Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 70
68
VALSBLAÐIÐ
Frímunn Hclguson:
Tvœr Valkyrjur haia orðið
Sigrún og Björg Guð-
mundsdœtur: „Þetta
hefur sannarlega verið
okkur skemmtun^
Við Valsmenn höfum um langan
tíma verið ákaflega hreyknir af
kvennaflokki félagsins í handknatt-
leik. Sigrar þeirra hafa glatt gömul
og ung hjörtu. Út á við njóta þær
virðingar fyrir frammistöðu sína, að
viðhalda því erfiða hlutverki að geta
haldið sig á toppnum í svo mörg ár,
til þess þarf elju og dugnað. Þær hafa
líka verið heppnar, að hafa allan
tímann haft góða menn til að „halda
í hendina á sér“. Það hefur líka verið
heppni, bæði fyrir flokkinn og félag-
ið, að hafa haft innan hópsins af-
rekskonur sem einnig hafa sýnt hon-
um mikla tryggð, og haldið lengi út,
og þá um leið miðlað þeim, sem eru
að koma, dálitlu af reynslu sinni.
í dag eru í þessum flokki tvær
slíkar, sem hafa lengi verið máttar-
stólpar liðsins, og haldið lengi út, en
það eru þær systur Sigrún og Björg
Guðmundsdætur. Báðar hafa þær
komizt langt í íþróttinni, Sigrún t. d.
leikið 7 landsleiki í A-liði, 6 lands-
leiki í unglingalandsliði og nær 20
leiki í úrvalsliðum, og Björg, sem er
tveim árum yngri, hefur leikið 4 A-
landsleiki, 11 unglingalandsleiki og
allmarga úrvalsleiki. Sigrún hefur
leikið nokkuð á annað hundrað leiki
fyrir Val og Björg lék í haust 100.
leik sinn. Þó að Þórarinn okkar hafi
magnaö þessar ágætu stúlkur Vals,
þá má geta þess að heimili þeirra
er þrungið áhuga fyrir handknattleik
og Val. Ég vona að það sé ekkert á
pabbann hallað þó sagt sé, að mamm-
an láti ekkert framhjá sér fara þeg-
ar dætur hennar eru að keppa, eða
standa í einhverjum stórræðum í
skipulögðu félagsstarfi. Gerið upp við
ykkur hvað þið munduð segja, ef til
ykkar yrði leitað með aðstoð sem hér
hefur verið lýst. Jákvætt svar miðar
ákveðið að því að gera þetta unga
Valsfólk að betri borgurum, betri son-
um og dætrum, að gera Valssvæðið
að betri uppeldisstöð eða stofnun, þar
sem margir leggjast á eitt að annast
hluta uppeidisins á þessu efnilega
fólki, sem þar fer fram. Og hverjir
eru líklegrí íil að vinna þar gott verk
en einmitt pabbar drengjanna, og því
er spurt hér nð lokum eins og byrj-
að var: Liggja pabbar á lausu?
handknattleik. Þau sjá marga leiki
þeirra, og það leikur grunur á því að
hún hafi næstum því beint samband
við staðinn þar sem leikurinn fer
fram, til að fylgjast með gangi hans
og frammistöðu dætra sinna! Skýr-
ingin liggur ef til vill í því að á yngri
árum lék hún með meistaraflokki
Ármanns, af miklum meðfæddum
áhuga, og það virðist sem að hann
hafi ekki látið á sjá, þó að dæturnar
hafi tekið leikinn sem sitt gaman.
Þessi ágæta kona heitir Svava Jó-
hannesdóttir og lifir og hrærist í
handknattleiknum af lífi og sál, eins
og einhver orðaði það. Allt býr þetta
fólk í sama húsi, heldur vel saman.
Sigrún er húsmóðir og á einn lítinn
son, og er ekki að efa að amman
er til viðræðu til barnagæzlu, ef ann-
að bregzt, svo að Sigrún geti komizt
á æfingar.
Okkur í ritstjórninni þótti forvitni-
legt að ná tali af þeim systrum og
heyra hvað þær hefðu að segja um
handknattleiksferil sinn, og fer það
hér á eftir:
Hvenær genguð þið í Val og hvers
vegna Val?
Sigrún: Ég var nú í Ármanni til
að byrja með, en þær voru svo mikið
eldri en ég að ég átti ekki samleið
með þeim. Pabbi og mamma sögðu
að aðeins Valur eða Fram kæmi þá
til greina. Ég var nú víst búin að
lofa mér í Fram. Þá var það að
mamma horfði á einhvern leik, þar
sem Valsstúlkur voru að leik, og hét
því þá að ef Valsstúlkurnar sigruðu
í mótinu skyldi ég fara í Val. Nú,
Valur vann mótið, og þar með voru
mín örlög ráðin, án þess að ég hefði
neitt um það að segja!
Björg: Ég byrjaði í Ármanni eins
og Sigrún. Hún fór á undan mér í
Val, en þá var ég í öðrum flokki, og
hún í öðrum flokki í Val. Þá var það
segin saga, að þegar við áttum að
leika hvor á móti annarri, að þá sagði
pabbi alltaf við Sigrúnu áður en hún
fór: „Gættu þess að skjóta ekki í
Björgu litlu!“ Svo var ég ekki alls
kostar ánægð hjá Ármanni, og fór
þá yfir í Val, og mér hefur líkað þar
mjög vel.
Nú hafið þið leikið marga stóra
leiki og komið víða við, en hvaða
leikir hafa verið ykkur minnisstæð-
astir?
Sigrún: Því er erfitt að svara, það
eru svo margir skemmtilegir leikir
sem ég hef tekið þátt í með Val, þó
held ég að leikurinn gegn norska lið-
inu Skogn í Evrópubikarkeppninni
hafi verið eftirminnilegastur. Það var
skemmtilegt og spennandi að komast
í aðra umferð, það var líka sigur
fyrir handboltann hér. Mér er líka
minnisstæður leikurinn við FH-liðið
eins og það var, og unnum þá stóran
sigur.
Björg: Æ, ég veit það ekki, ég var
nú svo ung þegar við lékum á móti
Skogn, en ég man það að mér þótti
það ofsalega mikill sigur að komast
í aðra umferð. Þá er því ekki að leyna
að leikurinn við Fram í fyrravetur,
þegar við endurheimtum Islandsbik-
arinn, verður mér lengi minnisstæð-
ur. í þessum leik var ákaflega mikil
barátta, og mér er minnisstætt að
við héldum boltanum í tvær mínútur,
þrátt fyrir alla þá spennu sem var í
leiknum, og hvað leikurinn var jafn.
Eruð þið nokkuð hjátrúarfullar í
sambandi við leiki, ferðir eða annað er
varðar handknattleik ?
Sigrún: Já, ekki er laust við það.
Ég verð alltaf að hafa sama númer
á peysunni minni, eða númer 4, vera
alltaf við sama snaga í búningsklef-
anum, ég vil líka alltaf byrja sömu
megin í leik, og mér finnst alveg
ómögulegt að breyta útaf þessu, finnst
það boði eitthvað slæmt. Einu sinni
var það líka þannig, að pabbi varð
alltaf að koma og vera viðstaddur
leiki sem ég lék í. En svo vildi það
til einu sinni að hann missti úr mót,
en auðvitað varð ég að keppa, við
unnum nú mótið samt, svo það hefur
ekki verið eins nauðsynlegt síðan að
hann væri viðstaddur.
Björg: Jú, ég er ekki laus við það,
ég verð t. d. alltaf að vera í peysu
sem er með númerið 10, og mér finnst
ómögulegt að fara út í leik nema að
vera með þetta númer. Ég verð líka
alltaf að vera í sama klefanum inni
í Höll, innsta klefanum. Ég hef nú
ekki fastan snaga, en ég verð að vera
á vissu svæði í klefanum, um annað
er ekki að ræða. I sambandi við upp-
hitunarbúninginn minn hefur föst
venja skapazt hjá mér. Ef við töpum
leik eða gerum jafntefli, verð ég að
þvo búninginn rækilega, en ef við
vinnum og þó það haldi áfram lang-
tímum saman, þvæ ég hann ekki á
meðan, sama hvernig hann lítur út!
Þetta cr undarlegt, en ég ræð ekki
við þetta.
Segið mér systur, er mikið systra-
samband ykkar í milli?
Sigrún: Jú, ég býst við því, við bú-
um í sama húsi og höfum alltaf ver-
ið saman, það gerir sitt, við höfum
sömu áhugamál, þegar ég hugsa um
það nánar, held ég að sambandið sé
meira en oft er milli systra.
Björg: Ég held að það sé, við erum
aðeins tvær, engir bræður, og vegna
þess held ég að það verði mikið nán-
ara samband milli okkar. Þetta kem-
ur líka fram ef önnur hvor meiðir