Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 57

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 57
VALSBLAÐIÐ 55 þar sem annars flokks leikir voru leiknir; og þegar svo stóð á vil ég að annar flokkur fái að tefla fram sínu sterkasta liði. Það virtist vera eitthvert ósamkomulag milli stjórn- enda flokkanna um þetta. Þeir, sem stjórnuðu meistaraflokki, vildu alls ekki leyfa annars flokks mönnum, sem leikið höfðu í meistaraflokki, að vera með í leikjum annars flokks. Ég er sannfærður um, að ef við hefð- um fengið að nota annars flokks mennina, sem við áttum, hefðum við unnið öll mótin. Þetta olli óánægju hjá flokknum, sem er líka dálítið alvarlegt. Ég vildi leggja til, að allir annars flokks menn æfðu með sínum aldursflokki og væri vafi á því hvort þeir léku að staðaldri með meistaraflokki, að þá væru þeir fastir í öðrum flokki. Það á að gefa þeim tækifæri við og við, en ekki binda þá fasta í meistaraflokki, hafi þeir keppt þar. Ég var ekki ánægður með meistaraflokkinn í sumar. Ef til vill hefur það verið aðalástæðan, að þeir komust aldrei í fulla þjálfun í sumar. Þeir fengu ekki, að míriu viti, næga þrekþjálfun. Ég er viss um að þetta lið Vals hefði getað fengið meira út úr þessu ef rétt hefði verið að staðið. Andinn í A-liði annars flokks hef- ur þrátt fyrir allt verið sæmilegur, þó hafa þeir ekki mætt nógu vel á æfingar. Ef til vill hefði góð æfinga- sókn getað bjargað miklu sem tap- aðist við það, að svo margir voru fastir í meistaraflokki. Mér fannst skemmtilegt að vinna KR-ingana í Haustmótinu, því það var eini leikurinn sem þeir töpuðu á sumrinu, en þá notuðum við sterk- asta liðið okkar. Ég vil benda á, að í vormótinu töpuðum við fyrir KR 5:0, en þá voru þessir meistaraflokks annars flokks menn ekki með. Sam- vinnan milli þessara flokka var sem sagt ekki góð, en mér finnst að það verði að breytast á komandi ári og árum. Ég hef enn lítið heyrt um þessa ferð til Noregs að sumri, og ég held að ekkert sé farið að undirbúa hana. Lárus Loftsson tekur nú við þjálf- un annars flokks, og höfum við trú á honum. Kemur hann í stað Þor- steins Friðþjófsson, sem okkur féll vel við og gerði sitt bezta. Það hefði verið æskilegt að fá smá- ferð út á land í sumar, en það var fátt sem batt okkur saman félags- lega, þó ekki hefði verið nema í nokkra daga. Á næsta sumri kemur ferðin til Noregs og ætti hún og und- irbúningurinn að binda hópinn betur saman. Ég vil svo að lokum hvetja Vals- menn til að vinna vel á næsta sumri og gera betur en í ár. Reynir Vignir fyrirliði 2. fl. B Ég mun hafa gengið í Val fyrir 10 árum og byrjaði í 5. flokki. Síðan hef ég farið sveit úr sveit á leiðinni uppeftir gegnum 5., 4., 3. og annan flokk. Minnisstæðustu leikirnir frá þessum ferli eru úrslitaleikirnir í 5. flokki í íslandsmótinu bæði árin sem ég var þar, því að við unnum í bæði skiptin. Ég man ekki eftir neinum leiðin- legum leik; þetta hefur allt verið skemmtilegt og gaman að keppa og vera með, og þó að það hafi stund- um verið súrt að tapa, gleymist það furðu fljótt, nú, og svo lærir maður á töpunum. Að ég gerðist félagi í Val er senni- lega áhrif frá föður mínum. Hef víst verið með Valsblóð í æðum. 1 göt- unni, þar sem ég átti heima, vorum við margir Valsmenn, og eitt sinn fjölmenntum við á æfingu hjá Val og þá var framtíð mín ráðin í þessu efni. Ég hef alltaf haft mikla gleði og ánægju af að vera á Valssvæðinu. Notið góðrar leiðsagnar þjálfara og leiðbeinenda og eignast þar góða félaga. Ég er að mörgu leyti ánægður með þann árangur, sem B-liðið hefur náð. Við unnum Reykjavíkurmót, eigum ólokið miðsumarmóti og urðum í þriðja sæti í haustmóti. Það lamaði eðlilega liðið, að svo margir voru teknir úr A-liðinu í meistaraflokkinn. Mér finnst ekki rétt að meistaraflokk- urinn taki menn að vild frá öðrum flokki. Þetta mál er víst erfitt við að eiga, því það er litið á meistara- flokkinn sem aðaltákn félagsins. Það þyrfti að athuga þetta mál og fá það bezta út úr báðum flokkum. Félagslífið var heldur lítið, einn eða tveir fundir með flokknum. Komu heldur ekki saman í góðu tómi. Ég held að það væri mjög æskilegt að hafa fleiri fundi með flokkunum, sér- staklega fyrir stóra leiki. Ég vil geta þess hér, að dvölin í æfingabúðunum á Laugarvatni, þar sem hluti af öðrum flokki var með, var þeim til mikils gagns, bæði hvað varðar getu þeirra og svo samheldni innan flokksins. Vildi ég hvetja til þess að þessu yrði haldið áfram og þá væri allur annar flokkurinn með. Ég er ánægður með það, að annar flokkur skuli fara til Noregs næsta sumar, það verður hvatning til þess að æfa betur. Ég er hlynntur því að svona ferðum verði haldið áfram með vissu árabili. Ég er ekki ánægður með meistara- flokkinn eins og hann var í sumar. Ég held að það sé ekki nóg sam- heldni, ekki veruleg leikgleði í lið- inu og baráttuviljinn takmarkaður. Maður hafði búizt við meiru í byrjun keppnistímabilsins, eins og manni fannst það góðir menn sem þar voru. Ég vil að lokum þakka þjálfaran- um og félögum mínum fyrir sam- starfið í sumar og vonast eftir að geta sem oftast verið með þeim á komandi sumri. Handknattleikur: Jóhann Ingólfsson fyrirliði 4. fl. Eg byrjaði að æfa handknattleik fyrir tveimur árum. Æfði þá með Víkingi, en mér féll það ekki, því þjálf- arinn kom stundum ekki og þá réðu stóru strákarnir og við minni feng- um ekki að vera með. Þá var það bekkjarbróðir minn í skólanum, sem var í Val, sem sagði að ég skyldi fara einu sinni á æfingu hjá Val og sjá til, hvernig mér líkaði þar. Gerði ég það og þar fannst mér gott að vera og ákvað að ganga í Val. Fyrst voru þetta nú bara æfingar og hafði ég gaman af þeim, en svo í Reykjavík- urmótinu í fyrra lék ég fyrsta leik- inn og þá við Víking og varð jafn- tefli: 4:4. Ég var dálítið taugaóstyrk- ur og var lítið með, en mætti þó á öllum leikjum, enda voru hinir dreng- irnir betri en ég. Einna eftirminnilegasti leikurinn sem ég hef leikið var leikurinn við ÍR í íslandsmótinu. Við unnum leikinn með 11:1. Ég man nú ekki eftir fleiri leikjum, sem mér eru minnisstæðir. Það hefur bara verið gaman að vera með, og fá að halda hópinn með hin- um drengjunum. Þetta er sæmilega samstillt lið, þó komum við lítið saman á fundi til þess að ræða um leikinn og félagið. Mér finnst að það ætti að hafa fundi eftir æfingar við og við og spjalla um hand- knattleikinn og leikina sem næstir eru og við eigum að leika. Mér finnst líka æfingarnar vera of stuttar og ættu að vera fleiri ef það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.