistihúsnæði og tók á móti okkur á staðnum. Á föstudagsmorgni leit ekki alltof vel út með flugveður og voru piltarnir þegar farnir að gera ráðstafanir til leikja við félaga sína þar ef flugvélin kæmist nú ekki, ekki aðeins í badminton, en einnig í hand- knattleik. Mátti greina kátínu yfir því að þurfa ekki endilega að fara svona skyndilega heim aftur. Það var frí í skólanum á morgun, þar næsta dag og hinn og hinn, svo ytri skilyrðin voru allgóð. En eins og ég drap á áður, var heppnin með þeim eldri, flugvélin kom til Sauðárkróks fyrir hádegi og til Reykjavíkur var komið að áliðnu hádegi eftir mjög vel heppnaða för. Ég tel ástæðu til að geta þess að allir piltar Vals, sem þátt tóku í ferðinni, komu fram af sérstakri prýði. Maður sá aidrei mun á þeim, hvort sem þeir voru að tapa eða vinna í keppninni, prúðmennskan var alltaf sú sama og ég verð að segja að ég hef sjaldan verið ánægðari að vera nálægt unglingum í íþrótta- keppni en í þessari för. Það var greinilegt, að piltarnir voru samtaka um það að gera för- ina létta og þægilega eins og hugs- ast gat. Var það jafnt um Valspilt- ana og félagana frá TBR, sem með voru. Gísli SigurSsson. Snorri Jónsson. Þeir Valsmenn, sem yngri eru en 30 ára, kannast sjálfsagt ekki við knattspyrnumanninn Snorra Jóns- son eða muna hann á knattspyrnu- velli. Snemma fór að bera á því að Snorri hefði gaman af þvi að leika sér að knetti og er það raunar ekkert sérstakt um ungan dreng, en hitt var óvenjulegra, að sjá hvernig hon- um tókst að ráða við knöttinn. Það leyndi sér ekki, að hann bjó yfir alveg sérstökum hæfileikum sem knattspyrnumannsefni. Vakti hann þá oft athygli vegfar- enda við Vitatorgið, sem er innar- lega við Hverfisgötuna. Æskuheim- ili hans var gegnt þessu opna svæði og þangað fór hann oft með litinn hvítan knött, sem hann átti og lék þar með hann af innlifun hins list- ræna drengs. Vegfarendur stönzuðu og horfðu með undrunaraugum á það, hvernig drengurinn gat auðveld- lega hamið þennan litla knött. Dreng- irnir, sem þarna fóru um og höfðu sjálfir haft nokkur kynni af því hve erfitt það var að ráða við knöttinn, horfðu á þetta í þögulli aðdáuu. Þeir litu hver á annan, þegar Snorri lék listir sínar með hnitmiðuðum hreyf- ingum, sem gátu fengið knöttinn til þess að gera livað sem Snorri ætlað- ist til í flestum tilvikum. Ekki mun Snorri hafa vitað af þessum aðdáend- um sinum, sem þarna stöldruðu við og gáfu sér tíma í dagsins önn til að horfa á hann. Á þessum augnablikum var það hvíti vinurinn, sem átti alla athygli þessa unga, geðþekka drengs og það var honum meira en nóg. Hann gerð- ist fljótlega félagi í Val og það læt- ur að líkum að hann hafi fljótlega farið að keppa fyrir félagið. Það duldizt engum, sem horfðu á yngri flokka Vals í þá daga, að smávaxni innherjinn í þriðja flokki bjó yfir óvenjulegum knattspyrnu- liæfileikum og kom þar ýmislegt til. Þegar á þessum aldri hafði hann til- einkað sér betri knattmeðferð en þá þekktist. 1 annan stað skynjaði hann flokksleikinn betur en maður átti að venjast og það svo, að hann skák- aði þeim sem þá skipuðu sjálfan meistaraflokkinn. Hann hafði sér- stakt lag á þvi að staðsetja sig þar sem bezt var að finna hann og hann hafði svo góða yfirsýn yfir leikstöð- una, að sá sem bezt var til þess fall- inn að taka á móti sendingunni fékk hana frá Snorra. Hann hafði sér- stakt lag á því að notfæra sér eyð- urnar, sem alltaf skapast milli manna á vellinum. Hann var mjög snöggur i öllum hreyfingum og viðbragðsfljótur og orðlagður fyrir það, hve lítið rúm hann þurfti til að athafna sig á, ef svo bar undir. Hann var góð skytta og virtist hafa lítið fyrir að skjóta þrumuskotum. Öll viðskipti hans við knöttinn og framkoma hans í leik hafði á sér listrænan blæ. Snorri hefur einhverntíma sagt, að það væri gaman að leika knattspyrnu ef allt stjak, pústrar og áhlaup væru bönn-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.