Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 24
22 VALSBLAÐIÐ að því, að Valur þarf að eignast hús- rými á stærð við þá keppnissali sem leikir þeirra fara fram í. Eins og er björgum við því með því að fá á leigu íþróttahöllina til æfinga fyrir þessa flokka. Hvað snertir yngri flokkana er aðsóknin orðin svo mikil, að það kemst ekki allt að og þyrfti því að skipta í flokkunum, en það þýðir fleiri tíma í húsinu fyrir þetta fólk, sem sækir til félagsins. Þetta er vissulega framtíðarmál Vals. Að lokum vil ég láta í Ijós von um það, að árangurinn á nýbyrjuðu keppnisári verði ekki lakari en í fyrra og þá getum við vel við unað. „Komin er ein hvít fjöður í Ljóta andarungann“ satftM Siqunyar llvlqasan, fartn. Karfuhnaítleiks- deildar Við spjölluðum við formann yngstu greinarinnar á stofni Vals og fer það hér á eftir: Hefur þetta fyrsta ár í Val orðið betra eða lakara en þú bjóst við? Félagslega séð hefur þetta gengið betur en áður, þar hefur verið að- staða til stjórnarfunda og auk þess héldum við nokkra félagsfundi með kvikmyndasýningum o. fl. Það er þægilegt að geta verið heima hjá sér eða hafa sameiginlegan sama- stað. Það er léttara í öllu starfi og má segja að það hafi komið vel út. Hvernig hafa félagarnir almennt unað breytingunni ? Reyndin hefur orðið sú, að þeir gömlu hafa týnzt og liggja þar til vissar ástæður. Þeir stofnuðu þetta félag og sumir voru í öðrum félög- um, þar sem slík deild var ekki til í Val. Ég hef það á tilfinningunni, að flestir þeirra tapist alveg og eru mér það nokkur vonbrigði, þar sem ég taldi, að við hefðum loforð þeirra um að halda áfram og styðja deildina. Hvað þá yngri snertir kemur fram, að þeir halda hópinn og hluti þeirra er úr röðum Vals eða öðrum grein- um félagsins. Hefur aðstaðan verið betri eða lak- ari en þú bjóst við? Heppnin hefur ekki verið okkar megin. Sumir þjálfara okkar hafa orð- ið að draga sig til baka, vegna náms og vegna húsbygginga. Þó hefur ár- angur verið allgóður í méistaraflokki, en árangurinn byggist á góðum þjálf- urum. í rauninni hefði meistaraflokkur átt að vera á toppnum í fyrravetur, og í lokin sýndu þeir hvað þeir geta. Ástæðan til þess að ekki gekk betur var sú, að nokkrir af hinum almennu leikmönnum stóðu í þeirri meiningu að þeir væru að leggja á sig æfingar fyrir þá, sem kosnir væru í stjórn deildarinnar og krefjast árangurs. Hvers vegna segir þú það, Sigurð- ur? Vegna þess að þeir, sem vinna stjórnstörfin af áhuga, hljóta aðeins endurgjald, og það eina sem þeir geta státað af, þegar sigur vinnst hjá keppnisflokkunum og sú eina greiðsla sem þeir krefjast, þegar þeir taka við kosningu í deildinni. Oft er okkur legið á hálsi fyrir að starfa ekki nóg og getur það ekki verið af því að hinn almenni keppandi í körfuknatt- leiknum hafi ekki lagt sig fram sem skyldi við æfingar og félagsstörf. Ég er ánægður með að hafa eign- azt íslandsmeistara í körfuknattleik í þriðja flokki. Sá skuggi hvíiir þó yfir þeim sigri, að KR-ingar hafa kært leikinn. Þetta er raunar skuggi yfir körfuknattleiknum á íslandi. Kært var vegna þess að kærendur töldu, að leikurinn hefði byrjað 4 mínútum fyrir umsaminn tíma, en leikurinn hófst þremur og hálfum tíma eftir auglýstan tíma. Leikurinn byrjaði samkvæmt ákvörðun dómar- ans, sem taldi sína klukku rétta, og vert er að geta þess, að allir leikmenn frá báðum aðilum voru komnir til leiks. Ýmislegt, sem sett hefur verið fram í máli þessu, gegnir mikilli furðu og verður ekki rakið frekar hér, en gæti orðið hæpið fyrir körfuknatt- leikinn í landinu ef á það yrði hlustað. Dómur hefur ekki verið felldur ennþá. Þetta þriðjaflokks-lið okkar er efnilegt og bindum við miklar vonir við það í framtíðinni, en það er held- ur fámennt. Hvað snertir húsrými til æfinga fyrir flokka deildarinnar er sú að- staða lakari enn sem komið er, en hún var áður. Þeir hafa tvo tíma á viku, en þyrftu að hafa fjóra tíma á viku, ef vel ætti að vera, og er það erfitt að halda uppi æfingum, þegar þarf að vera með þær í fjórum húsum í borginni. Og allt bendir til þess, að ef um aukningu verður að ræða á tímum, að það verði í fimmta húsinu, og kæmi til þess þyrfti deildin að eiga um 50 bolta til afnota og mættu vel- unnarar deildarinnar veita því at- hygli. Ert þú ánægður með samstarfið við aðrar deildir Vals? Já, ég er ánægður með það og ég felli mig vel við andrúmsloftið á Hlíðarenda. Þó er sumt öðruvísi en ég hafði hugsað mér og á ég þar við samband KFUM og Vals, sem mér finnst vera of lítið. Hefur deildinni tekizt að fá þjálf- ara og leiðbeinendur á komandi ári? Góðu heilli hefur Ólafur Thorlací- us tekið að sér að þjálfa meistara- flokk og annan flokk í vetur, og bind- um við miklar vonir við það. Sama er að segja um þjálfara þriðja flokks og fjórða flokks, en Jóhannes Eð- valdsson hefur tekið það að sér og vonum við að vel takist til. Þórhall- ur Runólfsson hefur lofað að taka að sér þjálfun, þegar hann hefur lokið við að ganga frá húsnæði fyrir sig. Ert þú bjartsýnn með framtíðina, og eru nokkur sérstök verkefni sem þið vinnið að? Fyrir atbeina Körfuknattleiksdeild- ar Vals kom hingað til lands erlend- ur þjálfari, sem starfaði hér á vegum KKl með góðum árangri, en til þess að þetta kæmi að fullum notum þyrfti slíkt að ske annað hvert ár. Þátttaka var ekki nógu góð í námskeiðunum, en tíminn var að þessu sinni ekki heppilegur, vegna atvinnu manna og sumarfría. Þetta var að mínu viti bezti þjálfari sem komið hefur til ís- lands. Það má kalla bjartsýni þegar ég segi við mína menn: Við verðum í 1.—2. sæti í ár, og förum svo út og reynum okkur þar, en það hefst ekki nema með erfiði og aftur erfiði. Þess má svo geta að lokum, að komin er ein hvít fjöður í ,,Ljóta“ andarungann! „Starfsemin i skíða- skálanum verður að breylast^, saqdi farm. Shídadeildur. Stefán Hallqrínissan Skíðadeild Vals er sá þáttur í starfi félagsins, sem átt hefur í mestum erfiðleikum á árinu og kemur þar ýmislegt til, og þá ef til vill mest lítil snjókoma og er þar raunar fleira sem því veldur. Stefán Hallgrímsson, formaður skíðadeildarinnar, er sá maðurinn, sem með mestri elju og ótrúlegum áhuga hefur sinnt þessu máli félagsins, og báðum við hann að segja svolítið frá þessu „olnboga- barni“ félagsins, ef svo mætti segja, og fer það hér á eftir: — Yfirleitt voru það fáir sem komu í skálann um helgar á s.l. vetri, þetta 6—12 þegar farið var. Um páskana reyndum við að halda opnu, en það komu aðeins 6—7 unglingar, svo að þetta var heldur dauflegt. Hvað þarf að gera til að skapa áhuga, að þínu áliti, Stefán? Það þarf að fá nýtt fólk til þess að koma í skálann. Félagið er ekki eins og það var, það eru leikir um hverja einustu helgi, bæði sumar og vetur, sem sagt aldrei friður, aldrei helgarfrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.