Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 69

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 69
VALSBLAÐIÐ 67 JFríinann Itclgason: Liggja pahbar á lausu? Þegar maður horfir á æfingu, þar sem saman eru komin 30—40 ung- menni, fyllist maður aðdáun og hrifningu. Vafalaust kemur fyrst í hugann gleðin yfir því, að allt þetta fallega, unga fólk hafi dregizt að Val. Haldi maður áfram að hugsa um þennan hóp, þar sem hann iðar af fjöri og lífi, í leik um bolta, á græn- um velli eða í húsum inni, klæddan rauðum og hvítum Valsbúningi, dylst manni ekki, að þarna er framtíð fé- lagsins á ferðinni. Ef til vill gerir þetta unga fólk sér ekki grein fyrir því atriði að neinu ráði, það nýtur líðandi stundar, með bolta í hendi eða á tám, umkringt nýjum félögum, sem eru að byrja að skynja að það verði að vinna saman til þess að leikurinn verði reglulega skemmtilegur. Það er farið að verða vart við félagskenndina, samhyggð- ina, sem flestum er meira og minna í blóð borin. Fæst þessara ungmenna gera sér grein fyrir að í þessu atriði sé fólginn kjarni hins góða félags. Ósjálfrátt dettur manni í hug hvort þeim hafi nokkurntíma verið sagð- ur sannleikurinn um félagsböndin, sem þýðingarmikið atriði í félagslíf- inu. Við horfum yfir svæðið, úti eða inni, og við sjáum einn, ef til vill tvo menn sem þeytast þar fram og aftur til að leiðbeina þessu unga fólki í list- um leiksins, göfugt og þakklátt hlut- verk. Og enn hvarflar að manni: Er ekki furðulegt hvað svona fáir menn geta náð miklum árangri með svona marga nemendur? Óneitanlega leitar á mann sú spurning, hvort allir sem á æfinguna koma, hafi notið þess alls sem þeir hugsuðu og vonuðu, þegar þeir hlupu, léttir á fæti og léttir í lund, út á völlinn. Væri ekki til of mikils ætlazt, að hver og einn svar- aði játandi, þrátt fyrir áhuga og ákafa leiðbeinendanna. í annan stað, getum við krafizt þess að þessir einn eða tveir leiðbeinendur geti komizt í um- talsvert samband við hvern einstakan af þessum 30—40 drengjum sem á vellinum eru? Er hægt að búast við því að hann hafi tíma til að leiðbeina að nokkru ráði öllum þessum hópi, hversu vel sem hann er af vilja gerður? Og það er eins og það sé hvorki þrot né endi á hugrenningum um þetta málefni. Er nokkur von til að þessi eða þessir leiðbeinendur geti lagt verulega alúð við að spjalla við þetta unga fólk um félagshyggjuna, sam- starfið sem félagsheild, eða á ef til vill ekki að byrja á því strax, og hve- nær á þá að byrja á því, og hver á að gera það? Leikurinn og félagslífið er nátengt hvort öðru, og þarf því öll fræðsla um þetta að haldast nokkurn veginn í hendur, því að félagshyggjan eflir leikinn og góður leikur gerir félags- andann sterkari. Er von til þess að þessir fáu leið- beinendur hafi nógu mikinn tíma til þess að ná þessum hópi saman á fundi eins oft og æskilegt væri, þar sem spjallað væri um þessi mál vítt og breitt og fitjað upp á skemmtilegum verkefnum fyrir flokkana, t. d. smá- ferðalög á sumrum, útilegur á staði, þar sem hægt er að skemmta sér, svo að eitthvað sé nefnt. Slík verkefni eru ævinlega mikið gleðiefni ungu fólki. Sennilega erum við öll sammála um það, að naumast sé hægt að ætla þessum fáu leiðbeinendum að sinna þessu öllu svo vel sé, og þá komum við að upphaflegu spurningunni: Liggja pabbar á lausu? Þegar maður horfir á hópinn veit maöur að bak við þessa einstaklinga standa pabbar í flestum tilvikum, góðir pabbar, sem vilja drengnum sínum allt hið bezta, og aðeins það bezta, hvar sem hann fer og hvar sem hann er, hann sinnir honum heima og leiðbeinir — elur hann upp. — Við getum sagt að upp- eldið haldi áfram, þegar ungi mað- urinn gengur í íþróttafélag og tekur þátt í félagslífinu eins og það er. Hér er ekki dregið í efa að pabbinn vill að drengurinn hans fái sem mest út úr veru sinni þar íþróttalega og félagslega, sem hvort tveggja eru þættir í uppeldi hans sjálfs. Hér að framan hefur aðeins verið minnzt á þá erfiðleika félaganna að sinna þessu uppeldisstarfi eins og æskilegt væri. Og nú spyrjum við: Mundu pabbar vilja eða geta komið og aðstoðað við uppeldið, t. d. á Valssvæðinu? Mundu þeir vilja koma og taka þátt í til- teknum verkefnum til þess að synir þeirra fengju miklu meira út úr lífinu þar, meiri árangur í leik, meiri þroska vegna aukins félagsstarfs. Mundu þeir vilja eyða eins og hluta úr kvöldi einu sinni í viku eða ekki það; ekki til að taka að sér þjálfun, heldur til að að- stoða ef þess er þörf. Taka þátt í því að slá öryggishring um hóp, þar sem sonurinn er starfandi eða kepp- andi. Mundi hann vilja hjálpa til að und- irbúa smáferð í annað byggðarlag, hjálpa til að koma á fundum með drengjunum og hlusta á þeirra glað- væra hjal um það sem gerðist í gær og það sem á að gerast á morgun. Hér er ekki að efast um, að slíkur varnarhringur, um allar sveitir í öll- um flokkum á unglingaaldri í Val, skipaður pöbbum drengjanna, sem störfuðu í samráði við leiðbeinendur og deildarstjórn, yrði stórkostlegt afl fyrir þroska og þróun félagslífsins. Því er þetta sett hér fram, að þið, pabbar góðir, mættuð lesa það, svo að þið gætuð kannað hugann og fund- ið í því nokkra útrás, að hugsa til þess að eyða svolítilli stund á viku með unga drengnum ykkar í leik og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.