Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 61

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 61
VALS BLAÐIÐ 59 á æfingar. Þá fór ég að stunda körfu- knattleik hjá Körfuknattleiksfélagi Reykjavíkur, og æfði þá í Háloga- landi. Við héldum hópinn nokkrir drengir úr Austurbæjarskólanum, og gerum það enn. Þetta sama ár keppti ég fyrsta leikinn, og var það við Ár- mann. Þeir létu það á sér heyra, að þeir ætluðu að vinna leikinn, en við hugsuðum okkur að gera sem við gætum, og það fór svo að við unnum leikinn. Þennan vetur eða 1968 urðum við íslandsmeistarar. Yfirleitt hafa skemmtilegustu leik- irnir verið við KR, og þá oft munað mjóu, og ýmislegt skemmtilegt skeð. Ég man t. d. eftir atviki úr leik okk- ar við KR á Akureyri 1970. KR-ingar voru í sókn, en missa boltann, og allir nema einn fara í vörnina. Þessi eini stendur hinn rólegasti undir körfunni, þar til hann fær bolt- ann beint í hendurnar og skorar! Þeir unnu leikinn. Þetta lið okkar, sem nú gengur upp í annan flokk, heldur ákaflega vel saman og hefur gert lengi. Við erum mikið saman, förum oft á bíó saman, og spjölluðum mikið um körfuknattleik. Nú eru leiðir svolítið að skiljast hvað snertir skóla, þó erum við fjórir í Menntaskólanum við Lækjargötu. Vona þó, að leiðir skiljist ekki, hvað snertir körfuknattleikinn, það er nú einu sinni svo, að þegar maður er byrjaður í svona leik, á maður erfitt með að slíta sig frá þessu. Varðandi þá breytingu sem varð þegar KFR gekk í Val, get ég ekki annað sagt en að ég er mjög ánægður. Ég var hagvanur á Hlíðarenda og þekki þar vel til. Mér finnst þetta tvímælalaust mikið betra fyrir okkur. Það hafa dregizt fleiri drengir inn í þetta hjá okkur, nýjir þjálfarar hafa komið, og öll aðstaða til félagsstarfa er betri. Ég held að við drengirnir ættum að nota okkur aðstöðuna þarna suður frá til að koma saman. Ég er bjartsýnn með árangurinn á komandi vetri, þó ég viti að t. d. KR eigi sterkt lið, og ég veit að það verður hörð barátta. Það vill svo til að allir, sem voru í 2. fl. í fyrra, ganga upp, svo að okkur vantar mann eða menn með reynslu í þessum flokki, en við verð- um að reyna að standa okkur. Það eina sem mér þykir leiðinlegt varðandi s.l. ár er, að KR-ingar skyldu fara að kæra leikinn við okkur í fyrra, og reyna að hafa af okkur titilinn, og þó vorum við búnir að vinna þá tvisvar í mótum. Mér finnst ekki mik- il íþróttamennska vera í svona fram- komu. Vona ég svo að Val vegni vel á komandi ári og í framtíðinni. Sigun'dór Sigurdiír.ssoii: Hvað gerðist í síðari leíknum við Í.R. Leikmenn í mfl. Vals í handknattleik beðnir um svar við þessari spurningu Hann líður sjálfsagt þeim Vals- mönnum er sáu seint úr minni síðari leikurinn milli Vals og lR í íslands- mótinu í handknattleik í fyrra. Sjálf- ur leikurinn var hrein martröð á að horfa fyrir Valsmenn og ekki bara það, heldur fór íslandsmeistaratitill- inn veg allrar veraldar með þessu tapi 15:24 fyrir lR. Hefði Valur unn- ið þennan leik, hefði íslandsbikarinn verið geymdur að Hliðarenda þetta ár og fram á næsta vor. En leikurinn tapaðist með 9 marka mun og eftir einhverja glæsilegustu frammistöðu hjá liðinu, sem nokkurt íslenzkt lið hefur sýnt í Islandsmótinu fram að þessum leik, er ekki nema von að Valsmenn spyrji, HVAÐ GERÐIST í ÞESSUM LEIK? Þessu geta auðvit- að engir svarað nema leikmennirnir sjálfir og þjálfari liðsins. Þess vegna brugðum við okkur á æfingu hjá lið- inu í haust og báðum leikmennina að svara þessu. Bergur Guðnason: Já, ég ætti að geta það, vegna þess að ég hugsaði ekki um annað í 3—4 vikur á eftir, var nærri því óvinnu- fær vegna þessa og ég hef leikið þennan leik upp aftur og aftur í hug- anum og ég hef fundið margt sem væri hægt að láta duga sem svar, en ekkert af því er einhlítt. Það sem kemst næst því að vera eina svarið er að við hreinlega vanmátum ÍR- ingana. Þetta er staðreynd, ljót stað- reynd. Þetta kom til af því að vel- gengni okkar hafði verið mjög mikil í mótinu fram að þessum leik. Svo er annað og ekki minna, en það var að þetta var einn af þessum leikjum, þar sem allt heppnast hjá öðru liðinu en ekkert hjá hinu. Við höfum dæmi um slíkt eins og til að mynda „14:2“ leikinn fræga. Við höfum annað dæmi í fyrirsögninni frægu „KR vann Val 7:2 í jöfnum leik“. Þetta var stað- reynd. í þessum leik við lR glötuð- um við 7 vítaköstum og áttum þar að auki óteljandi stangarskot, þetta er ekki eðlilegt, jafnvel þótt um van- mat hafi verið að ræða. Okkar mark- vörður, sem fram til þessa hafði varið af snilld í mótinu, hann varði ekki Guðmundur Gunnarsson, markvörður í. R. bolta, en ÍR-markvörðurinn varði eins og galdramaður og hefur aldrei sýnt neitt þessu líkt fyrr eða síðar. Þá voru nær öll skot ÍR-inganna uppi í vinklunum illverjandi, og þarna voru menn sem aldrei höfðu áður sýnt neitt sem heitið gæti í handknattleik, en blómstruðu í þessum leik. Mín nið- urstaða verður því sú, að þetta hafi verið einn af þessum leikjum, þar sem allt heppnast hjá öðrum aðilan- um en ekkert hjá hinum, samfara vanmati okkar á andstæðingunum. Ágúst Ögmundsson: Það var alveg eins og forlögin spil- uðu þarna inn í. Ég vil sem dæmi nefna, að þegar ég var að leggja bíln- um mínum við höllina þetta kvöld lenti ég í árekstri. Þetta byrjaði þannig og ég hélt að þetta væri í samræmi við gamla máltækið sem segir að „fall sé fararheill", en þetta var þá bara liður í óhappakeðju. Þá hygg ég að við höfum vanmetið and- stæðingana í byrjun vegna mikillar velgengni okkar fram að þessum leik, en þegar við fundum að við höfðum ekki.efni á því og mótstaðan var meiri en við uggðum, þá fórum við alveg úr sambandi. Þá gerðist það og að markvörður þeirra varði næstum hvað sem var, svo ótrúlegt mátti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.