Valsblaðið - 24.12.1969, Side 63

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 63
VALSBLAÐIÐ 61 HÚN SIGGA á engan sinn líka Ég vona að enginn xnisvirði það við mig þó ég taki upp á því að ræða dálitið um hana Siggu. Enginn skyldi ætla mér það, að hinar stúlkurnar í Val stæðu ekki hjarta mínu eins nærri eða svona hérumbil. Að ég fór út á þennan hála ís, að taka eina út úr, og tjá henni aðdáun mina alveg sérstaklega var fyrir þá viljun, að ég fylltist ofsalegri forvitni. Auðvitað dáist ég að öllum þessum glæsilega kvennahóp Vals og hef gert í því að safna af þeim myndum, svo ég geti notið þess augnayndis að sjá þær saman í hóp, þegar mig lystir, meira má maður ekki. Þær hafa nefnilega gert sér leik að því á mörgum undanförnum ár- um að fá gamalt hjarta i gömlum barmi til að slá með næstum óeðli- legum hraða. Þær stilla sína strengi á þennan hátt og ómurinn af þessu berst vitt um og hittir svona þar sem hjartað slær og bærist með sömu tilfinningum. En það var þetta með forvitnina. Ég skal játa að mér þótti það æði forvitnilegt, þegar ég sá svar henn- ar Siggu við því hver væri eftir- minnilegasti leikurinn, sem hún hefði leikið, en það var keppnin á Akra- nesi í sumar. Allir vita, sem eitt- hvað þekkja til handknattleiks kvenna, að Sigga hefur tekið þátt i mörgum landsleikjum bæði erlendis og heima, leikið í fjölda móta og oft- ast verið í úrslitum, svo sitthvað hef- ur vafalaust borið fyrir hana á þess- um langa tima, sem í frásögur er færandi. Nei, það voru smámunir, að því er virðist, á móti því sem gerð- ist á Akranesi. Því miður var ég ekki á Akranesi, þegar mótið fór þar fram og vissi þvi ekkert, en ég var sann- færður um að þar hefðu gerzt eitt eða fleiri kraftaverk. Mér datt þá i hug að fara til Jóns vinar míns í ísafold og spyrja hann um þetta, sem skeð hafði á Skagan- um, þvi ég vissi að hann var þar. Þegar ég hafði lagt fyrir hann spurninguna um þetta, sem skeði á Akranesi, tók að breiðast yfir andlit Jóns bros, sem smátt og smátt varð að mildum aðdáunarsvip. Ég var far- inn að halda að ég ætti að lesa það út úr svip hans, sem þar hafði gerzt, þvi honum virtist tregt tungu að hræra. Það var greinilegt, að Jón var að leita að nógu sterkum lýsingarorð- um til að tjá það sem í huganum hjó, og smátt og smátt fóru að koma slitr- óttar setningar með hástemmdum lýsingum á því sem skeð hafði og hann færðist allur i aukana eftir þvi sem líður á frásögnina, sem var eitt- hvað á þessa leið: — Þú hefðir bara átt að sjá hana Siggu uppi á Akranesi á íslands- mótinu. Það hefðu allir Valsmenn átt að sjá hana í þessum leikjum. Hún verður mér ógleymanleg fyrh' frammistöðu sína þar meðan ég minnist handknattleiks kvenna. Og svona hélt hann áfram góða stund. Loks komst ég að og spurði: Hvað skeði? — Það var svo stórkostlegt að það er ekki hægt að lýsa því, menn verða að horfa á það til þess að fá rétta mynd af því. Það var greinilegt, að Jóni var enn mikið niðri fyrir, en loks tekur hann að róast og þá fara línurnar í frásögninni að skýrast. — Ég vil benda þér á, að Þórar- inn, þjálfari stúlknanna, var veikur, þegar þær fóru upp á Akranes til þátttöku í mótinu, en það mun ekki hafa komið fyrir áður, að hann væri ekki viðstaddur slíkt stórmót. Hann var og er leiðtogi þeirra, sem stúlk- umar bera, að ég held, takmarka- laust traust til, enda hefur hann verið lífið og sálin í flokknum um langt skeið. Mér er ekki grunlaust um, að Sigga hafi skynjað áhrif þess, að Þórarinn var ekki meðal hópsins og að hún hafi litið á það sem skyldu sína að reyna að bæta það upp, sem „Sigga á engan sinn líka“, og hún á heldur engan sinn líka i aS taka á móti verSlauna- gripum síSustu 6 árin. vantaði eins og hún mögulega gæti. Henni var ljóst, að stúlkurnar i hin- um félögunum mundu álíta, að „Þór- arinslausar“ væru þær veikari fyrir og nú væri að sækja að þessu ósigr- andi vígi með þeim tökum, sem þær hefðu yfir að ráða. Það mátti lesa í hug hennar og svip að hún, sem fyrirliði, mátti ekki láta neinn bil-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.