Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 58

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 58
56 VALSBLAÐIÐ á að nást sæmilegur árangur. I fyrra komu oft um 40 drengir á æfingarn- ar og ég geri ráð fyrir að það verði svipað í vetur. Mér finnst því æski- legt að reynt verði að fá annan þjálf- ara til að hjálpa til, þar sem þeir skiptu hópnum á milli sín og kenndu hvor sínum hópi. Ég held að það fengist meiri árangur með því. Æfingarnar eru góðar, fyrst hlaup, síðan æfingar á gólfi, sem gefa aukið þrek og kraft. Ég er ánægður með að lifa og hrær- ast í þessu og hef hugsað mér að halda því áfram. Davíð Lúðvíksson fyrirliði 3. fl. Þessi ungi maður kom fram í þess- um þætti fyrir tveimur árum, þá fyrir- liði í 4. fl. Hann byrjaði í Val fyr- ir þremur árum og er áhugamaður bæði um handknattleik og knatt- spyrnu. Enn er hann forustumaðurinn í sín- um flokki og segir nú frá viðhorfi sínu eftir síðasta keppnistímabil. Ég get nú ekki annað sagt en að við höfðum heldur slæma vertíð á s.l. vetri. Ég veit nú ekki almennilega hvers vegna. Nú, það gæti stafað af því að liðin sem við lékum við voru sterkari en við. Mörg liðin voru sterk og vel leikandi, þó náðum við oft vel saman, og þá sérstaklega móti sterk- ari liðunum eins og Víking. Kom mjög á óvart frammistaða liðsins í leikn- um við Víking, sem vann mótið. Voru þeir búnir að vinna alla keppinauta sína í mótinu. Leikurinn við okkur var ákaflega jafn og þegar eftir er hálf mínúta standa leikar 7:7, en þá er dæmt vítakast á okkur. Skotið lendir í stöng, en Víkingar ná bolt- anum og skora. Þetta var svona eftir á dálítið ergilegt, en samt sem áður var þetta góð frammistaða. Þjálfarar flokksins voru mjög góðir og sannarlega ekkert upp á þá að klaga, en það voru Stefán Gunnars- son og Geirarður Geirarðsson. Félagsandinn var mjög góður og mótaðist hann í þá átt á s.l. vetri. Við komum saman fyrir leiki, rædd- um um leikinn, hituðum okkur upp og komum til leiks heitir og frískir. Eins og ég sagði var samheldnin góð, og var margt gert fyrir okkur á tíma- bilinu. Kaffifundir voru haldnir í félagsheimilinu, plötukvöldum var komið á og farnar voru skálaferðir og var þetta allt vel sótt. Er æskilegt að þetta haldi áfram á komandi keppnistímabili. Liðið var ungt að árum og verður svo að segja það sama og á s.l. tíma- bili, svo við ættum að geta staðið okkur vel í vetur, og benda fyrstu aukaleikirnir núna til þess, miðað við æfingafjölda. Ég er því bjartsýnn með komandi keppnistímabil. Það má gjarnan koma hér fram, að eftir eina æfinguna um daginn, bað einn piltanna alla viðstadda, sem fengjust við að reykja, að rétta upp hendi. Enginn lyfti upp hendi, og ég er sannfærður um að þetta var sann- leikanum samkvæmt. Þetta finnst mér loía góðu fyrir þá og okkur í flokknum. Mér þykir líka trúlegt að fá félög í Reykjavík eða flokkar á þessum aldri hafi sömu sögu að segja. Þjálfarar okkar í vetur verða Þórð- ur Sigurðsson og Stefán Bergsson, og er ég sannfærður um að þeir eiga að geta leitt liðið til sigurs á kom- andi keppnistímabili. Æfingar þeirra eru góðar, og ég efa ekki að ef drengirnir halda áfram að stunda æfingarnar af kappi í vetur og verða með í félagslífinu. Það má geta þess að það var ætl- unin að fara til Akureyrar í fyrra- vetur og keppa þar við heimamenn, en daginn sem átti að fara hamlaði veður, svo að ekkert varð úr ferð- inni. Ef til vill verður hægt að taka málið upp að nýju í vetur. Mér fellur vel að æfa og starfa með Val, og ég tel að Valur sé kominn lengst í félagsstarfinu yfirleitt. Ég hef gaman af þessum leik, og ég held að það sé nauðsynlegt fyrir unga drengi að takast á við jafnaldra sína og reyna sig, jafnvel þó maður geti átt von á því að koma haltrandi heim eða með brákað nef! Iþróttir eru nú einu sinni íþróttir og þar verður kapp- ið að koma með ef árangur á að nást. Jóhann Ingi Gunnarsson fyrirliði 2. fl. Jóhann hefur komið áður fram í þessum þætti, og er þar rakinn íþrótta- ferill hans á byrjunarárunum. Er hann fullur áhuga og hefur nú, þótt ungur sé, byrjað á að leiðbeina þeim yngstu og kvað það lofa góðu. Hann segir nú nokkuð frá síðasta keppnis- tímabili í 2. fl. í handknattleik. Þetta byrjaði vel hjá okkur í fyrra- haust, því að þá urðum við Reykja- víkurmeistarar. Kom það nokkuð á óvart, og má segja að svolítil heppni hafi verið með okkur. Nokkur af sterkari félögunum töpuðu stigum í leikjum sín á milli eða gerðu jafn- tefli. Við töpuðum aðeins fyrir Fram. Þetta var kærkominn sigur, og fyrsta mótið sem ég er með í að vinna, í handknattleik. í móti þessu var erf- iðasti leikurinn við KR, en þar áttum við í höggi við sterka vörn, skipaða stórum og sterkum mönnum, en okkar strákar voru léttir og léku mikið línu- spil. í íslandsmótinu vorum við í 3.—4. sæti í Reykjavíkurriðlinum og var það ekki svo slæmt. Flestir þeirra, eða 6 talsins, leika með flokknum næsta ár. Ég verð því að vera bjart- sýnn með veturinn í vetur. Byrjunin í Reykjavíkurmótinu lofar góðu, við höfum leikið tvo leiki og unnið báða. Þetta verða allt erfiðir leikir, og maður verður að taka alla leiki al- varlega. Ég tel, að liðið sé mun sterk- ara en það var í fyrrahaust, og það er mun meiri áhugi meðal piltanna. Margir þeirra æfðu talsvert úti í sumar með meistaraflokki, og mæli ég með því að flokkurinn æfi úti á sumrin. Þó vil ég að þeir fái tíma til að hvílast alveg svo sem einn mánuð, annars er hætt við leikleiða. I fyrra óskuðum við eftir því að fara til Akureyrar, í keppnisferð, en stjórn deildarinnar hafði ekki tíma til að anna því, og til merkis um ann- ríki stjórnarinnar hefur hún ekki haft tíma til að afhenda okkur þau skjöl sem við áttum að fá eftir sigurinn í Reykjavíkurmótinu. Ég vona að úr ferð til Akureyrar verði í vetur, og þá helzt áður en Islandsmótið hefst, því slík ferð þjappar drengjunum saman. Við söfnuðum nokkru fé til ferðarinnar, og ætlum bráðum að byrja aftur að safna í ferðasjóðinn. Ég er mjög ánægður með meistara- flokkinn í handknattleik. Þeir eru orðnir stórveldi, enda taka þeir þetta allt mjög alvarlega, og hafa tekið miklum framförum eftir að þeir fóru að stunda lyftingarnar, eru þeir í stöðugri framför, og vona ég að þeir vinni íslandsmótið í vetur. Einnig vona ég að yngri flokkarn- ir vinni íslandsmót í vetur, en það hefur ekki gerzt í mörg ár. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvernig á því stendur. Verið gæti að þeim sé ekki sinnt nóg. Einnig gæti verið að önnur ástæðan væri að við kepp- um á mikið stærri velli en við höfum aðstöðu til á Hlíðarenda, en viðbrigð- in eru ótrúlega mikil. Við kunnum ekki nógu vel á því lagið að nota breiddina til þess ýtrasta, og það tekur tíma að venjast því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.