Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 53
VALSBLAÐ1Ð
51
Emilia Prudaezuk.
sýnir fyrir siðari leikinn, en kvenna-
lið Vals er ekkert venjulegt lið, það
sönnuðu stúlkurnar svo um mun-
aði í síðari leiknum. Eftir einlivern
glæsilegasta leik sem sést hefur hj á
íslenzku kvennaliði, var staðan í
leikhléi 9:3 fyrir Val, sem var meira
en þeir bjartsýnustu þorðu nokk-
urntíma að vona. 1 síðari hálfleikn-
um gekk ekki eins vel, enda urðu
Valsstúlkurnar fyrir miklu áfalli
þegar tvær af beztu leikkonunum,
þær Sigríður Sigurðardóttir og Sig-
rún Guðmundsdóttir, meiddust og
gátu ekki beitt sér sem skildi í síð-
ari hálfleiknum. En þrátt fyrir það,
var sigurinn aldrei í hættu og sinn
stóra þátt í því átti Sigurjóna Sig-
urðardóttir markvörður, sem varði
af stakri snilld allan leikinn. Loka-
tölurnar urðu svo eins og menn muna
13:11, enn einn sigurinn í hið stóra
sigrasafn Vals-stúlknanna.
Að loknum síðari leiknum var
pólsku stúlkunum, dómurum leiks-
ins, sem voru norskir, og nokkrum
fleiri gestum boðið til hófs í Vals-
heimilinu, þar sem skipzt var á gjöf-
um og forráðamenn hópanna þökk-
uðu fyrir góða og skemmtilega
keppni. 1 þessu hófi höfðu Vals-
stúlkurnar það að gamanmáli, að
þegar þær höfðu unnið upp 7 marka-
forskot pólsku stúlknanna úr fyrri
leiknum undir lok fyrri hálfleiks í
þeim síðari, hafi þeim sýnzt, sem
fjáröflunarmenn Vals væru fáir og
fölir, þegar sá möguleiki skaut allt
í einu upp kollinum, að Valur ynni
leikinn með þessum mun og kæmist
Frh. a bls. 60.
SigurglátSar Valssíúlkur. LiSi'S, sem lék seinni leikinn í Evrópukeppninni á móti pólsku
meisturunum.
AFTARI RÖÐ f. v.: SigríSur SigurSardóttir, Sigrún GuSmundsdóttir, Þórarinn Eyþórsson,
RagnheiSur Lárusdóttir og Hrafnhildur Ingólfsdóttir.
FREMRI RÖÐ f. v.: Bergljót DavíSsdótlir, Helga GuSmundsdótlir, GuSbjörg Egilsdóltir,
GuSbjörg Árnadóttir, Sigurjóna SigurSardóttir, Anna B. 1 óhannesdöttir, Soffia GuSmunds-
dóttir og Björg GuSmundsdóttir.
Jón Kristjánsson, Garðar Jóhanns-
son og Karl Harry Sigurðsson.
Strax og kunnugt var um hvaða
andstæðinga Valur fengi í keppn-
inni var hafizt handa, með aðstoð
pólska sendiráðsins hér á landi, að
fá báða leikina leikna hér á landi.
Mjög hagstæðir samningar um það
náðust fljótlega og síðan voru leik-
irnir ákveðnir 29. og 30. nóvember
s.l. Pólski flokkurinn kom svo hing-
að til lands fimmtudaginn 27. nóv.
Nokkur kvíði var í Vals-stúlkunum
vegna þess, að segja má að pólska lið-
ið hafi verið alveg óþekkt stærð, þar
sem þær höfðu ekki leikið neina al-
þjóðaleiki. Hins vegar voru Vals-
stúlkurnar ákveðnar í að gera sitt
bezta og með það eitt í hug, að
sigra, fóru þær inn á í fyrri leikn-
um.
Sá leikur byrjaði vel fyrir Val og
allan fyrri hálfleik var útlit fyrir
að leikurinn yrði jafn og úrslitin tví-
sýn. I leikhléi var jafnt 5:5. Svo
fljótlega í byrjun þess síðari fór að
Elzbieta Wasowicz.
syrta í álinn. Öheppnin elti Vals-
stúlkurnar og það svo að nálgast
einsdæmi. Ekki færri en 6 vítaköst
misfórust og 4 stangarskot áttu þær
í leiknum, sem endaði með sigri
pólsku stúlknanna 19:12. Það var
því allt annað en menn væru bjart-