Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 84
82
þætta vinsemd við starfsemi KRR
og traustan og mikinn skilning á gildi
íþróttahreyfingarinnar almennt fyr-
ir æsku borgarinnar.
Þakkaði borgarstjóri í ræðu fyrir
þá sæmd, sem sér hefði verið sýnd
með því að sæma sig gullmerki KRR,
jafnframt því, sem hann þakkaði
knattspyrnuhreyfingunni fyrir henn-
ar gagnmerka þátt í uppeldismálum
æskunnar. Auk þeirra, sem tóku til
máls, voru Gísli Halldórsson, for-
seti ISÍ, sem sæmdi formann ráðs-
ins æðsta heiðursmerki ÍSl, Albert
Guðmundsson, form. KSl, Úlfar
Þórðarson, form. ÍBR og Einar Sæ-
mundsson, form. KR, er flutti
árnaðaróskir frá knattspyrnufélög-
unum í borginni og Róbert Jóns-
son, form. Knattspyrnudómara-
félags Reykjavíkur. Allir ræðumenn
luku upp einum munni um ágætt
starf KRR á liðnum árum og báru
fram einlægar árnaðaróskir i sam-
bandi við framtíðarstörf ráðsins, jafn-
framt því sem þeir færðu allir KRR
gjafir frá umbjóðendum sínum.
KRR hefur nú starfað í meira en
hálfa öld og haft meginforystu á
hendi í knattspyrnumálum höfuð-
borgarinnar, mesta þéttbýli landsins.
I öll þessi ár hefur aldrei orðið fund-
arfall, en allir meðimir mætt rétt-
stundis til funda og starfað saman
af áhuga og elju.
Meðal stórmála, sem KRR hefur
haft forgöngu um og unnið að, var
stofnun KSl. Það er verk KRR fyrst
og fremst. Einnig sá ráðið um fyrsta
landsleik Islands í knattspyrnu, sem
var árið 1946. Árlega sér það um
framkvæmd á nær 40 knattspyrnu-
mótum með mörg hundruð keppend-
um.
E. B.
VALSBLAÐIÐ
tslandsmeislarar KR 1912.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
70 ára
Á þessu ári átti Knattspyrnufélag
Reykjavíkur sjötugsafmæli, en það
var stofnað 1899. Það er því aldurs-
forseti knattspyrnufélaga hér á landi,
virðulegur titill sem margir vildu
eiga.
Stofnun KR er í rauninni upphaf-
ið að knattspyrnunni í landinu, en
árið áður kom hingað til lands prent-
ari frá Skotlandi, sem í heimalandi
sínu hafði komizt í kynni við knatt-
spyrnuna. Tók hann að sýna is-
lenzkum drengjum leikinn, og féll
hann strax í góðan jarðveg og upp
úr því varð KR til. Þannig byrjaði
þetta. Fyrstu árin eru ekki viðburða-
rík. Drengjahópar sjást á opnum
svæðum í Vesturbænum. KR er að
nema þar land.
Leikurinn breiðist út, Fram og Vík-
ingur eru stofnuð 1908, og úti á
landi fóru ungir drengir að fordæmi
KR-inganna og stofnuðu félög á
fyrsta tug aldarinnar.
Það líða nær 13 ár, þangað til
fyrsta knattspyrnumótið er háð og
það er KR, sem hlýtur fyrsta titil-
inn: Islandsmeistari í knattspyrnu.
Það verður ekki annað sagt en að
KR hafi verið trútt knattspyrnu-
íþróttinni á sínum sjötíu ára ferli.
Þótt félagið hafi að vísu tekið upp á
arma sína flestar þær íþróttagrein-
ar, sem iðkaðar eru í landinu, hefur
hugur og hjarta KR-inga slegið fyrir
Einar Sœmundsson, formaSur KR. Geðþekk-
ur forustumáöur og einlœgur í hverju máli.
Átti 50 ára afmœli á árinu og er honum
árnaS heilla hér, þótt seint komi.