Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 45
VALSBLAÐIÐ
43
Egill G. Vigfússon og Sigríður Skúladóttir með son sinn Friðrik.
Þorsteinn Auðunsson skipstjóri og Oddný Sigurgeirsdóttir með son sinn
Þorstein Þorsteinsson.
Benedikt Jakobsson cg Svandís Guðmundsdóttir með syni sína.
„Foreldrar œttu að sýna
íþróttaáhuga barna
sinna meiri áhuga66,
sögðu hjónin SifíríiHur Skúla-
dóttir e»!i lEegill (>. Viqfiísson
— Sonur okkar, Friðrik, er í 4. fl.
og ég get ekki annað sagt en að okk-
ar reynsla af dvöl hans í Val sé mjög
góð, sagði Sigríður, þegar við tókum
þau hjónin tali við Valsheimilið rétt
áður en mfl.-stúlkurnar okkar buðu
upp á kaffi.
— Hafið þið áður komið hingað á
Valsdaginn?
— Við höfum alltaf komið síðan
sonur okkar gekk í félagið og mér
finnst, sagði Sigríður, að allir for-
eldrar ættu að gera það og ekki bara
á Valsdaginn, þeir ættu að sýna
íþróttaáhuga barna sinna meiri áhuga
vegna þess að fátt er hollara fyrir
þau en að vera við íþróttaiðkun í
félagi eins og Val.
— Mér finnst Valsdagurinn til mik-
illar fyrirmyndar, sagði Egill og ég
hefði viljað sjá hér fleiri foreldra
horfa á börn sín leika í dag. Við reyn-
um alltaf að fara á þá leiki, sem son-
ur okkar tekur þátt í, við vitum að
hann hefur mjög gaman af því. Og
undir það vil ég taka, að sonur okkar
hefur haft sérlega gott af veru sinni
í Val.
— Nokkuð sem ykkur finnst að bet-
ur mætti fara hjá félaginu?
— Ekki það ég veit, sagði Egill,
við höfum ekkert nema gott af félag-
inu að segja, og meðan svo er gagn-
rýnir maður ekki.
„Fi<5 mœtum alltaf66,
söfiiHu þau kunnu Vaískjón
Svandís tiuömuudsdóttir oif
ISrnrdikí Jakohsson
— Blessaður vertu, við mætum hér
á hverjum Valsdegi, hann er okkar
hátíðisdagur, sagði Benedikt Jakobs-
son, og til hans hlakkar maður allt
árið. Ég vissi að þetta er rétt, því að
ég hef séð þau hjónin við Valsheim-
ilið á hverjum Valsdegi undanfarin ár.
— Hann er bráðnauðsynlegur þessi
Valsdagur, sögðu þau bæði, að
minnsta kosti fyrir okkur sem eigum
alla drengina okkar í félaginu.
— Þið fylgist vel með því, sem hér
fer fram, oftar en á Valsdaginn?
•— O-já, við gerum það, við gætum
nú varla komizt hjá því.
— Þar sem þið þekkið félagið þetta
vel, er eitthvað í félagsstarfinu sem
ykkur fyndist að betur mætti fara?
— Nú, það vantar sjálfsagt alltaf
eitthvað, en það er sérstaklega eitt
sem ég vil koma á framfæri, sagði