Valsblaðið - 24.12.1969, Side 61

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 61
VALSBLAÐIÐ Námsferð VALSMANNA til Danmerkur i. Meistaraflokkur karla í Val hefur lengi verið stjórnarmönnum félags- ins torráðin gáta. Ástæðan 1il þess hefur fyrst og fremst verið sú, að leikir flokksins hafa um mörg und- anfarin ár verið svo misjafnir að gæðum, að þurft hefur hálfgerða dulspekinga til þess, að spá fyrir um úrslit leikja. Á síðastliðnu ári tókst flokknum að sigra i Reykjavíkurmót- inu og virtist nú áðurnefnd gáta vera að leysast á ljómandi skemmti- legan hátt. En Adam stóð ekki lengi við. Töpin komu á færibandi í Is- landsmótinu. Tóti og Co. sáu, að eitt- hvað varð að gera til þess, að fá úr því skorið hvort flokkurinn ætlaði að vera lið eða véfrétt. Ákveðið var, að senda flokkinn til framandi landa, því að ekkert er vænlegra til efling- ar keppnisliði, hæði félagslega og vegna þeirrar reynslu, sem fæst í slíkum ferðum. II. Undirbúningur ferðarinnar hófst strax síðastliðið vor. Samningar tók- „THE GRAND OLD MAN“ (Bergur GuSna- son), velur yfirleitt ekki „breiSa veginn“ í gegnum vörn andstœSinganna eins og þessi mynd sýnir--------- hreyfir ofurlíliS til þyngd- arpunktinn í landsliSsþjálf- aranum, Hilmari Björns- syni, og notfœrir sér vafa- sama búksetu landsliSs- /narkvarSarins, Emils Karlssonar — og knöttur- inn hafnar i markinu, þrátt fyrir aS kastaS sé meS verri hendinni. ust við danska 1. deildar liðið MK 31, sem hafði verið hér á landi ný- lega í keppnisferð í boði Vals. Við strákarnir byrjuðum æfingu fyrr en venjulega til þess að úthald okkar yrði viðunandi, þegar á hólminn kæmi. Fjáröflun var einnig ofarlega á baugi og sýndu menn mikla hug- vitssemi, þegar rætt var um bjarg- ráð, svo mikla, að háttvirtir þing- menn hefðu tekið ofan fyrir allflest- um okkar. Að vísu var helmingur bjargráðanna óframkvæmanlegur, en það gerði ekkert til. Ákvörðun Tóta og Co. var þegar farin að bera ávöxt. Við urðum tengdari hver öðrum með hverjum degi. III. Ferðin hófst 1. september. Við fylktum liði undir stjórn formanns- ins og Guðmundar Frímannssonar, sem var aðstoðarfararstjóri, mark- vörður og útispilari í ferðinni. Aðr- ir þátttakendur í förinni voru: Jón B. Ólafsson og Finnbogi Kristjáns- son markverðir. Aðrir leikmenn: Ólafur Jónsson, Bjarni .Tónsson, 59 Bergur GuSnason „aldursforseti“ í meisf- araflokki og greinarhöfundur. Gunnsteinn Skúlason, Jón Ágústs- son, Jakob Benediktsson, Stefán Gunnarsson, Stefán Bergsson, Stefán Sandholt, Vignir Alfreðsson, Geir- arður Geirarðsson og Bergur Guðna- son. Við komum til Kastrupflugvallar kl. 2 eftir miðnætti og þar tóku á móti okkur forráðamenn MK 31. Okkur var komið fyrir á hermanna- heimili, sem Vartovan nefnist og er steinsnar frá Ráðhústorginu. Dvöld- um við þar á meðan á ferðinni stóð og var viðurgerningum þokka- legur. Þó seint væri gengið til náða var uppi fótur og fit fyrsta morguninn kl. 8. Sumir höfðu aldrei áður farið út fyrir pollinn og þóttust hafa ann- að að gera en að sofa. Ekki spillti að veðrið var frábært, sólskin og 20 stiga hiti. Hélzt veðrið óbreytt alla ferðina. IV. Fyrsti leikur okkar í ferðinni var við gestgjafa okkar MK 31. Leikur- inn fór fram í æfingatíma MK og var ekki opinber. Lauknum lauk með naumum sigri MK 31, 20:18. Höfð- um við yfir allan leikinn þar til á síðustu mínútunum. Rejmdist gamla kempan, Max Nielsen, okkur erfið- ur, og skoraði hann bróðurpartinn

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.