Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 5
VALSBLAÐIÐ 3 VALUR 60 ÁRA Á árinu 1970 skipaði stjórn félags- ins nefnd til þess að undirbúa afmæl- isár félagsins. Gerði stjórnin ráð fyr- ir því, að af því tilefni kæmu fram þeir aðilar sem sjá um íþróttastarf- semi félagsins sérstaklega, og þeim öðrum greinum, sem stundaðar eru innan félagsins, þótt í smærri stíl væri. Ennfremur að efnt yrði til myndarlegs afmælishófs fyrir félags- menn, sem aldur hefðu til þátttöku. Átti þetta að vera nokkurs konar þverskurður af starfsemi Vals eins og hún lítur út á þessum merkilegu tímamótum. Samdi nefndin skrá um allt. það, sem hún lagði til um hátíðahöldin, og hafði til þess samráð við deildir og aðra sem það snerti. Urðu þessi atriði alls 22, og munu flest þeirra hafa farið fram á tilsettum tíma. Nefndin var skipuð eftirtöldum mönnum: Ægir Ferdinandsson, form., Frímann Helgason, Friðjón B. Frið- jónsson, Einar Björnsson, Þórarinn Eyþórsson. Verður leitazt við að segja frá þess- um atriðum í stórum dráttum hér á eftir. Veglegt afmœlishóf að Hótel Borg 3. apríl Mikill mannfagnaður var haldinn að Hótel Borg og komu þangað marg- ir félagsmenn og boðsgestir. Formað- ur hátíðarnefndarinnar, Ægir Ferd- inandsson, setti hófið með stuttri ræðu, en veizlustjóri var Frímann Helgason. Aðalræðuna við þetta tækifæri flutti formaður félagsins Þórður Þor- kelsson, og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr ræðu Þórðar: — — — ,,Við Valsmenn munum ávallt minnast þess með stolti, að flautað var til leiks af nokkrum drengjum úr unglingadeild KFUM, sem stofnuðu Val 11. maí 1911. Við Valsmenn munum ávallt hugsa til séra Friðriks Friðrikssonar, sem fljótt kom auga á gildi íþróttanna fyrir æskuna, var síhvetjandi ungu Vottuð er látnum stofnendum Vals og brautryðjend- um svo og öllum Vals-félögum, sem horfnir eru yfir móð- una miklu, virðing og þökk, jafnframt því sem hylltir eru þeir, sem enn dvelja vor á meðal. Minnzt er KFUM, þar sem félag vort á rætur sínar og upphafs þess er að leita. Sérstaklega þó séra Friðriks, hugsjónamannsins og æskulýðsleiðtogans. Bræðrafélög- um og öðrum íþróttasamtökum, og heildarsamtökunum, ÍSÍ, er flutt þakklæti fyrir áratuga samvinnu í leik og starfi, í bliðu sem stríðu. Þakkaður er opinberum aðilum margs konar stuðningur við starf vort og síaukinn skiln- ingur á gildi þess á liðnum árum. Valur hefur á þeim sex áratugum, sem hann hefur starfað, vaxið frá því að vera samtök fáeinna ungra drengja en duginikilla, í það að verða sterkt félag, sem ungir menn og konur hafa fylkt sér um í æ rikara mæli. Jafnframt því sem aðstaða öll til íþróttastarfsins hefur verið aukin og endurbætt frá ári til árs. Mjór er mikils vísir, segir máltækið, það sannast hér í sambandi við framgang Vals. Vart mun ungu drengjunum, sem hófu merki Vals fyrir sex áratugum, hafa boðið það í grun, að er tímar liðu fram myndi upp af fræi þeirra vaxa slíkur voldugur meiður, íþróttalega og félagslega, sem Valur er í dag. Valsfélagar! Hvað framtíðin ber í skauti, fær enginn séð, hversu feginn sem hann vildi. En sé sagan skoðuð í ljósi fortíðarinnar, er ekki ástæða til annars en vænta hins bezta af framtíðinni. Oss er það ljóst að verkefni framtiðarinnar eru margþætt og því aðeins fáum við leyst þau að allir, yngri og eldri félagar, þoki sér þétt saman um hugsjónaarf og framtíðarheill félagsins. Stjórn Vals afmælisárið: Frá vinstri: Jón Kristjánsson, Einar Björnsson, Friðjón B. Friðjónsson, Þórður Þorkelsson formaður, Karl H. Sigurðsson, Hermann Gunnarsson og Þórarinn Eyþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.