Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 69

Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 69
VALSBLAÐIÐ 67 ingar, ég átti nefnilega heima í Hlíð- unum. Svo var bróðir minn líka í Val og elti ég hann þá oft á æfingarnar. Ég var orðinn ti ára, þegar ég var látinn keppa í fyrsta sinn og var það í B-liði 5. flokks. Mér fannst ákaflega spennandi að fara í Vals- búninginn og keppa i honum. Ég byrjaði sem innherji, en leik nú framvörð, en mér þykir meira gam- an að vera innherji. Annars finnst mér ákaflega gam- an að leika knattspyrnu, því það skeður ýmislegt skemmtilegt í þess- um leikjum. % man t. d. eftir leiknum við Fram í Miðsumarsmótinu. Við vor- um eitthvað ómögulegir og í hálfleik stóðu leikar 2:0 Fram i vil. Við vor- um voða daufir, þegar við komum útaf í hálfleik og fannst okkur sem allt væri tapað. En þá talaði Lárus alvarlega við okkur, og við höfum víst eitthvað hresstst við, og leikar fóru þannig, að við skoruðum 3 mörk í síðari hálfleiknum og unnum 3:2. Sami strákurinn skoraði tvö mörkin og þegar við höfðum jafnað, fórum við að verða bjartsýnni. Hertum við okkur og rétt fyrir leikslok skoruð- um við sigurmarkið. Þá voru úrslitin í Miðsunfarsmót- inu við KR eftirminnileg, því við urðum að leika tvo leiki. 1 fyrri leikn- um byrjaði KR á því að skora 2 mörk og það er komið leikhlé og okkur hafði ekki tekizt að skora. Við vor- um vissir um að tapa þessum leik, en þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn er dæmd vítaspyrna á KR og skorum við úr henni, og fór þá heldur að lifna yfir okkur og um miðjan hálfleikinn tekst okkur að jafna og varð þá mikil gleði i hópn- um. Nú átti að herða sig og reyna að ná sigurmarkinu, en það tókst ekki, svo við urðum að keppa aftur og þá unnu KR-ingarnir með einu marki gegn engu. Ég er ánægður með félagslífið í Val, en það þarf að hafa fleiri fundi með þeim sem æfa og keppa og sýna myndir úr knattspyrnunni. 1 fyrra- vetur voru þó fundir, en ekki nógu margir og sama var i sumar. Töflu- fundir voru engir hjá okkar sveit. Lárus er góður þjálfari og fellur mér vel við hann. Mér fannst strákarnir ekki nógu áhugasamir að koma á æfingar, þeir gætu meira ef þeir æfðu betur. Ef ég ætti að nefna þann, sem mér fmnst bezti knattspyrnumaður hér á landi í sumar mundi það þá helzt vera Reynir Jónsson. Ég hef gaman af knattspyrnunni, æfingunum og leikjunum og er því ákveðinn i að halda áfram og ég held, að strákarnir í fjórða flokki B muni gera það einnig. Hverju spáir þú um 4. fl. B næsta sumar? Ég er nú enginn spámaður, en ég vona, að þeir æfi vel og þá ætti ár- angur að koma af sjálfu sér. Jón Ingi Gunnarsson, fyrirliSi 3. fl. A., 15 ára: Þetta virðist ætla að ganga held- ur vel núna, en ég var óánægður með frammistöðu okkar í íslands- mótinu síðast. Við lékum nýlega við Víking, en sá flokkur þeirra hefur verið mjög sigursæll að undanförnu, og á þeim árum töpuðum við alltaf fyrir þeim, en nú gekk þetta betur og vona ég að það boði gott. Strákarnir æfa vel og við erum heppnir að hafa góða þálfara, en það eru Stefán Gunnarsson og Geirarð- ur Geirarðsson. Þeir eru ákveðnir og gefa ekkert eftir. Þeir leggja áherzlu á að fá festu í liðið og skipulag í sókn og vörn. Ég hef því trú á að við komumst langt í Islandsmótinu, og við ættum allavega að geta það. Annars finnst mér það galli hvað leikirnir eru fáir og langt á milli þeirra í Reykjavíkurmótinu, eða 3— 4 vikur. Það skemmtilegasta við þetta er að spreyta sig í leikjunum, við aðra stráka. Mér finnst þetta skref afturábak og vona, að þetta verði lagfært. Á s.l. ári var ég aðallega í hand- knattleik, líka vegna þess að ég vann í frystihúsi í sumar og þá lítill tími til knattspyrnuæfinga. Hugsa mér þó að vera meira með í knattspyrn- unni næsta sumar. Ef hins vegar væru teknar upp æfingar á sumrin í handknattleik úti mundi ég æfa þar, og mælti ég eindregið með því að það verði tekið upp í Val og þá mundi ég æfa þar fyrst og fremst. Mér finnst þetta ætti að vera hægt alveg eins og í kvennaflokknum og i meistaraflokki karla. Ef ég ætti að segja hverijr mér þættu skemmtilegastir handknatt- leiksmenn hér, þá koma fyrstir í hugann þeir Geir Hallsteinsson FH og Ólafur Jónsson í Val, en hann hefur tekið mestum framförum að undanförnu. Ég er nokkuð ánægður með meist- araflokkinn í Val í karlaflokki og sýnist mér að hann ætti að geta kom- izt nokkuð langt í Islandsmótinu. Það er að verða meiri festa í liðinu, eftir þvi sem ég hef heyrt er þetta mikið þjálfaranum, Reyni Ólafssyni, að þakka. Mér finnst vanti fleiri fundi í félaginu, ekki aðeins með hinum einstöku deildum og sveitum en einnig hjá t. d. 3. fl. og 2. fl. saman með fræðslu og umræðum, og svo auðvitað kökum. fær okkur til þess að standa þéttar Allt það skerpir félagsandann og saman. Ég vil að lokum segja, að það er gaman að koma á æfingar hjá Val. Þá gleymir maður öllu öðru og gefur sig á vald leiksins með góðum félög- um. Samheldnin er ágæt, en gæti eflst og þroskazt, ef fleiri fundir væru haldnir. Sœvar Guðjónsson, fyrirliSi 3 fl. A. 16 ára: Við unnum ekkert mót i sumar og verðum við að kalla það heldur slæman árangur. Yfirleitt vorum við í öðru og þriðja sæti í mótunum. Þó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.