Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 65

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 65
VALSBLAÐIÐ 63 Bjarni Harðarson, 14 ára, í miðið þeirra keppnismanna heimilisins. Hann hafði þetta að segja: Þegar ég var 10 ára gamall gekk ég í Val og fór þá strax að æfa með félaginu og þótti gaman. Ég fór fljótt að keppa með C-liðinu í fimmta flokki. Fyrsti leikurinn minn var við KR, og unnum við 1:0. Ég var nú anzi taugaóstyrkur fyrir leikinn, en það lagaðist. Næsti leikur, sem ég lék, var með B-liðinu í fimmta flokki. Á þess- um árum var ég alltaf yngstur og minnstur af drengjunum, svo að þetta var dálítið erfitt. Næsta ár fór ég svo í A-liðið og var með því eftir það þangað til ég fluttist upp í fjórða flokk. Meðan ég var í þessum flokki er mér minnisstæður leikur, sem við lékum í Vestmannaeyjum í íslands- móti, því að hann var þýðingarmikill fyrir okkur, við þurftum að vinna til að komast í úrslit og ef við hefðum unnið hann hefðum við verið nokkuð öruggir með að vinna mótið. Mér fannst við vera betri aðilinn og skor- uðum mark, en þá fór dómarinn að dæma einkennilega eða þannig, að við skyldum ekkert í dómunum. Dæmdi á okkur víti, sem þeir jöfnuðu úr. Ekki nóg með það, menn, sem tóku tím- ann, sögðu að hann hefði látið leik- inn standa mörgum mínútum lengur en tilskilið er, eða að því er virtist þar til þeir höfðu skorað. Þetta vor- um við óánægðir með. Þegar ég kom í fjórða flokk var ég látinn leika með A-liðinu. Lék svo síð- ar með B-liði. í sumar lék ég svo með A-liðinu, og þar var úrslitaleikurinn í Islandsmótinu skemmtilegastur, en hann fór fram á Melavellinum. Þetta var leikur við KR-inga, sem höfðu unnið tvö ár í röð, svo að við urðum að standa okkur og það tókst, því að við unnum 4:2. Þeir voru leiðir yfir þessu og bakvörðurinn mín megin gat ekki stillt sig og varð ég fyrir barð- inu á honum. Það var gaman og spenn- andi að ganga útaf í þessum leik sem sigurvegari. Eina ferðin, sem við fórum í sum- ar, var þegar við lékum við Sandgerð- inga í íslandsmótinu. Svo fórum við til Laugarvatns í æfingabúðirnar þar, og þótti mér það skemmtilegt og vildi fara þangað aftur. Annars þykir mér skemmtilegt að vera með drengjunum á Valssvæðinu, það er svo góður andi á milli okkar í flokknum. Jú, mig dreymir um það að halda áfram, kom- ast í lið á hverju ári, og þá helzt bezta liðið, og dreymir ekki alla um það að komast einhverntíma í meistara- flokk. Hilmar Harðarson, 11 ára, yngstur þeirra bræðra, var síðastur þessarar ágætu fjölskyldu, sem ræðir við okk- ur að þessu sinni og segist honum frá á þessa leið: Ég þekkti dreng hér rétt hjá, sem var í Val og byrjaði að fara með hon- um á æfingar. Svo fór hann í C-lið og fór ég með honum að horfa á æf- ingu og þá fékk ég að vera með. Næsta dag á eftir fékk ég að keppa. Ég man nú vel eftir fyrsta kappleikn- um, sem ég tók þátt í, það var á móti KR, og við unnum þann leik 2:1. Mér gekk bara vel í þeim leik, svo að ég hélt áfram í C-liðinu og var þá á „kanti“. I sumar var ég innherji og í úrslitaleiknum síðast var ég fram- vörður. Jú, ég hef skorað nokkur mörk. Þegar ég skoraði fyrsta markið var ég voða æstur, það var á móti Víkingi, minnir mig. Þá stend ég við vítateig, þegar boltinn kemur til mín, gat ég varla sparkað, en loksins gat ég pot- að í poltann og hann veltur inn yfir línuna. I íslandsmótinu hef ég, að mig minnir, skorað 8 mörk. Fríiu an n Helfiuson: Það þarf vafalaust ekki að kynna þennan hóp fyrir lesendum Valsblaðs- ins, við höfum gert það í tveimur síð- ustu blöðum, en ef það kynni að vera einhver sem ekki vissi deili á þessum „ekkjum“ er rétt að skýra það svo- lítið nánar. Þetta eru konurnar sem svo langtímum saman eru mannlaus- ar, vegna þess að eiginmennirnir eru oft í löngum ferðalögum og keppni Mér finnst gaman að leika mér á Hlíðarenda með drengjunum og mér finnst að þar muni ég vera eins lengi og ég hef áhuga fyrir fótbolta, sem ég vona að verði lengi. Ég fylgist svo- lítið með bræðrum mínum, en Bjarni keppir oftast um sama leyti og ég, en ég horfi á Guðjón á æfingum og mér fellur illa ef hann gerir skissur, en það gerist nú ekki svo oft. Þetta hefur allt gengið vei. I fyrra vorum við íslandsmeistarar i 5. fl. A. Þó var það ekki gott, þegar við töp- uðum 8:2 fyrir Þrótti, það var leið- inlegt. Við bættum nú fyrir það árið eftir með því að vinna Þrótt 8:3 og það var nú ekki eins leiðinlegt. I fyrra æfði ég allar greinar í Val nema skíðin. Hætti svo við körfuna, en held nú áfram með fótboltann og handboltann, en mér finnst fótboltinn skemmtilegri. Annars finnst mér þetta allt afar skemmtilegt. við aðra eiginmenn hingað og þangað um landið. Þetta eru konurnar sem sitja einar heima sumarkvöldin löng og björt, á meðan eiginmennirnir hlaupa löðursveittir (eða a. m. k. eiga að vera það) um völl félagsins til þess að búa sig undir næstu keppni. Þetta eru konurnar sem taka á móti mönnum sínum og gleðjast með þeim þegar vel gengur, en lesa þeim Frá vinstri: Jóhanna B. Hanksdóttir, Margrét Steingrímsdóttir, Ragnheiður Lárus- dóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Birna Óskarsdóttir, Þuríður Sölvadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Frímann Helgason. — Á myndina vantar Helgu Hafsteinsdóttir og Ester Magnúsdóttur. aldrei stœltari en nú 55Valsekkjurnar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.