Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 71
VALSBLAÐIÐ
69
keppti með fjórða og þriðja flokki og
urðum við Suðurnesjameistarar í
þriðja flokki, og unnum flesta leik-
ina í 4. flokki, ef ég man rétt.
Það var þvi fyrst í sumar, sem ég
lék allt sumarið með Val í kappliði.
Þegar ég fluttist í Hlíðarnar mun ég
hafa smitazt af beææjarbræðrum
mínum, sem voru Valsmenn. Svo
getur það hafa haft sín áhrif, að
fósturfaðir minn er föðurbróðir Her-
manns Gunnarssonar, og munu þetta
ástæðurnar fyrir því að ég fór ein-
mitt í Val.
Mér fannst meistaraflokkur Vals
ekki nógu góður í íslandsmótinu í
sumar. Mér finnst, að það hefði mátt
setja fyrr inn í liðið yngri menn,
vegna þess að þeir eldri eru farnir
að þyngjast, það þarf meiri hraða
í liðið og leikandi knattspyrnu.
Þórir er sérlega skemmtilegur og
uppfyllir þessi atriði.
Ég iðka einnig handknattleik og
hef keppt í 4. og þriðja flokki þar.
I vetur ætla ég að leggja meiri
áherzlu á handknattleikinn, því þá
eru kappleikir, og ég hef gaman af
þeim. Á sumrin situr knattspyrnan
í fyrirrúmi.
Ég horfi mikið á ensku knattspyrn-
una í sjónvarpinu, ég er ekki viss
um að ég læri svo mikið af henni,
en þó hef ég gaman af að horfa á
hana og er því sennilegt, að þar sé
eitthvað sem hittir mann skemmti-
lega og sitji eftir í manni.
Mér finnst félagslifið i Val líflegt
og skemmtilegt og fundir voru haldn-
ir í sumar. Ég er þvi mjög fylgjandi
að fundir séu haldnir með flokkun-
um bæði vetur og sumar. Hans þjálf-
arinn okkar var ágætur og strang-
ur við inniæfingarnar, en mér fannst
að hann hefði átt að vera strangari
með að benda okkur á gallana, sem
komu fram í leikjunum í sumar.
Ég vil svo að lokum vona, að hóp-
urinn haldi vel saman, eins og hann
gerði í sumar, sem kom sérstaklega
fram í Norðurferðinni, en flokkur-
inn keppti á Siglufirði og tvo leiki
á Akureyri. Ferð þessi var í heild
mjög skemmtileg.
Ég held að það væri gott að gera
áætlun um svona ferð á sumri hverju
í byrjun keppnistímabilsins. Þá
hefðu strákarnir að dálítið sérstöku
að keppa, fyrir utan leikina. Svo er
það ágætt fyrir Val að hafa sam-
skipti við kaupstaðina.
Jón Karl Geirsson, 17 ára, 2. fl. A.:
Ég mun hafa verið 11 ára, þegar
ég byrjaði að æfa með Val, en áður
var ég félagi í strákafélagi, sem hét
„Stjarnan". Við höfðum athafna-
svæði á gamla golfvellinum. Það var
mikið um að vera í þá daga og mikill
áhugi. Við kepptum við strákafélög
hér og þar, fórum t. d. suður í Kópa-
vog og kepptum þar, suður á Álfta-
nes, en þar var félag, sem hét líka
„Stjarnan“, og kepptum við hana.
Nú er þetta orðið alvörufélag, sem
keppir í mótum.
Það var ákaflega gaman að þessu
öllu saman. Við greiddum árstillag,
til að standa undir boltakaupum, við
smíðuðum mörk og við byrjuðum
að smiða okkur kofa til að hafa fata-
skipti i.
Það varð nú aldrei meira en það,
að við lögðum gólfið og settum upp
hornstafi. Um næstu áramót var
þetta svo notað sem undirstaða fyrir
brennu. Félag þetta lifði í ein þrjú
ár ef ég man rétt.
Ekki veit ég hvers vegna ég fór
í Val. Þar sem ég átti heima á þess-
um árum var mest af Frömurum og
nokkuð af Vikingum, annars voru
KR-ingar ekki vel séðir í þessu hverfi.
Svo kynntist ég Valsstrákum i
skólanum og einhvern veginn var
ég farinn að halda með Val, og svo
varð það úr að ég gekk í Vel.
Ég lék fyrst með Val í fimmta
flokki C, þegar ég var 11 ára. Þá
var ég vinstri útherji, síðar lék ég
svo í stöðu vinstri framvarðar og
fannst mér það skemmtilegra. Mér
þótti mjög gaman að vera með í
þessum leikjum. Þeir voru yfirleitt
hver öðrum líkir og ekki man ég
hvenær ég skoraði fyrsta markið.
Þó man ég eftir leik við Fram í
Haustmóti 5. flokks. Við höfðum
skorað 3 mörk en þeir ekkert. Einn
leikmanna okkar var rekinn útaf,
svo við urðum að leika 10, og gerðist
það í fyrri hálfleik.
Þegar eftir voru aðeins 10 mín.
höfðu Framarar skorað tvö mörk og
stóðu leikar 3:2. Okkur tókst að halda
þessu. I þessum leik skoraði ég eftir-
minnilegasta markið, sem ég hef gert
og það skeði þannig, að við gerum
áhlaup hægra megin og útherjinn
gefur vel fyrir markið. Mér tekst
að skjótast fram fyrir bakvörð Fram
og um leið þruma ég á markið og
fór knötturinn í netið stutt frá stöng.
Mér er alltaf dálítið minnisstæð-
ur leikur við Fram fyrra árið mitt
í 3. flokki, við unnum leikinn 4:3.
Við skoruðum fyrsta markið og Fram
jafnaði, og enn tökum við forustu
2:1 og þannig er staðan í hálfleik.
Rétt eftir leikhlé skora Framarar
beint úr horni og kom enginn við
knöttinn frá þvi honum var spyrnt.
Okkur fannst þetta agalegt. Við sækj-
um okkur og okkur tekst að skora
tvö mörk í viðbót, en þegar 5 mín.
voru til leiksloka skjóta Framarar
langskoti í áttina að marki. Mark-
maður okkar er viss um að knöttur-
inn fari aftur fyrir endamörk og ætl-
ar að elta hann þangað, en var þá
ekki öruggari en það hvar stöngin
var, að hann elti knöttinn inn í
markið! Þessi sigur var okkur mikil-
vægur sigur vegna þess að þetta lið
Fram hafði í fjórða flokki verið ósigr-
andi. Ég held ég hafi aldrei verið
eins þreyttur og eftir þennan leik.
Ferðin til Lyngby í sumar var
ákaflega skemmtileg og félagsand-
inn góður, en öllu þessu stjórnuðu
þeir Róbert og Karl Jeppesen með
mestu prýði.
Mér fannst lið Lyngby leiknara
með knöttinn en við og þeir kunnu
betur að skalla en við, þeir gátu
stýrt knettinum betur. Ég held því
að við ættum að leggja enn meiri
áherzlu á leiknina með knöttinn, við
missum hann of langt frá okkur, þeg-
ar við ætlum að stöðva hann og
sendingarnar eru ekki nógu nákvæm-
ar. Ég er ekki frá því að það sé lögð
aðeins of mikil áherzla á hörkuna
i leiknum, ég held að leiknin ætti
að sitja i fyrirrúmi, harkan kemur
af sjálfu sér. Sennilega þyrfti að
leggja meiri áherzlu á kennsluna í
fimmta flokki.
Mér finnst að það ætti að gera
meira að því að gefa ungum piltum