Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 58

Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 58
56 VALSBLAÐIÐ VALSDAGURINN 1969 Spjallað við Eyjólf Ágústsson: „Naður jylgist alltaf með VAL, — hótt maður sé hœttur að starfa sjálfur“ Eyjólfur Ágústsson sat inni í bíl og fylgdist með leik Vals og Breiða- bliks, í 2. aldursflokki, á Valsdag- inn, enda var rigningin slík að manni var ekki vært úti þá í augnablikinu. Það var ekki að ástæðulausu, að Eyjólfur fylgdist með þessum leik af áhuga, því sonur hans, Róbert, var einmitt að leika þarna fyrir Val. „Blessaður vertu, ég hef alltaf ver- ið í Val og lék með allt frá 4. og upp í 2. aldursflokk á sínum tíma. Það var hann Frímann Helga, sem var með okkur þá og einnig hafði tJIfar Þórðarson mikinn áhuga á okk- ur litlu strákunum og skyldu þeir báðir hversu mikilvægt það er að sýna yngri flokkunum ræktarsemi. Það voru margir góðir leikmenn, sem fylgdu þessum hóp i gegnum yngri flokkana. Það var til að mynda Hall- dór Halldórsson, hann lék með okk- ur í 3ja flokki, svo voru þarna Gvend- ur Elís, sem allir Valsmenn þekkja, og Jóhannes Magnússon (Nói). þeir voru báðir geysilega efnilegir. Svo var ég einnig í skíðadeildinni og tók þátt í byggingu Skálans okkar á sín um tíma. Þetta snerist allt um Val 1 þá daga. — Og nú eru börnin tekin við? — Já, sem betur fer. Fyrir utan Róbert, sem er að leika þarna niður- frá, þá hafa tvær dætur mínar, Svan- hildur og Elísabet verið í handbolt- anum og ég get fullyrt bæði fyrir sjálfan mig og börnin mín, að öll höfum við haft ómetanlegt gagn af veru okkar í Val. Félagslífið hér er eins gott og það getur verið og að taka þátt i svona félagsskap hefur mikið uppeldislegt gildi, og ættu all- ir foreldrar að hvetja börn sín til að taka þátt í félagslífi íþróttafélaga. — Þú sagðist hafa tekið þátt í byggingu „Skálans“. — Já, og það var dýrðlegur tími. Þá var Karl Jónsson aðalmaður, hann hafði alla stjórn á því verki og það skeði margt skemmtilegt þarna upp- frá. Ég man til að mynda alltaf eftir því þegar Guðmundur Elísson, sem var þarna með okkur við bygg- inguna, var eitt sinn beðinn að fara niður að Kolviðarhóli til að kaupa sígarettur fyrir smiðina, sem vom alveg tóbakslausir. Þetta var snemma dags, og leið nú og beið að Guð- mundur kæmi og voru smiðimir orðnir langeygir eftir tóbakinu. Loks sást þó til ferða Guðmundar, var hlaupið á móti honum og voru menn hvassyrtir. „Æ, það voru sígarett- urnar“, sagði Guðmundur og hafði þá steingleymt að kaupa þær, því hann hafði mikla spiladellu og það var einmitt verið að spila á spil að Kolviðarhóli, þegar hann kom, svo hann gleymdi erindinu. Einu sinni . . . nei annars, ég gæti haldið svona áfram í allan dag, það eru svo marg- ar skemmtilegar minningar til frá árunum manns í Val. Eitt vil ég þó taka fram að lokum og það eru þakkir mínar til Róberts Jónssonar þjálfara 2. flokks, hans starf verður seint fullþakkað. Vals-dagurinn er mfög til ívrirmvndar — Rætt við hjónin Vilhorgu Magnúsdóttur og Erling Sigurðsson Þegar g. flokkur C var að leika uppi á malarvellinum, rakst ég á ung hjón, sem höfðu forðað sér inn í bil undan óveðrinu og fylgdust þaðan með gangi leiksins af greinilegum áhuga. Þau eiga strák í hópnum hugs- aði ég með mér. — Jú, hann er í Valsliðinu og heit- ir Magnús Erlingsson, sagði frúin Vilborg Magnúsdóttir, sem sat þarna inni í bílnum ásamt manni sinum, Erlingi Sigurðssyni. — Eruð þið gamlir Valsarar? — Nei, við höfum ekki komið ná- lægt félaginu fyrr en strákurinn okk- ar fór að æfa og leika með félag- inu. Hann hefur mikinn áhuga fyr- ir knattspyrnunni, svo mikinn, að segja má, að ekkert annað komist að, segir Vilborg. — Hvöttuð þið hann til að ganga í Val? — Þess þurfti ekki með, segja þau bæði, en eftir að hafa kynnzt því, hversu gott hann hefur haft af veru sinni þar, þá reynum við að hvetja hann og við erum ákveðin í, að hvetja yngri bræður hans, Grétar og Sigurð,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.