Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 20
18
VALSBLAÐIÐ
3. sæti, skoruðu 17 mörk geg-n 15, og
hlutu 7 stig.
I íslandsmóti 1971, urðu þær í 3. sæti
í Reykjavíkurriðli, skoruðu 26 mörk
g-eg-n 15, og hlutu 9 stig.
Aðsókn að mótinu var mjög slæm,
enda var veðrið afleitt flesta mótsdag-
ana, rigning og rok, og oft mjög dimmt
yfir, þannig að erfitt var oft að sjá
boltann. Fjárhagsleg útkoma úr mótinu
var í samræmi við aðsóknina. Stjórnin
vill þakka Þórarni og meðnefndarmönn-
um hans frábær störf, sem þeir inntu á
mótinu í alls konar veðrum, og létu eng-
an bilbug á sér finna.
Heimsókn Árhus K. F. U. M.
Dagana 5. til 9. nóvember dvaldi hér
í boði handknattleiksdeildar Vals danska
I. deildarliðið Árhus K. F. U. M. í tilefni
60 ára afmælis Vals fyrr á þessu ári.
Lék það hér þrjá leiki gegn Val, F. H.
og úrvalsliði H. S. í. Fóru leikar þann-
ig, að liðið tapaði tveimur fyrstu leikj-
um sínum gegn Val með 23—18 og með
17—-15 gegn F. H., en tókst að sigra
úrvalslið H. S. 1. með 20 mörkum gegn
19. Danirnir rómuðu mjög dvöl sína
þennan stutta tíma, sem þeir dvöldu á
Islandi, enda reyndi móttökunefndin að
gera allt til að ferð þessi tækist sem
bezt. Var meðal annars farið með þá á
Þingvelli og reynt að koma þeim í út-
reiðartúr (pá hesteryg), sem því miður
mistókst, þar sem ekki var hægt að út-
vega hesta. íþróttaráð Reykjavíkur
sýndi gestunum þá vinsemd, að bjóða
þeim ásamt móttökunefnd í hádegis-
verðarboð á Hótel Sögu, en handknatt-
leiksdeild Vals hélt þeim síðasta kvöld-
ið lokahóf með „Smörrebröd og öl“ að
Hótel Loftleiðum. Mestan þátt í að heim-
sókn þessi varð möguleg átti Bjarni Jóns-
son, en hann dvelur sem kunnugt er um
þessar mundir í Árhus við nám í tækni-
háskóla þar og æfir og leikur með I.
deildarliði Árhus K. F. U. M., var hann
milligöngumaður Vals og Árhús K. F.
U. M., meðan samningar um ferð þessa
stóðu yfir.
Ferðalög
Meistaraflokkur karla fór í keppnis-
ferð til Akureyrar í lok októbermánað-
ar í boði K. A. Farið var norður á laug-
ardagsmorgni og leikið um eftirmiðdag-
inn við K. A. Valur sigraði í þeim leik
með 29 mörkum gegn 13. Á sunnudags-
morgun var svo létt æfing og farið í
laugina á eftir. Eftir hádegið var svo
leikið aftur við K. A. og sigraði Valur
í þeim leik nú með 28 mörkum gegn 13.
Ferðin tókst mjög vel í alla staði, og var
Val til mikils sóma, enda mikið lagt upp
úr því að hún yrði leikmönnum til gagns
og ánægju. Fararstjórar í þessari ferð
voru Reynir Ólafsson, Jón Kristjánsson
og Guðmundur Harðarson.
Á fundi með meistaraflokki kvenna nú
í sumar, sýndu þær því mikinn áhuga
að takast á hendur utanferð, svipaða og
þær fóru sumarið 1964. Hafa stúlkurn-
ar nú þegar hafið fjársöfnun að fyrir-
hugaðri ferð, sem vonandi getur orðið
að veruleika.
Ýmislegt
Eins og öllum er kunnugt fór félagi
okkar Bjarni Jónsson til Danmerkur til
náms. Áður en hann hélt utan hafði hann
gert samning við danska I. deildarliðið
Árhus K. F. U. M., að leika með þeim
meðan hann dveldist ytra. Stjórn deild-
ai'innar ásamt meistaraflokki karla hélt
honum kaffisamsæti í Valsheimilinu og
voru þar haldnar margai' ræður honum
til heiðurs. Stjórnin óskar Bjarna góðs
gengis í Danaveldi. Ekki var Bjarni fyrr
farinn, en Val bættist nýr liðsmaður í
hópinn frá Akureyri. Var þar kominn
Gísli Blöndal fyrrum leikmaður með
K. A. og þar áður með K. R. Stjórnin
vill ekki láta hjá líða að bjóða Gísla
velkominn í Val og vonar að honum líki
vel í herbúðum okkar. Stuttu síðar bætt-
ist meistaraflokki kvenna góður liðs-
styrkur frá Húsavík, þær Björg Jóns-
dóttir og Hulda Magnúsdóttir, sem áð-
ur léku með Völsungum. Stjórnin vill
einnig bjóða þær velkomnar í „Valkyrju-
hópinn“ og vonar að þeim líki vel starfið
hjá Val.
Eitt er það mál, þar sem Valur stend-
ur mjög höllum fæti, en það er hve fáir
dómarar eru starfandi á vegum Vals.
Aðeins einn milliríkjadómari og þrír
héraðsdómarar og þar af tveir utanbæj-
armenn. Allir sjá að hér þarf mikilla úr-
bóta við, því að án dómara verður enginn
handknattleikur leikinn. Það þarf því
mjög að vera til athugunar hjá næstu
stjórn að koma þessum málum í betra
horf.
Á 60 ára afmælishófi á Hótel Borg í
apríl s.I., var Bergi Guðnasyni afhent
viðurkenning fyrir 200 leiki í meistara-
flokki karla og' Björgu Guðmundsdótt-
ur fyrir 100 leiki í meistaraflokki
kvenna. Stjórn deildarinnar óskar þeim
innilega til hamingju með árangurinn.
Að lokum vill stjórnin minnast tveggja
manna sem starfað hafa frábærlega fyrir
handknattleikinn í Val, svo að segja á
hverjum einasta degi síðastliðið ár. Það
eru að sjálfsögðu þeir Þórarinn Eyþórs-
son og Jón Kristjánsson. Við vitum öll
að handknattleikurinn í Val stendur í
mikilli þakkarskuld við þessa menn, sem
ávallt hafa verið reiðubúnir að rétta
okkur í stjórninni hjálparhönd og stutt
við bakið á okkur á erfiðum tímum. Vill
stjórnin þakka þeim sérstaklega vel unn-
in störf um leið og við vonum að við meg-
um njóta starfskrafta þeirra um ókom-
in ár.
Lokaorð
Kæru félagar! Við viljum að lokum
þakka ykkur öllum, sem stutt hafið okkur
í stai'fi á einn eða annan hátt. Starfið á
s.l. ári var mjög mikið og því ýmislegt
sem aflaga fór, en við vonum að vera
okkar í stjórninni skilji eitthvað eftir
sig. Verkefni þau, sem næsta stjórn fær
að glíma við, verða mörg og erfið og án
ykkar hjálpar fær hún ekki ráðið fram
úr þeim. Við treystum ykkur nú, kæru
félagar, til að takast á við vandann með
stjórninni og vera virkari í starfi stjórn-
arinnar á næsta ári.
Við viljum hér með færa aðalstjórn,
hússtjói-n, húsverði og stjórnum annarra
deilda þakkir fyrir ánægjulegt samstarf
á s.l. ári.
Meistarar á árinu:
Reykjavíkurmeistarar 1970:
2. flokkur karla.
1. flokkur kvenna.
íslandsmeistarar innanhúss 1971:
Meistaraflokkur kvenna.
íslandsmeistarar utanhúss 1971:
Meistaraflokkur kvenna.
Urvalslið:
Þá vann meistaraflokkur kvenna einn-
ig GRÓTTU-mótið 1970 og svo aftur
1971.
I úrvalsliðum léku eftirtaldir Vals-
menn:
A-Landslið kvenna:
Björg Guðmundsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigrún Ingólfsdóttii',
Sigurjóna Sigurðardóttir.
A-Landslið karla:
Bjarni Jónsson,
Gunnsteinn Skúlason,
Hermann Gunnarsson,
Ólafur Benediktsson,
Ólafur H. Jónsson,
Stefán Gunnarsson.
Unglingalandslið karla:
Ólafur Benediktsson,
Torfi Ásgeirsson.
Flokkar Mót Unnin mót L U J T Mörk %
M.fl. karla 3 0 20 13 2 5 348—294 70
M.fl. kvenna 3 2 17 14 1 2 194—108 85,3
1. fl. karla 2 0 12 7 0 5 87—82 53,9
1. fl. kvenna 2 1 4 3 0 1 29—20 75
2. fl. karla 2 1 10 6 1 3 85—70 65
2. fl. kvenna 3 0 16 10 3 3 101—59 71,9
3. fl. karla 2 0 14 3 1 10 93—108 25
3. fl. kvenna 2 0 13 7 2 4 43—30 61,5
4. fl. karla 2 0 12 4 4 4 69—44 50
fl. samtals 21 4 118 67 14 37 1049—815 62,7