Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 77
VALSBLAÐIÐ
75
Hnllur Símonarson:
Frœgur knattspyrnumaSur
MÖRK. GULLIN MÖRK. NÆSTUM
300. SKORUÐ Á ÍSUÐUM VÖLL-
UM BAKVIÐ JÁRNTJALDIÐ OG Á
SÓLBÖKUÐUM VÖLLUM SUÐUR-
AMERÍKU. SKORUÐ Á VOLDUGUM
WEMBLE Y-LEIK V AN GINUM EÐA
VIÐ GLÓÐINA Á HAMPDEN-LEIK-
VANGINUM. MÖRK SKORUÐ ALLS
STAÐAR I KNATTSPYRNUHEIM-
INUM, SEM BERA TÖFRAMERKI
BOBBY CHARLTON.
Vissulega hafa verið meiri marka-
kóngar til í langri sögu knattspyrn-
unnar, þó þeir séu ekki margir. En
það er ekki til knattspyrnumaður í
dag, sem skorað hefur jafn mikið af
sérstæðum glæsimörkum og Bobby.
Til þess að sanna mál okkar verður
hér á eftir minnzt á nokkur þeirra —
hin frábæru Charlton-mörk. Það er
ekki hægt að birta myndir af mörk-
um — þær eru jafn sjaldgæfar og
verðlaunapeningar í bikarkeppni. En
það er ekki ástæða til að kenna blaða-
ljósmyndurum um það. Þrumumörk
Charltons eru oftast komin í mark
áður en þeir geta lyft ljósmyndavél-
inni. Og þó hafa þeir af langri reynslu
lyktað marktækifæri löngu áður en
sumir varnarmenn.
Markverðir frá Argentínu til Ars-
enal — frá Moskvu til Manchester
City skjálfa eins og ekki er að furða,
því hraðinn á knettinum, þegar Bobby
spyrnir af sínum mesta krafti, er yfir
sjötíu mílur á klst., samkvæmt raf-
magnsútreikningi — 112 km. á klst.
— ógnarhraði og þar er kannski góð-
ur samjöfnuður, að spretthlaupari,
sem hleypur 100 m. á 10 sek. er á inn-
an við 40 km. meðalhraða á klst.
Þetta þýðir, að Charlton-skot af um
30 m færi lendir í markinu á minna
en sekúndu.
Það er því ekki að furða þótt ítalir
byðu eitt sinn 150 þúsund sterlings-
pund í krónprinsinn á Old Trafford.
Það virðast ekki miklir peningar nú
—• en það var fyrir meira en tíu ár-
um, þegar enska sölumetið var 45
þúsund sterlingspund, sem Manchest-
er United greiddi fyrir Albert Quix-
all frá Sheffield Wednesday.
Og hvert er stórkostlegasta mark
hans?
Það er útilokað að svara þessari
spurningu. Það má minnast á þau
tvö, sem voru orsök þess, að England
sigraði Portúgal og komst þess vegna
í úrslit í heimsmeistarakeppninni
1966. Þau, sem hafa sigrað Skotland
— þau, sem hann hefur skorað gegn
Tottenham Hotspurs — alltaf það lið,
þar sem Bobby Charlton virðist njóta
sín bezt gegn.
Kannski annað þeirra, sem hann
skoraði gegn Charlton Athletic í
fyrsta deildaleik sínum í október 1956
— nokkrum dögum áður en hann varð
nítján ára.
Það var svo frábær byrjun, að hún
hefði getað sett margan ungan leik-
mann úr jaínvægi. En ekki hinn unga
Charlton, sem aðeins sagði eftir leik-
inn: — Ég missti eitt. En ef ég hefði
skorað þrennu hefðu þeir búizt við
fernu í næsta leik — ekki satt?
Hinir frægu Charlton-fætur hafa
alltaf haldið sig við jörðina — Bobby
hefur aldrei ofmetnazt af árangri sín-
um. Alltaf sami Ijúfi pilturinn, sem
aldrei hefur verið bókaður í leik —
aldrei vísað af leikvelli.
Þetta hefur hann frá föður sínum,
hæglátum manni, sem sagði aðeins,
þegar sonurinn sveiflaðist í sviðsljós-
ið gegn Athletic í London. — Bobby
stóð sig vel — hann mun gera það.
Bobby Charlton er einn af þeim
leikmönnum, sem vex í stórleikjum.
Wembley-leikvangurinn var vettvang-
ur annars tveggja marka byrjunar-
leiks . . . í drengjaliði Englands gegn
Skotlandi. Þar hófst eins manns
styrjöld gegn Skotum, sem Charlton
hefur unnið á nær öllum vígstöðvum.
Hann var aðeins tvítugur, þegar
hann lék landsleik á hinum sögufræga
Hampden Park í Glasgow. En
reynsluleysi kom ekki í veg fyrir, að
hann skoraði stórkostlegt mark, sem
Skotar tala enn um. I þessum fyrsta
landsleik sínum lék hann við hlið Tom
Finney og segir um atvikið: — Ég
fékk knöttinn og spyrnti viðstöðu-
laust — hann næstum brenndi gat
á netmöskvana. Það var gott mark
þó að ég segi sjálfur frá. Og það, sem
var meira um vert — sérstætt, svo
fólk man eftir því. Ég man vel Finn-
ey. Hann „skapaði“ það ■—• einlék upp
hægra megin gegnum skozku vörnina
og sending hans var hnitmiðuð.
Tólf mánuðum síðar — á Wembley
—- þaggaði Charlton-pilturinn niður
í skozku áhorfendunum, þegar hann
skoraði eina markið í 100. landsleik
Billy Wright. Bobby segir: — Þetta
var einn af þessum leikjum, þar sem
allt heppnaðist. Johnny Haynes sendi
knöttinn mjög vel til Peter Broad-
bent, sem skipti yfir til Douglas við
hornflaggið. Þegar ég sá sendingu
hans snúast inn að markteignum
stökk ég upp og fram og skallaði
knöttinn bak við Bill Brown.
Charlton lék það einstæða afrek að
leika í hverjum einasta landsleik Eng-
lands—Skotlands frá 1958 til 1968.
Eldlogarnir á Hampden lækkuðu
1966, þegar hann spyrnti knettinum
á markið af 30 metra færi og mark-
vörður Skota, Ferguson, sá varla
knöttinn fyrr en hann lá í markinu.
Það var þriðja mark Englands í 4—
3 sigri.
En það eru ekki Skotar, sem einir
hafa þjáðst. Portúgalar hafa einnig