Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 76
74
VALSBLAÐIÐ
að hefja áróður fyrir því að skilyrði
íþróttamanna til æfinga yrðu bætt.
í blaðið skrifuðu málsmetandi menn
í bænum og auk þess nokkrir félags-
menn.
Þetta var óneitanlega mikið afrek
og framtak, sem vakti verðskuldaða
eftirtekt í Hafnarfirði og víðar.
Árið 1938 var haldinn stofnfundur
meðal kvenna í handknattleik innan
félagsins og voru þar komnar 18
stúlkur til félagslegra starfa, og tók
félagslífið miklum breytingum við
það, og hafa Haukar oft átt góðum
kvennaflokkum á að skipa.
Haukar voru meðal þátttakenda í
fyrsta handknattleiksmóti íslands
1940, bæði í karla- og kvennaflokki,
og á árinu 1943 urðu Haukar íslands-
meistarar í handknattleik karla inni.
Á næstu árum eiga Haukar sterk lið
bæði í kvenna- og karlaflokkum, en
eftir 1947 dofnar yfir karlaflokknum
um alllangt skeið, en kvennaflokkn-
um vegnar vel nokkru lengur.
Árið 1959 koma ungir menn fram
á sjónarsviðið í Haukum og verða
sigursælir. Þeir taka þátt í meistara-
flokki karla 1962, eftir margra ára
hlé, og hefur gengið á ýmsu síðan
eins og sagt er í stuttu ágripi af hand-
knattleikssögu Hauka:
„Það var ekki átakalaust að gera
þetta gamla og áður viðurkennda
handknattleiksfélag gjaldgengt að
nýju með hinum stóru, og sérstak-
lega með hliðsjón af því að í Hafn-
arfirði var þá veldi FH hvað mest í
handknattleiknum. En samhugur,
viljafesta, fórnfýsi og þrotlaus bar-
átta gerði það að verkum að þetta
tókst“.
Knattspyrnu hafa Haukar stundað
meira og minna allt frá árinu 1932,
þó þeir hafi ekki náð eins langt í
þeirri grein og handknattleiknum og
til gamans verður getið hér helztu
sigurvinninga þeirra í handknattleikn-
um:
Islandsmeistarar
innanhúss: M.fl. karla 1943
2. fl. karla 1944
2. fl. karla 1945
M.fl. kvenna 1945
M.fl. kvenna 1946
utanhúss: M.fl. kvenna 1946
innanhúss: : 3. fl. kvenna 1947
Þess má geta, að Haukar hafa
stofnað körfuknattleiksdeild, sem
þegar hefur tekið til starfa.
Það fer ekki milli mála að forustu-
menn Hauka eru sannfærðir um það,
að allt sé fertugum fært, því að þeir
hafa ýmis járn í eldinum, sem miða
að framtíðarmálum félagsins.
Þannig hafa þeir fengið stór fisk-
verkunarhús í Flatahrauni til afnota
fyrir félagsstarfsemina og verður því
breytt með hliðsjón af því. Er það
mikið verk, en Haukar eru bjartsýnir
VAnar Itjiivnsson:
Ellert Schram
Það sem vakti athygli, öðru frem-
ur, í síðasta íslandsmóti í knatt-
spyrnu, var staða hins gamalgróna
og öfluga félags, KR, sem að öllum
jafnaði hefur verið meðal forystu-
félaga í margþættri baráttu í íþrótta-
keppni undanfarinna áratuga, og þá
ekki hvað sizt á sviði knattspyrnunn-
ar. En nú var stöðu þess skyndilega
ógnað á því sviði, svo að um mun-
aði. Það leit hvorki meira né minna
en út fyrir það, að félagið hlyti þau
örlög að verða að leika í II. deild
næsta keppnistímabil. Mótherjarnir
gáfu engin grið og þegar fram í mitt
mótið var komið hafði KR-liðið að-
eins unnið einn leik. Liðið var skipað
nokkrum nýliðum, sem að vísu sýndu
oft mikinn dugnað, en skorti leik-
reynslu í baráttunni, en þó var það
fremur hitt, sem gerði liðinu í heild
erfitt fyrir, skortur á öruggri for-
ustu. Ýmsir hinna eldri leikmanna
höfðu dregið sig í hlé og þeirra á
meðal var sá, sem hvað mest og bezt
hefur komið við baráttusögu liðsins
undanfarin ár, Ellert Schram, og ver-
ið sá ísl. knattspyrnumanna sem um
árabil hefur sýnt mesta og örugg-
asta stjórnunarhæfileika á leikvelli,
bæði í forustu eigin liðs og landsliðs-
ins. Ellert hafði tilkynnt liðsoddum
knattspyrnudeildar sinnar, að hann
hefði ákveðið að „leggja skóna á hill-
una“. En eftir því sem fram í mótið
sótti og dökknaði í álinn fyrir KR-lið-
inu á leikvellinum, voru góð ráð dýr,
en ekki á hverju strái. Var það þá
helzta og einasta fangaráðið að fá
Ellert fram á „vígvöllinn" á ný og
fá honum forustuna. Hann einn væri
líklegur til að „stöðva flóttann" og
fylkja liðinu fram til sigurs. Þetta
tókst, Ellert lét tilleiðast, sem góður
og traustur félagi tókst hann á við
vandann og leysti hann glæsilega af
hendi. Eftir að Ellert kom til liðs
við félaga sína á örlagastund, vann
og trúa á framtíð félags síns. Þá hafa
þeir hug á framtíðaríþróttasvæði á
hentugum stað í bænum.
í stjórn Hauka eru nú: Garðar
Halldórsson formaður, Egill Egils-
son varaformaður, Sólon Sigurðsson
ritari, Jón Egilsson gjaldkeri, Her-
mann Þórðarson form. handknatt-
leiksdeildar, Örn Sigurðsson formað-
ur knattspyrnudeildar, Eiríkur Sig-
urðsson formaður körfuknattleiks-
deildar.
Hér er Haukum árnað heilla í til-
efni af þessum tímamótum, og óskað
velfarnaðar á komandi árum. Þökkum
gömul og góð samskipti.
Ellert Schram, bjargvættur IÍR-inga,
þegar mikið liggur við.
KR alla sína leiki sem eftir voru eða
gerði jafntefli, og tryggði sér með því
áframhaldandi setu í 1. deild.
Þáttur Ellerts Schram hér að lút-
andi er mjög eftirtektarverður, ekki
síður félagslega en íþróttalega. Hann
var ákveðinn að láta af allri knatt-
spyrnukeppni og hafði þess vegna
ekki æft neitt. Hann lét það þó ekki
aftra sér, en hóf æfingar á ný. Hið
„gamla og góða“ KR átti í vök að
verjast. Það var heilög skylda að
liggja ekki á liði sínu á slíkri ör-
lagastund.
Ekki leikur það á tveim tungum,
að tilkoma Ellerts í forustu liðsins
var sá stuðningur sem dugði og gaf
liðinu í heild það traust og þann
kjark sem baggamuninn reið á úr-
slitastund.
í sambandi við þenna þátt Ellerts
í baráttunni fyrir KR skal þess
minnzt, að á meðan á henni stóð,
þurfti hann að vera á þingmanna-
fundi í París. En þaðan flaug hann
heim til að keppa, og svo aftur utan,
þegar að keppni lokinni. Þetta var
um helgi og missti hann við þetta
af veizlufagnaði miklum í sambandi
við fundinn. En Ellert vildi heldur
gera sitt til að tryggja félagi sínu
sigur, en að sötra franskt kampavín.
Ekki er ég viss um, að allir íslenzkir
knattspyrnumenn hefðu viljað skipta
hér á. Ætli að ýmsir þeirra hefðu
ekki tekið kampavínið fram yfir næt-
urflug og harða baráttu á leikvelli.
Þess má geta hér, að Ellert Schram
var kjörinn knattspyrnumaður árs-
ins 1971 og hafði hann tvívegis áður
verið kjörinn því sæmdarheiti. Ellert
hefur ætíð verið kjörinn með miklum
atkvæðamun, t. d. hlaut hann nú 626
atkv., en sá sem honum var næstur
hlaut 277 atkv.