Valsblaðið - 24.12.1969, Page 75
VALSBLAÐIÐ
73
hafa að lesa alla leið hingað, væru
farnir að spyrja hvort ekki hefði ver-
ið um keppnisferðalag að ræða. Var
ekki spilaður fótbolti eða hvað, ha?
Því er til að svara, að samkvæmt
gömlum og góðum sið hef ég rús-
ínuna í pylsuendcmum. Rúsínuna,
já. Því þótt markatölur séu ef til vill
ekki það sem mestu máli skiptir fyrir
þá, sem voru þátttakendur, eru þær
óneitanlega sú hlið sem snýr að öðr-
um Valsfélögum.
PUNKTAR UM LEIKINN
Fyrsti leikurinn var gegn félag-
inu Hörsholm og fór hann fram á
einum af grasvöllum Lyngby Bold-
klub. Fyrir leikinn höfðmn við litla
vitneskju um styrkleika mótherjanna,
þóttumst aðeins vita, að þeir myndu
veikastir af væntanlegum keppinaut-
um. Strax og leikurinn hófst kom
í ljós tillitssemi þeirra Lyngbæjara.
Við áttum ekki að fara sigurlausir
heim. Þessir Hörshólmarar voru
nefnilega vægast sagt lélegir knatt-
spymumenn og langt frá því að
þeir tækju leikinn alvarlega. Sér-
staklega veitti ég því atygli, hve
þeir voru hirðuleysislega klæddir;
búningarnir óhreinir og slitnir. Er
ekki að orðlengja það, að Valsmenn
réðu lögum og lofum á vellinum,
enda létu mörkin ekki á sér standa.
Lokatölur urðu 13:1. Mörkin gerðu:
Undirritaður 7, Hans Herbertsson 3,
Bergur Garðarsson 2 og Torfi kapt-
einn Magnússon 1.
Næsti leikur var svo tveim dögum
siðar á sama stað og hófst í hita-
svækju, sem háði okkar mönnum
nokkuð. I þetta sinn var leikið gegn
jafnöldrum okkar í Lyngby Bold-
klub. Þó Danirnir tefldu ekki fram
sínu bezta liði fannst mér þeir sterk-
ari aðilinn. Þeir gáfu boltann fljótt,
vel og ákveðið og voru síðan komnir
af stað um leið og þeir fengu hann.
Einnig voru þeir yfirleitt líkamlega
sterkari og áttu betri skotmenn, enda
þótt markskot dagsins væri Vals
manns. Ég gizka á 30 m. færi og
staðsetningin var óskadraumur allra
knattspyrnumanna: Samskeytin—
inn! Leikum lauk með sigri Dan-
anna, sem gerðu 5 mörk gegn 3 mörk-
um Vals. Fyrir Val skoruðu Jóhann-
es Eðvaldsson (samskeytin—inn),
Ingi Björn Albertsson, en eitt markið
hefur mér ekki enn tekizt að feðra.
Þrátt fyrir tapið áttum við alls ekki
lélegan leik, þvert á móti óvenju
góðan baráttuleik. Mótherjarnir voru
bara óvenju góðir. Annað var uppi
á tengingnum í þriðja leiknum, sem
var gegn félagi í nágrenni Lyngby,
nánar tiltekið í Virum. Þar var leik-
ið á grasvelli, sem að vísu var ekki
eins sléttur og sá á Lyngby Stadion,
en góður á íslenzkan mælikvarða.
Einn galli var þó á gjöf Njarðar,
sem sé sá, að línur þær, sem vana-
lega er hafðar til að afmarka knatt-
spyrnuvelli, virtust illa þekkt fyrir-
brigði, að minnsta kosti voru þær
mjög óljósar. Nóg um það. Leikur-
inn hófst, og er skemmst frá því að
segja, að allt gekk á afturfótunum.
Mikill losarabragur var á leik liðs-
ins og sambandsleysi milli leikmanna
ásamt grátbroslegum varnarmistök-
um og lamandi baráttuleysi gerði það
að verkum að úrslitin urðu þau sömu
og síðast 5:3, en gegn áberandi lé-
legra liði. Ekki hef ég neina patent-
lausn til að koma í veg fyrir svona
öldudalsleiki, né áþreifanlega skýr-
ingu á því hvers vegna þeir eiga sér
stað, en svo fremi að menn reyni
að læra af reynslunni ættu slíkir
leikir að stuðla að útrýmingu sinna
líka. Fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott. Mörkin gerðu:
Þórir Jónsson, Jóhannes Eðvaldsson
og Garðar Kjartansson.
Nújæja. Minnugir þessarar miður
góðu frammistöðu héldum við til
síðasta leiksins í förinni ákveðnir í
að gera okkar bezta. Ekki myndi af
veita, því nú var Lyngby Boldklub
með sitt bezta lið í þessum aldurs-
flokki, hvers forráðamenn töldu mjög
sennilegt að yrði Sjálandsmeistari
það árið. Leikið var á grasvellinum
góða „heima“ á Lyngby Stadion og
við beztu veðurfarslegar aðstæður.
Þannig var, að þetta var síðasta
dag ferðarinnar og um kvöldið átti
að halda eins konar kveðjuhóf fyrir
okkur. Þótti okkar ágætu fararstjór-
um tilhlýðilegt að halda ræðu við
það tækifæri, til þess meðal annars
að þakka gestgjöfunum fyrir móttök-
urnar. Áður en leikurinn hófst sett-
ust þeir því niður og skrifuðu ræðu,
því þrátt fyrir fimi sína í dönsku
treysti Róbert sér ekki til að tala
blaðalaust. Varla var hægt að ræða
ferðina án þess að minnast á úrslit
leikja og gerðu þeir sér lítið fyrir og
festu á blaðið tap í 3 leikjum, en einn
sigur. Sem betur fór neyddust þeir
til að breyta þessu, að visu ekki snúa
því alveg við, en hver er ekki ánægð-
ur þegar hann stendur sig framar
vonum? Við vorum meira að segja
sigri hrósandi. Leiknum lauk sem
sé með jafntefli, 2:2. Hörður Hilm-
arsson gerði bæði mörkin fyrir Val.
Knattspyrnulega er ferðin á enda
og frammistaðan kannski ekkert til
að státa af, en langt frá að þurfi að
skammast sín fyrir hana, eins og títt
er um samskipti íslenzkra íþrótta-
manna og erlendra.
Eftir vel heppnað en of stutt
kveðjuhóf var háttað í síðasta sinn
í bili á flatkökupartinum, sem sag-
an segir að Gefjun hafi skorið með
plógi sínum af ríkisköku Svíþjóðar
og plantað þarna norður af Þýzka-
landi. Um morguninn er lagt var
upp, kvöddum við vini okkar í Lyng-
by Boldklub, en einnig aðeins um
sinn, því þeir voru væntanlegir til
Islands að viku liðinni. En hvað það
var nú þægileg tilfinning! Ef ég ætti
að lýsa ferðinni með einu orði myndi
ég segja: Lærdómsrík.
öllum þeim, sem gerðu ferðina
mögulega, þakka ég vel.
SigurSur Jónsson.
Sigrún Gu&rnundsdótíir er án efa ein „skot-
harSasta“ í íslenzkum kvennahandbolta í
dag, enda gœti hver A-landsliSsmaSur veriS
hreykinn af „stílnum“ á meSfylgjandi mynd.