Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 49
VALSBLAÐIÐ
47
Frímann Hvlgasonz
Konan á bak við Valsmanninn
Þegar við fórum af stað með þenn-
an þátt í blaðinu í fyrra, virtist hann
falla í góðan jarðveg. Mönnum er
Ijós sá sannleikur, að starf og staða
konunnar bak við alla Valsmenn, sem
starfa og strita fyrir Val, er mikils
virði, þó þær séu ekki í sjálfu sviðs-
ljósinu.
Við komumst að raun um það í
fyrra, að það er erfitt að velja ,,þá
réttu“, því þær geta verið svo marg-
ar, þó segja megi líka, að hverju sinni
komi „sú rétta“, eða konan sem hef-
ur hjálpað til við félagsstarfið á sinn
hátt.
Eins og við gátum um þá, verður
hver og ein, sem valin er, nokkurs
konar samnefnari fyrir hinar allar og
viðurkenning og þakklæti fyrir hið
beina og óbeina starf fyrir félagið.
Valsmaðurinn, sem þessi kona
stendur á bak við og valin var að
þessu sinni, er Sigurður Ólafsson.
Hann þarf ekki að kynna mikið fyrir
Valsmönnum sem fylgzt hafa með
Val síðustu 35 árin.
Hann byrjaði feril sinn sem knatt-
spyrnumaður og fór í gegnum alla
þá flokka, sem þá var um að ræða,
og komst í meistaraflokkinn 1936 og
lék þar í 20 ár samfleytt. Við það má
bæta að fáir eða engir hafa stundað
æfingar af meiri elju og áhuga en
hann.
Kom þar fram hinn sterki eigin-
leiki Sigurðar sem og í öðrum störf-
um fyrir Val, og raunar hvar sem
hann fer, en það er takmarkalaus
samvizkusemi.
Á þessum 20 árum lék Sigurður
202 leiki, sem er mun meira en næsti
maður hefur komizt.
Löngu áður en Sigurður lagði skóna
á hilluna var hann farinn að taka
þátt í almennum félagsstörfum og er
enn ötull og sívinnandi á félagssvæð-
inu. Uppbygging Hlíðarenda hefur
sannarlega notið starfskrafta hans,
og þá ekki síður að því er til viðhalds
eigna Vals kemur.
Snemma var hann kjörinn í stjórn
Vals, fyrst sem ungur og líklegur
„hlustandi“ í stjórninni, en þá var
sá háttur hafður á að velja tvo unga
menn í stjórnina, sem áttu að kynn-
ast stjórnarstörfum, með það fyrir
augum að taka við síðar. Það varð
líka hlutskipti Sigurðar, sem átt.i sæti
í aðalstjórn Vals í 17 ár og þá oftast
sem varaformaður.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru um störf Sigurðar fyrir Val og
mörgu sleppt, sem vonandi verður
tækifæri til að minnast síðar. Það
lætur því að líkum að öll þessi störf
Sigurðar hafi skipað honum í hóp
með þeim ,,bersyndugu“, sem svo víða
sjást í kringum íþróttafélög, nú og
önnur félög, mennirnir sem nánast
halda uppi þessari starfsemi og gera
hana lífrænni en annars yrði ef þeim
væri skipt í launaflokka samkvæmt
„kerfinu“.
Það verður að sjálfsögðu ekki dreg-
ið í efa, að Sigurður hefur ekki haft
eins mikinn tíma til að sinna konu og
börnum eins og hann hefði vafalaust
óskað, vegna áhuga síns fyrir velferð
Vals.
Við skulum nú heyra hvernig konan
hans lítur á þetta og hvert viðhorf
hennar er til íþróttanna yfirleitt, þátt-
töku hennar sjálfrar í íþrótta- og
félagsmálum.
Konan, sem stendur á bak við Sig-
urð heitir Gyða Ingólfsdóttir, fædd
og uppalin í Reykjavík, eins og Sig-
urður. Eiga þau hjón 2 börn, pilt
og stúlku, sem þó hafa lítiö komið
við sögu í Val, nema hvað hugur
þeirra mun smitaður af heimilisand-
anum.
Þau hjónin hafa í öll þessi 28 ár,
sem þau hafa verið gift, búið á sama
stað, eða á Bergstaðastræti 68.
Hér fer á eftir það sem Gyða hafði
að segja um þessi mál:
Iðkaðir þú íþróttir í æsku?
Ég hef aldrei iðkaö íþróttir með
keppni fyrir augum, en var þó lítil-
lega með, þegar Ármann hóf æfingar
í handknattleik fyrir stúlkur hér niðri
í Vatnsmýrinni undir leiðsögn Grím-
ars Jónssonar, og ég man ekki betur
en að þú hafir verið viðstaddur fyrstu
æfinguna, sem ég fór á. Ég hafði
mjög gaman að þessu, en árangur-
inn var víst ekki mikill, enda kom
ég aldrei til greina í kapplið. Ég ber
þó ennþá menjar frá þessari þátt-
töku minni í handknattleik, þar sem
er svolítið aflagaður baugfingur.
Ég eignaðist snemma skíði og fór
á tímabili um hverja helgi, þegar
snjór og færð leyfði, upp í Jósepsdal,
allt frá því að gamli Ármannsskál-
inn var byggður, þar til hann brann,
en það mun hafa verið 1942. Ég var
einmitt stödd þar, þegar það skeði,
og það var sannarlega raunalegt að
sjá þetta góða hús fuðra upp á
skömmum tíma í morgunskímunni.
Á þessum árum fórum við, þetta
skálafólk, í ferðalög um hverja hvíta-
sunnu; farið var t. d. á Snæfellsjökul,
Eyjafjallajökul, Tindfjallajökul,
Skarðsheiðina og fleiri staði. Ég hef
alla tíð haft mjög gaman að ferða-
lögum og ég held bara að ég hafi
gengið á flest fjöll hérna í nágrenninu
og nú síðari árin höfum við hjónin
eytt sumarleyfum okkar í ferðalög
Gyða Ingólfsdóttir.
um hálendið þvert og endilangt í góð-
um kunningjahópi undir leiðsögn Eg-
ils Kristbjörnssonar fjallagarps. Mér
fannst það því mjög vel tilfundið hjá
Val, að efna til óbyggðaferðar um
eina helgi í sumar undir leiðsögn
Egils og gefa þar með eldri félögum
og konum þeirra tækifæri til að hitt-
ast og njóta skemmtilegs ferðalags.
Vonandi verður áframhald á slíku,
enda heppnaðist þessi ferð ágætlega.
Annars má segja, að ég sé nú á gam-
als aldri farin að stunda íþróttir
reglulega. Við hjónin höfum nú í
nokkur ár farið í sundlaugarnar á
morgnana fjórum sinnum í viku og
haft mjög gott af.
Hvert er viðhorf þitt til íþrótta-
iðkana æskulýðsins?
Það er ábyggilega mjög hollt og
þroskandi fyrir börn og unglinga að
iðka íþróttir og starfa þá um leið í
íþróttafélögunum að félagsmálum.
Flestir unglingar hafa beinlínis þörf
fyrir slíkt, þurfa að fá útrás og tæki-
færi til að reyna sig í heilbrigðri og
drengilegri keppni. Það hlýtur lika að
vera notalegra fyrir foreldra að vita
af börnum sínum á íþróttasvæðunum,
undir handleiðslu þjálfara, en í mis-
jöfnum félagsskap á götunum. Mér
skilst, að aðstaða til að taka á móti
vaxandi fjölda unglinga til æfinga
og félagsstarfs sé takmörkuð. Það
þurfi fleiri og stærri hús og fleiri
velli. Þar er verðugt verkefni fyrir
alla, sem unna og hafa trú á gildi
íþrótta fyrir æskuna, að leggja því
máli lið og þá um leið endilega að
drífa unglingana til starfa líka, þar
er mikið starfslið ónotað og efa ég
ekki, að þeir hefðu enn meira gam-
an af að nota íþróttamannvirkin, ef
þeir hafa átt þátt í að koma þeim
UPP> og víst er, að umgengnin yrði
betri. Þetta er ábyggilega bara skipu-
lagsatriði, ekki vantar unglingana
dugnaðinn og áhugann, ef það tekst
að vekja hann.
Hefur þú gaman af að horfa á
íþróttir?