Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 39

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 39
VALSBLAÐIÐ 37 Fríinann Hclgason: Hólmgeir Jónsson9 sextugur hafa tíma til þess sem maður vill. Það er viljinn til að gera eitthvað, sem maður verður að þjálfa með sér. Það er viljinn, þegar búið er að skora mark hjá manni, að setja boltann á miðju og segja við sjálfan sig: Ég ætla að jafna þetta, og ég ætla ekki að gefast upp. Það er þessi vilji til þess að reyna á sig og þroska sig, sem er alveg nauðsynlegur. Ef mað- ur getur sameinað þetta við t. d. skemmtilegan leik, verður þetta miklu léttara. Félagsmálin, þau geta orðið á svo mörgum sviðum. Menn eru misjafn- lega gefnir fyrir þau. Þú spurðir um hvaða ráð ég vildi gefa ungum manni sem ætlar að ger- ast félagi, og það er, að muna eftir því að það er hans félag, hans eigið félag. Hann á að hugsa um það eins og það væri órjúfanlegur hluti af hon- um sjálfum. Hugmyndirnar sem oft eru uppi um það að skipta um félög, eru mér alveg fjarri. Ég get ekki ímyndað mér að góður íþróttamaður geti bætt sig á því að skipta um fé- lag. Ég held að hann geti ekki gert annað en að gera sér tjón. Ég vildi enn segja við unga manninn. Vertu heill gagnvart félagi þínu og félögum, og þá kemur hitt af sjálfu sér að þú ert heill í félagsmálum. „Enginn gerir neitt einn“. Nú urðu bæði Valur og þú 60 ára á þessu ári, hvað vildir þú segja á þessum tímamótum ykkar beggja? Þegar maður er orðinn sextugur, þá er maður meira og minna dæmdur til þess að vera gamall, þá tekur maður því auðvitað. Maður hugsar um það sem maður hefur komizt, hverju maður hefur náð af því sem mann langaði til að ná. Þá vildi ég segja, og þá ef til vill vegna þess að maður er ánægður með sjálfan sig, en ég er þakklátur öll- um þeim mönnum sem hafa gert mér það mögulegt að ná þó þetta miklu af því sem mig langaði til að gera, en það er auðvitað ekki nærri allt. Enginn gerir neitt einn, það verð- ur maður að muna. Þá er mér efst í huga, þegar maður er dæmdur til þess að vera 60 ára gamall maður, sem ef til vill þýðir minna í dag en nokkru sinni fyrr, að minnast þess að þú gerir aldrei neitt einn, og þú getur aldrei talað um að þú hafir sextugur gert eitt eða annað, heldur að við, allir, gerðum þetta saman. Manni er efst íhuga, að leita að því, hvort maður hefur verið svo hepp- inn að vera með í því að tengja sam- an marga stafi í eina sterka heild. þakklátur, að lokum. Finni maður það, getur maður verið „Ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tœkifœri til að vera með í þessum félagsskapu Okkur í blaðsstjórninni varð dálítið á í messunni í síðasta blaði, að niður féll að geta afmælis þess mannsins, sem einna lengst og nær óslitið hef- ur starfað fyrir Val á velli og utan, eða frá 1920 til dagsins í dag, en þetta er Hólmgeir Jónsson. Hann byrjaði aðeins 10 ára að keppa með þriðja flokki, en fæddur er hann 6. sept. 1910. Hann var ekki gamall, þegar hann fór að hafa gam- an af knetti og minnist hann með mikilli ánægju, þegar hann var í Hvat í KFUM undir handleiðslu séra Frið- riks Friðrikssonar, og þegar þeir voru að ryðja sér völl í Skólavörðuholt- inu, rétt við eystri hluta Hallgríms- kirkju, þó lítið fari fyrir þeirri vall- argerð nú! Hólmgeir hélt að loknum þriðja- flokksaldri beint upp í hinn sögu- fræga annan flokk, sem þá var farinn að ógna veldi KR. Vöktu leikir þess- ara flokka mikla athygli og sóttu þá fjöldi áhorfenda. í þessum öðrum flokki Vals var að myndast sá kjarni, sem síðar átti eftir að láta að sér kveða og gerði garöinn frægan. Hólmgeir lék fyrsta leik sinn með meistaraflokki, er Valur lék við Skot- ana, sem hingað komu 1928. Lítið at- vik, sem gerðist eftir þann leik eða í hófi eftir keppnina, segir svo ekki verður um villzt, að gestunum hefur fallið við 3eik Hólmgeirs og þótt hann lofa góðu. Einn leikmanna hinna skozku gesta sýndi honum þann heið- ur og viðurkenningu að gefa honum skóna sína og bað hann vel njóta. Þótti þetta skemmtilegt tiltæki og óvenjulegt. Hólmgeir var einn í hópi þeirra Valsmanna sem sigruðu í fyrsta sinn í meistaraflokki 1930, en hann mun hafa hætt keppni 1936, eða um það bil. En þó hann hafi hætt að leika sér á vellinum hætti hann ekki að sinna málum félagsins og kom þá víða við. Hann átti sæti í stjórn félagsins í allmörg ár, fékkst við þjálfun yngri flokkanna, var í mótanefndum, var ötull í sambandi við byggingu skíða- skálans. Sterkastur hefur hann þó veriö í félagsmálunum við fjáraflan- ir, og þá sama á hvaða sviði var, þar var hann alltaf til og alltaf einn Hólmgeir Jónsson. þeirra duglegustu. Um langt skeið voru hlutaveltur einn bezti tekjustofn félaganna hér í Reykjavík og má líkja því við getraunirnar í dag. Þar hefur Hólmgeir alla tíð verið í sérflokki og náði ótrúlegum árangri og eftir að þeim sleppti hefur hann verið góð- ur sölumaður í getraununum. Sama er að segja um hin mörgu happdrætti sem Valur hefur sett í gang, og þá sérstaklega meðan verið var að byggja upp á Hlíðarenda, þar var Hólmgeir fremstur í flokki. Hólmgeir er einn þeirra manna sem lætur lítið yfir sér og vinnur störf sín í kyrrþey. Á knattspyrnuvellinum var hann skemmtilegur samherji, enda gæddur mikilli kímnigáfu og slíkir menn eru hverju liði nauðsynlegir. Hann var ótrúlega laginn að skora mörk, sem stafaði af því að hann hafði næmt auga fyrir staðsetningum og kom margt markið af þeirri ástæðu. Hann hafði því öll einkenni hins góða félaga og varð vinsæll meðal allra sem kynntust honum. Foreldrar hans voru Jón Mýrdal Jónsson og Aðalbjörg Jónsdóttir. Kona Hólmgeirs er Unnur Jónsdóttir. í tilefni af þessu afmæli Hólm- geirs þótti ritstjórn Valsblaðsins til hlýða að ræða við hann og fá hann til þess að segja frá því, sem honum er minnisstæðast frá löngum íþrótta- og starfsferli hjá Val og fer það hér á eftir: Það var með mig eins og flesta aðra unga drengi í Reykjavík á þeim árum, að ég fór í sveit á sumrin, svo ég komst. ekki eins fljótt í snertingu við keppnina eins og hún er í dag. Þá voru ekki yngri flokkar til en 3. flokk- ur. Ég hafði gaman af að taka þátt í þeim leikjum sem tíðkuðust hér í bænum þegar ég var heima, en í sveit- inni hafði maður annað að gera en að leika sér. Helztir þessara leikja voru: Boltaleikur (kýlubolti), klink, þar sem notaður var kúptur pening- ur og honum kastað í vegg, og átti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.