Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 28

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 28
26 VALS BLAÐIÐ félags fái tækifæri til að keppa við það. Það mundi hvetja og eggja hvert félag til að búa sig undir slíkan leik, sagði Stefán að lokum. Rafn Viggósson, pjálfari í badminton Ert þú ánægður með árangurinn af þjálfuninni á síðasta keppnistíma- bili? Miðað við árangur í mótum er ég að nokkru leyti ánægður, við vorum í úrslitumog undanúrslitum í drengja- flokki og frammistaðan í tvíliðaleikn- um var góð. Siglfirðingarnir voru taldir alveg öruggir með sína keppni, en það þurfti aukaleik til þess að fá úrslit, en Valsmennirnir stóðu þetta vel í þeim. Mér virtist þeir kunna eins mikið og Siglfirðingarnir, en þeir höfðu ekki úthald á við þá. Voru æfingarnar vel sóttar í fyrra- vetur? Æfingasóknin var þolanleg, en ekki eins góð og árið áður. Ég byrjaði um áramótin og vissi því ekki hvernig að þessu var búið fram að þeim tíma. Núna í vetur hefur ekki verið nógu vel mætt á æfingarnar og mætti vera meira miðað við fyrri ár. Ég held að þetta mætti auka til muna ef haldið væri uppi áróðri fyrir það. Æfingatímar nægjanlegir? Ég var dálítið óánægður með það að deildin lét af hendi einn tíma fyrir þá yngri, tíma sem hefði þurft að halda í. Þeir eldri hefðu einnig getað notið góðs af tímanum. Fimmti flokk- ur í knattspyrnu fékk tímann og kom fram, að ýmsir þeirra voru einmitt þeir sömu sem höfðu leikið badmin- ton árið áður. Æfingatímarnir eru of fáir. Er mikið af ungu efnilegu fólki sem æfir? Ekki sem skarar neitt fram úr sér- staklega. Ef drengirnir æfa vel kem- ur þetta. Knattspyrnan dregur dreng- ina mikið til sín, þeir flytja í önnur bæjarhverfi og því hætta fleiri að æfa hjá okkur en æskilegt er. Þeir kvarta líka yfir því, að þeir fái ekki nógu marga æfingatíma til þess að ná við- hlýtandi árangri. Ég er þeirrar skoðunar að við ætt- um hægara með að halda í þetta fólk ef við hefðum meira lif í kringum þetta, fleiri leiki, fleiri mót; piltar hafa gaman að því og sækjast í það sem á margan hátt verður að kallast eðlilegt. Þá á ég við, að það ætti að koma á nokkrum æfingamótum milli félaga og eins föstum innanfélags- mótum, en undanfarið hefur aðeins verið eitt slíkt mót á vetri. Það hljóta allir að sjá, að það er allt of lítið fyrir þá sem æfa með keppni í huga, og vissulega fá menn enga keppnis- reynslu með slíku fyrirkomulagi. Á opinberu mótin komast aðeins þeir sem komnir eru svo og svo langt í greininni. Á þessu þarf að verða breyt- ing. Hvers vegna æfa ungar stúlkur ekki meira þennan leik en raun ber vitni? Ég veit það satt að segja ekki og hef þó oft um það hugsað. Það gæti verið að þær hefðu ekki þá þolinmæði sem þarf til þess að ná árangri. Það getur líka komið til, að það er eins og þær geti ekki tileinkað sér þá hörku í slætti sem til þarf og það er eins og þær vilji ekki koma fram, þó að þar séu undantekningar og minnist ég þá stúlku frá Hafnarfirði sem æfði með Val, hún hafði þetta allt í sér. Þetta er ekkert einstakt fyrir Val, það er sama sagan í TBR. Ég minn- ist þess ekki að hafa séð það í dönsk- um tímaritum um badminton, að þar væru nokkrir erfiðleikar að fá stúlk- ur til þess að æfa og það með góðum árangri. Þetta virðist vera eitthvað sérstakt fyrir okkur og ég veit ekki hvað gera skal til þess að fá stúlkur meira í badminton. Ert þú bjartsýnn með árangurinn á komandi vetri? Satt bezt að segja er ég óánægður með deildina í dag, og mér finnst deildarstjórnin ekki nógu virk. Ég ef- ast ekki um að ef þeir störfuðu meira meðal hinna yngri og sýndu áhuga fyrir íþróttinni, mundi áhuginn og ár- angurinn meðal þessa fólks ekki láta á sér standa. Ólafur Thorlacius, þjálf- ari í körfuknattleik Einn af aðalþjálfurum Vals er Ól- afur Thorlacíus, og annast hann þjálf- un meistaraflokks í körfuknattleik. Ólafur er enginn nýgræðingur í iðk- un íþrótta, og hefur komið mikið við sögu í tveimur íþróttagreinum. Hann mun hafa byrjað með iðkun hand- knattleiks og þá hjá Fram. Fluttist síðan suður í Garðahrepp og æfði þá í F. H. í 6—7 ár og varð á þeim árum sex eða sjö sinnum Islands- meistari í handknattleik úti og inni. Körfuknattleik hefur hann stund- að allt frá 1952, að hann gekk í Körfuknattleiksfélagið Gosa, sem síð- ar var Körfuknattleiksfélag Reykja- víkur, og nú síðast deild í Val. í þeirri grein hefur hann leikið 15 landsleiki, svo að hann kann ýmislegt fyrir sér í þeirri íþrótt. Jafnhliða þessum æfingum öllum hefur hann um langt skeið leiðbeint um körfuknattleik í ýmsum flokkum og um tíma þjálfaði hann KR einnig, og nú annast hann þjálfun meistara- flokks Vals. Sjálfur hætti hann að keppa með íiði sínu, meistaraflokki á s.l. hausti, en hann er 35 ára. Ert þú ánægður, að félagið skyldi verða deild í Val? Já, þetta var orðið svo erfitt hjá okkur, við áttum orðið árvissa yngri flokka, en höfðum engan samastað fyrir æfingar og fundahöld, og stóð þetta okkur fyrir þrifum, og sáum ekki neina breytingu framundan. Hvernig hefur þetta gengið? Þetta hefur gengið vel, drengirnir hafa æfingar hjá Val og þar koma þeir á fundi, og má geta þess að nú fyrir nokkru síðan var fundur í Fé- lagsheimilinu þar sem sýndar voru kvikmyndir af körfuknattleik, og kynntum við leikinn fyrir þeim, þar voru og veitingar og þótti þeim þetta hin bezta skemmtun. Til fundarins komu um 130 piltar. Stjórnin hefur líka fundi sína þarna, og allt skipulag verður betra og starfsemin öruggari. Nú erum við þessir eldri að hætta og leggjum þá meira í stjórnarstörf og að kenna og leiðbeina. Er meistaraflokkurinn efnilegur? Það má nú segja að við séum að skapa nýjan meistaraflokk, því hann samanstendur að kalla af annars flokks og þriðja flokks mönnum frá því í fyrra. Þetta eru allt ungir og efnilegir menn, sem hafa staðið sig fram yfir allar vonir það sem af er vetrinum. Þeir eru mjög samstæðir og áhugasamir, og með sama áfram- haldi verður ekki annað sagt en að þeir lofi góðu í framtíðinni. Nokkrar sérstakar óskir og vonir? Þegar maður þjálfar flokk er það alltaf manns heitasta ósk að hann nái sem lengst, ennfremur er það ósk okkar og von að geta verið með allar æfingar í Iþróttahúsi Vals. FÉLAGAR! Kmi sk;il iiiímmI á uinboð Vsils fyrir ITrygginganiiilsf ööina h.f. Ku ■■■■■Imm) Jirifla hofur Valur liafl iiiiiI- aufariu ár. og gofii) gói)a raun. Kn svnl rr iit) inri) aoikuu siarfi á |>rssu svi«)i niá grra rnu lirfur. I'ail a-lli a<) vrra Valsfrlöguin Irll vrrk ai) auka slarfsrini þrss frá Jivi smn nú rr, og auka ]>anni£ vrrulrga Irkjur frlagsius af uin- boilinu. Ilrr rr ui. a. uin bifrriöairygg- ingar ai) ræila, svo og ailrar Irygfi- ingar. I'|»|ilv si nga r ■ Jirssu sam- bamli fásl hjá formanui frlagsius og ilrililanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað: 30. Tölublað (11.05.1972)
https://timarit.is/issue/306752

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. Tölublað (11.05.1972)

Aðgerðir: