Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 33
VALSBLAÐIÐ
31
Eru þér minnisstæðir sundmenn frá
þessum árum?
Já, mér er t. d. Friðrik Eyfjörð
mjög eftirminnilegur; Gísli Þorkels-
son, mjög góður vatnsknattleiksmað-
ur; svo voru ágætir menn í liði Ár-
manns eins og Þorsteinn Hjálmars-
son, og ákaflega góðir vinir mínir
allt þetta á eftir. Af okkar eigin
mönnum má nefna Jón Inga Guð-
mundsson, Jón D. Jónsson, Magnús
Pálsson, Ingiberg Sveinsson, og ekki
má gleyma Þórði Guðmundssyni, sem
er sennilega einhver bezti vatnsknatt-
leiksmaður sem hér hefur verið fyrr
og síðar. Alltaf traustur og öruggur,
maður sem alltaf stóð fyrir sínu, og
lék það afrek að verða Islandsmeist-
ari með 10 ára millibili.
Mér er minnisstætt eitt sundmót
sem ég tók þátt í, og það var þegar
Sundhöllin var vígð. Ég var þá kandi-
dat á Landspítalanum. Átti frí með-
an mótið fór fram, en átti ekki að
fá það vegna anna á spítalanum. Varð
það til þess að ég kom á síðustu
stundu til keppninnar, og var þar að
auki mjög þreyttur. Mig minnir fast-
lega að ég hafi unnið mitt sund alveg
á síðustu metrunum, en það voru að
mig minnir 100 m. Faðir minn hafði
alltaf verið á móti keppni, og miklum
æfingum, það tefði frá námi, honum
fannst víst að mér veitti ekki af öll-
um mínum tíma við námið, ég hef
víst ekki verið nógu heill í náminu,
klofinn í marga hluta, á milli áhuga-
málanna; hann var alltaf hræddur
um að ég mundi ekki standa mig við
námið. En það sýndi sig nú síðar
að það var ástæðulaust. Útvarpað
var frá þessari vígslu Sundhallar-
innar, og hlustaði faðir minn á út-
sendinguna. Þegar fór að draga að
leikslokum var farið að nefna nöfn
þeirra sem fremstir voru, og kom þá
mitt nafn fram, og þó ekki fyrr en
á síðustu metrunum, því það var ekki
fyrr en á síðustu metranum sem gert
var út um sundið, og sigurinn því
óvæntur fyrir alla, og sjálfan mig
líka. Hann hlustaði á þetta, og ég
heyrði eftir þetta að þá fannst hon-
um meira til um þessa „íþróttavit-
leysu“, eins og hann kallaði það, en
áður.
Ólympíuför 1936 og keppni í vatns-
knattleik.
Hvað vilt þú segja mér um Ólympíu-
för vatnsknattleiksmanna 1936, sem
þú varst þátttakandi í?
Það var sérstaklega gaman fyrir
mig að fara þessa ferð með mínum
góðu vinum. Ég hafði ekki verið
heima nema hluta úr ári. Áður hafði
ég verið mikið í burtu, mest í Þýzka-
landi, og var því létt fyrir mig, þar
sem ég þóttist vera fær í tungumál-
inu, eftir tveggja ára nám þar. Ég
þekkti líka styrkleika Þjóðverjanna
í vatnsknattleik. Ég hafði keppt með
þýzka háskólanum sem ég var í og
það var gott lið, og margir færari þar
en ég þó ég fengi að vera í kapplið-
inu. Ég vissi að þeir voru sterkir og
ég varaði þá við þessu hér heima.
Við yrðum að beita sterkari brögð-
um, og taka sterkara á þessu, sýna
meiri hörku en við gerðum.
Það sýndi sig líka þegar við kom-
um út. Ferðin var mjög ánægjuleg
og við lærðum mikið á henni. Við
kepptum við nokkur lið þarna, og
mig minnir að við höfum unnið suma
leikina, en leikjunum í sjálfri olympíu-
keppninni töpuðum við öllum. Við
lögðum mikið að okkur í þessari
keppni. Ég held að ég hefði ekki ver-
ið talinn feitur nú til dags þegar ég
fór í þessa för, var satt að segja tálg-
aður, en ég léttist um 6 kg. keppnis-
tímabilið í Berlín, og ég veit ekki
satt að segja hvaðan þessi kíló komu,
en þau voru farin. Og hinir lögðu
ekki minna að sér en ég.
Við töpuðum og var ég sá eini sem
var rekinn úr leik í sjálfri Ól-keppn-
inni, og ég held að ég sé eini íslend-
ingurinn sem hefur verið rekinn úr
leik á Olympíuleikum. Ég skammast
mín ekkert fyrir það, ég var beittur
óleyfilegri hörku og tók á móti eins
og ég var maður til, reyndar vorum
við báðir reknir upp úr, en ég var
sá eini sem hef hinn nefnda ,,heið-
ur“!
Mér er eftirminnilegt að Þjóðverj-
arnir, Ungverjarnir og mig minnir
Bandaríkjamennirnir voru í sérflokki,
en við æfðum með þeim. í liði þeirra
voru tveir læknar með og hafði ég
gaman af að sjá þá, því að í þá daga
var heldur litið niður á þá hér heima,
sem fengust við langskólanám og
voru einnig í íþróttum. Það var talið
að það gæti ekki farið saman. Ég
fékk sönnun fyrir því, sem ég vissi
reyndar með sjálfum mér, og hafði
séð í Þýzkalandi að háskólamennirnir
voru oft þeirra beztu menn.
Kepptir þú nokkurntíma í sundi á
námsárum þínum erlendis?
Ég keppti aðeins í vatnsknattleikn-
um fyrir Albertus Universitet í Kön-
igsberg. En svo lenti ég í svolitlu
skemmtilegu ævintýri, sem ég man
ekki hvort ég hef sagt þér frá. Ég
lenti með nokkrum útlendingum og
Þjóðverjum í bæ, sem mig minnir
að heiti Allenstein. Svo hittist á, að
í þessum hópi var maður sem var í
sama félagi í New York og Peter
Fick, þáverandi heimsmeistari í skrið-
sundi, og átti heimsmetið. Lét hann
mikið af þessu, var í sundbol með
Ólympíufarar 1936:
Aftasta röð f. v.: Magnús B. Pálsson, Þórður Guðmundsson, Jón Pálsson,
Þorsteinn Hjálmarsson, Stefán Jónsson. — Miðröð: Úlfar Þórðarson, Jón
1). Jónsson, Jónas Halldórsson, Rögnvaldur Sigurjónsson. — Fremstir: Jón
Ingi Guðmundsson og Pétur Snæland.