Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 47
VALSBLAÐIÐ
45
Þórður Þorhrlsson:
Fulltrúaráð Vals
tuttugu og fimm ára
Þegar við virðum Val fyrir okkur
í dag, þá beinist hugurinn fyrst og
fremst að tugum keppnisflokka, bæði
stúlkna og pilta, á öllum aldri, sem
æfa og leika undir merki Vals. Því
næst virðum við fyrir okkur félags-
svæði Vals, íþróttahús, knattspyrnu-
velli og félagsheimili, þar sem sköp-
uð er aðstaða til æfinga, fundahalda
og félagsstarfs. Þetta er í raun og
veru ytri búnaður félagsins.
Við látum hugann reika áfram, þá
verður á vegi okkar aðalstjórn félags-
ins, deildastjórnir og nefndir. Hlut-
verk þessara aðila er, að sjá um að
félagsstarfsemin gangi sem bezt, bæði
íþróttalega, og að eignum félagsins
sé vel við haldið.
Þetta er í fáum orðum sá Valur,
sem við sjáum fyrir okkur daglega,
en þetta er ekki alls kostar rétt, til er
í félaginu stofnun, sem lætur ekki
mikið yfir sér og vill kannske oft
gleymast. Hér á ég við fulltrúaráð
félagsins.
Tilefni þessara skrifa eru þau, að
á þessu ári eru 25 ár síðan „Fulltrúa-
ráð Vals“ var stofnað.
Hugmyndin að stofnun fulltrúa-
ráðsins mun hafa komið fram á fé-
lagsfundi árið 1945, sem nokkrir
áhugamenn úr Val héldu um félags-
málin að frumkvæði Frímanns Helga-
sonar. Á aðalfundi félagsins sama ár
var stofnað 9 manna fulltrúaráð, er
starfa á í sambandi við stjórn félags-
ins og aðstoða hana í meiri háttar
málum.
Það hljóta að hafa verið veigamikl-
ar ástæður, sem leiddu til þess, að
fulltrúaráðið var stofnað. I 50 ára
Valsblaðinu er ítarleg grein um full-
trúaráðið, tildrögin að stofnun full-
trúaráðsins og ástæðurnar fyrir
stofnun þess. Ég læt því nægja að til-
færa stuttan kafla úr þeirri grein:
„Það bendir þó svolítið til þess, að
eitthvað hafi verið alvarlegt á seiði,
að nokkrir áhugamenn úr Val komu
saman á fund, til þess að ræða félags-
mál. Þessi fundur var rétt fyrir aðal-
fund og hin raunverulega ástæða fyr-
ir þessum fundi „nokkurra áhuga-
manna" var sú, að svo leit út, sem
ekki yrði hægt að setja á laggirnar
stjórn, sem nyti verulegs trausts.
Ekkert formannsefni var fyrir hendi,
sem vitað var að vildi taka að sér for-
mennsku, og sumir, sem voru í stjórn,
neituðu að starfa þar áfram. Það var
sem sagt stjórnarkreppa, sem var
orsökin til þess, að hugmyndin um
fulltrúaráðið varð til“.
Þannig starfaði 9 manna fulltrúa-
ráð við hlið stjórnar félagsins til árs-
ins 1957, en á aðalfundi það ár eru
samþykktar starfsreglur fyrir full-
trúaráðið í 8 greinum.
1. gr. hljóðar svo: Meðlimir full-
trúaráðsins geta þeir Valsmenn orðið,
sem starfað hafa vel um nokkurn
tíma fyrir félagið, eru orðnir 30 ára
og hlotið samþykki % hluta félags-
stjórnar.
í 4. gr. segir svo: Á fyrsta fundi
ráðsins, eftir aðalfund félagsins, skal
kjósa 3 fulltrúa í stjórn, þ. e. formann,
varaformann og ritara.
1 5. gr. segir meðal annars: Stjórn
félagsins skal ávallt leggja fyrir full-
trúaráðið til samþykktar öll meiri
háttar áform stjórnarinnar, sérstak-
lega allt það, sem hefur eða getur haft
verulega fjárhagslega þýðingu, svo
sem byggingaframkvæmdir, kaup og
sölu á eignum félagsins, utanferðir,
Fulltrúaráð Vals: Fremsta röð f. v.: Úlf-
ar Þórðarson, Guðbjörn Guðmundsson,
Magnús Bergsteinsson, Frímann Helga-
son, Páll Guðnason, Þórður Þorkelsson,
Þorkell Ingvarsson, Einar Björnsson. —
Önnur röð: Albert Guðmundsson, Grímar
Jónsson, Björn Carlsson, Bragi Iíristj-
ánsson, Bjarni Bjarnason, Baldur Stein-
grímsson, Hermann Hermannsson, Guð-
mundur Ingimundarson, Hrólfur Bene-
diktsson, Egill Kristbjörnsson, Friðjón
Guðbjörnsson, Anton Erlendsson. —
Þriðja röð: Jóhann Eyjólfsson, Sigfús
Halldórsson, Hólmgeir Jónsson, Magnús
Guðbrandsson. Ólafur H. Jónsson. Jó-
hannes Bergsteinsson, Geir Guðmundsson,
Ægir Ferdinandsson og Valur Benedikt=-
son. Á myndina vantar 13 fulltrúa.