Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 25
VALSBLAÐIÐ 23 Það er líka breytt hugarfar hjá fólkinu. Þegar ég var virkur í knatt- spyrnu og handknattleik fórum við oft að leik loknum upp eftir, af því að við höfðum gaman af þessu, og það er allt öðru vísi en gerist í dag. Svo veit ég ekki hvað gerist þegar góð aðstaða með lyftum og fleiru kemur við Skíðaskála Reykjavíkur, og þegar opnast inn í Bláfjöllin, en allt þetta er í athugun nú. Þá held ég, að svona skíðaskáli hafi lítið að segja sem slíkur. Þá ætti hann að geta kom- ið sem hús fyrir félagið eingöngu, og þá ekki síður sem sumardvalarstaður. Ég held að það sé það eina sem hægt er að byggja á, og það sem ætti að fara að vinna að. Þá þarf einnig að laga landið þar til, svo að hægt væri að nota það sem æfingasvæði. Þyrfti þá að leggja vatn í skálann, sem er allnærri, og sitthvað fleira, og sumt þess eðlis að það gæti valdið skemmdum, ef ekkert verður að gert. Nefndin hefur verið mjög dreifð í sumar, hvað atvinnu snertir, og því hefur okkur ekki orðið eins mikið úr verki og æskilegt hefði verið. Eins og nú er finnst mér þetta al- gjörlega vonlaust og ég hef sagt af mér formennsku í deildinni. Hvað finnst þér ætti að gera til þess að félagsmenn geti notað skál- ann? Eins og ég sagði getur orðið mikil breyting ef sérstakar skíðastöðvar koma með skíðalyftum o. fl., bæði við Skíðaskálann í Hveradölum og í Bláfjöllum, og þá væri ef til vill rétt- ast að setja þessa starfsemi okkar í sama horf og það var hér áður. Á ég þá við að allar deildir félagsins noti skálann fyrir sig, til að þjappa fólk- inu saman. Nú má vera að ungling- arnir vilji hafa þetta allt öðruvísi í dag. Ég er þó það bjartsýnn, að ef þeir fengjust til að reyna þetta einu sinni, mundu þeir fara aftur. Eitt er víst, að svona getur þetta ekki gengið mikið lengur. „Verðum fyrst að lœra af þeim eldri“, srtfir hinn nýhjörni form. hudminínndrildur, Gísli iiudm nn dsson Á síðasta aðalfundi badminton- deildarinnar var kjörinn til for- mennsku ungur maður, sem ekki hef- ur áður tekið að sér stjórnarstörf fyrir Val, heitir hann Gísli Guð- mundsson, eins og getið var í frá- sögn af fundinum. Gísli er ekki ókunnugur mörgum Valsmönnum, því á drengjaárum sínum byrjaði hann að æfa knattspyrnu með Val og æfði þá í fyrsta aldursflokki og lék lengi Gísli Guðmundsson. í fyrsta flokki, á þar um 40 leiki. Oft varamaður hjá meistaraflokki og fór með hópnum til Brussel á sínum tíma. Hann varð fyrir því óhappi, að meiðast illa á fæti og hefur eiginlega aldrei æft knattspyrnu síðan, hefur því miður ekki tekizt að fá fótinn jafngóðan. Þá fór hann í badminton sér til gamans og er mikill áhugamaður um þá íþrótt. Við náðum í Gísla og báðum hann að segja hvernig á því stóð að hann var kjörinn formaður badmintondeild- arinnar, og hvernig honum segðist hugur um þetta nýja starf og fram- tíðaráætlanir deildarinnar. Að ég varð formaður, er ein af þessum undarlegu tilviljunum. Þremur dögum fyrir aðalfundinn kom ég í mesta sakleysi á æfingu í íþróttahúsi Vals, og þá situr formaðurinn, Þórð- ur Þorkelsson þar og er að ræða við Gísla húsvörð. Þegar Þórður sér mig koma þarna, hrópar hann hástöfum: Þarna kemur maðurinn, sem ég er að leita að. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Gerði hann mér þá skiljanlegt, að ég ætti að taka að mér formennsku í badmintondeild- inni. Ég hló bara og tók þetta ekki alvarlega og fór á mína æfingu. Þeg- ar ég svo kem úr baði að æfingu lok- inni, er Þórður þar aftur kominn, og einhvernveginn tókst honum að pína út úr mér jáyrði. Þannig varð þetta óhapp. Hvernig lízt þér svo á þetta fyrir- tæki? Ég veit varla hvað ég á að segja, svo ókunnugur sem ég er þessum mál- um og alls óvanur stjórnarstörfum. Maður verður fyrst að læra af þeim eldri og vanari, og fá hugmyndir hjá þeim. Mér skildist þó á fundinum, að athuga þyrfti fjármálin, það hefði verið lítið aðhafzt í þeim efnum og þyrfti þar átak. Mér virðist líka að það verði að hefja áróður fyrir því, að fá unga fólkið meira með í starfið og æfing- arnar. Mér skilst einnig, að það þurfi að byrja snemma að æfa þessa íþrótt, ef góður árangur á að nást, þeir þurfi strax að læra réttu handtökin. Það þarf vafalaust að leggja áherzlu á, að hafa þjálfara og styðja hann í verki, og hann höfum við eins og er, góðu heilli. Vona ég að stjórn- in skiptist á um að aðstoða hann og auka aðsóknina að þessum frjálsu tímum í húsinu. Hefur þú nokkuð velt fyrir þér þeim möguleika, að koma á æfinga- leikjum, leikkvöldum við önnur félög, fleiri innanfélagsmótum og gefa þannig aukna leikreynslu? Mér hefur nú dottið þetta í hug, en þá virðist vanta tíma í húsunum til slíkra framkvæmda. Þetta kostar líka tíma og vinnu, en ef menn vildu leggja þetta á sig væri það mjög æskilegt, ef tímar og húsrými væri fyrir hendi, en vel væri það athug- andi að reyna að koma þessu á á milli félaga. En eins og ég sagði í upphafi, er ég svo ókunnugur þessu öllu að ég á erfitt með að slá föstu hvað þessa starfsemi snertir, ég verð að læra af reynslunni. Að lokum vildi ég aðeins segja, að ég vona að Valur haldi áfram að dafna í hverju starfi sem félagið tekur sér fyrir hendur. Hvað snertir badmintondeildina vona ég að ég geti gert eitthvað þann litla tíma sem ég hef aflögu. 1x2 CíelrsiimsistarfNt'iniii er í fullum gsmgi. lín siuksi (isirf verulega Iilui Vsils í lienni. Er IieiliA á félagaua, stúlkur og piltsi. snY lieriYsi róiYurinn, siuksi sókuina og cfla fjárlisig ileililaunsi og |iá félsigsins í heild. Ssiiulsiksi í sóku og sigrum Valsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.