Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 42

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 42
40 VALSBLAÐIÐ sú hlutavelta mjög vel. Einnig minn- ist ég þess, að eitt sinn þegar við höfðum hlutaveltu í KR-húsinu eða Bárunni, að við höfðum þar Vals- hljómsveit, sem var í Valsbúningi, og var gerður góður rómur að þessu skemmtiatriði fyrir gesti. Man ég að Hermann Hermannsson var einn þeirra sem lék þarna og skemmti. Þú áttir um alllangt skeið sæti í stjórn Vals og þá væri gaman að spyrja þig: Hvaða málefni, sem þar komu fram eru þér minnisstæðust? Mér er einna minnisstæðast þegar Ólafur Sigurðsson skýrði frá því, að hann ætlaði að leggja það til að Val- ur keypti Hlíðarenda. Ég var þá fé- hirðir í stjórninni og mér var kunn- ugt um að ekkert fé var til. Hann hafði ráð við því og lét að því liggja að við gæfum bara út 50 króna skulda- bréf. Nú, svo var þetta ákveðið, og far- ið að selja bréfin og gekk það allt vel, en heildarupphæðin var 5.000 krónur. Síðan varð ég fyrsti gjald- keri Hlíðarendanefndar, og ég minn- ist ekki að hafa leyst inn nema tvö eða þrjú bréf. Síðan kom svo stríðið og verðgildi peninga rýrnaði, 50 krón- ur urðu lítils virði og munu fáir hafa krafizt greiðslu fyrir bréf sín. Það var líka ágætt mál, þegar tek- ið var á leigu herbergi í horni á húsi Hjálpræðishersins, í hjarta bæjarins. Þar voru haldnir allir stjórnarfundir, þar komu leikmenn og röbbuðu sam- an, enda í leiðinni á og af æfingu suður á Melavelli. Ráðning Joe Devine, sem þjálfara, var og mjög góð ráð- stöfun. Fylgist þú með knattspyrnunni í Val ennþá? Já, ég hef alla tíð fylgzt með Val og sæki nær alla leiki sem félagið leikur, og þá sérstaklega þá leiki, sem fara fram suður á Melavelli og flesta inni í Laugardal. Ég hef gaman af að fylgjast með flokkunum og er yf- irleitt ánægður með þá. 1 meistara- flokknum finnst mér þeir ekki ná nógu vel saman í leikjum sínum, hvað sem því veldur. Þeir eru ef til vill ekki nógu samrýmdir, ekki nógu mikið saman utan vallarins, þannig að þeir verða ekki nógu miklir og góðir félagar. Þetta eru bara mínar ágizkanir. Þú spurðir áðan um þjálfara með- an ég keppti. Þeir voru nú fáir, fyrst séra Friðrik Friðriksson, síðar, um skeið, Guðmundur H. Pétursson, og svo ekki fyrr en síðasta árið mitt í meistaraflokki 1934, að Reidar Sör- ensen kom til okkar. Hin árin voru það víst einhverjir úr liðinu, sem höfðu stjórn á þjálfuninni. Sörensen lagði mikla áherzlu á leikni og hraða, og vildi að við tækjum knöttinn með „engang“ eins og hann orðaði það. Færeyjaför. Vorið 1930 var ákveðið að úrval úr Reykjavíkurfélögunum færi til Færeyja síðar um sumarið. Var Hólm- geir valinn í för þessa ásamt fjórum öðrum Valsmönnum, en þeir voru: Agnar Breiðfjörð, Hrólfur Benedikts- son, Jón Eiríksson, Jón Kristbjörns- son. Þetta var fyrsta för íslenzkra knatt- spyrnumanna til keppni á erlendri grund. Hvað vilt þú segja um undir- búninginn og ferðina í heild, Hólm- geir? Undirbúningurinn var nú ekki mik- ill, og ég man ekki til að um neinar samæfingar hafi verið að ræða. Hins vegar æfðum við mikið færeyska þjóðsönginn, þegar við komum sam- an til að ræða um förina. Þetta varð mjög skemmtileg ferð og ég varð svo frægur að komast í þetta fræga KR-tríó í leiknum í Trangisvog, með þeim Steina og Hansa. Ég hafði heppnina með mér, að skora eitt mark í leiknum. Um kvöldið eftir leikinn bauð stjórn bæjarins okkur til veizlu, með dansi á eítir. Að sjálfsögðu dans- aði ég, og eitt sinn þegar ég og dam- an svifum þarna um gólfið, segir hún við mig með nokkrum ákafa og stund- arhátt: „Gruliga skeystu gott í málið garnli", og játaði ég því, og gerði engar athugasemdir. Gestrisni var þar mikil, og ef einhver þurfti að láta gera við knattspyrnuskóna sína, var ekki til að tala um að borga. Sama var ef við komum í verzlanir þá voru öllum viðstöddum boðnir vindlar. Gamlir skipstjórar vildu endilega fá okkur inn til sín og ræða þar við vini og frændur frá íslandi. Við vorum viðstaddir þingsetningu þar í eyjunum, úti undir berum himni, fyrir utan þinghúsið í Þórshöfn. Þar var og stór hljómsveit sem lék há- tíðarkantötu. Mitt í þessum hátíðahöldum birtist maður þar í glugga, sem hægt var að ná til flagglínu danska fánans og skar hann niður, svo að hann féll til jarðar. Mikið felmtur kom á þing- heim, og var fundi slitið. Allt var samt rólegt, nema hvað sást til nokk- urra manna, sem tekið höfðu mann- inn, sem skar niður fánann og báru hann á gullstóli um, strætin. Lögregl- an var fámenn: Amtmaðurinn, lög- reglustjórinn og einn lögregluþjónn. Allt var samt rólegt. Maðurinn á gullstólnum var Páll Patursson, sem síðar mun þó hafa fengið nokkur hundruð króna sekt. Erlendur Pétursson var fararstjóri og féll öllum vel við hann, en strang- ur gat hann verið og minnist ég þess eitt sinn, er okkur var boðið til veizlu og átti að veita okkur smurt brauð og danskan bjór. Það mun Erlendi hafa þótt í sterkara lagi og afþakkaði bjórinn, svo piltarnir urðu að láta sér nægja sódavatn! Þjálfari í ferð- inni var Axel Andrésson. Þegar við lékum við úrvalsliðið í Þórshöfn var Erlendur yfirspenntur og treystist ekki til að horfa á leik- inn, en kom sér fyrir bak við skúr sem stóð við annan enda vallarins, þar stóð hann og kíkti fyrir horn við og við og reyndi á þann hátt að fylgjast með því sem gerðist. Við lékum þrjá leiki, fyrst við Havnar Boldfélag og unnum 5:0, annar leik- urinn var við úrvalslið og unnum 1:0, þriðji leikurinn var svo við lið frá Trangisvog og unnum við það 2:0. Hefur þú tekið þátt í öðrum íþrótt- um en knattspyrnu? Ég minnist þess að hafa tekið þátt í drengjahlaupi og varð i öðru sæti, sem var mikið betra en ég bjóst við. Fyrstur varð Grímur Grímsson nú- verandi prestur hér í borg. Þriðji varð Oddgeir Sveinsson, hinn kunni víðavangshlaupari úr KR. Ég keppti fyrir Ármann. Ég var í ágætri þjálf- un, því að ég stundaði leikfimisæf- ingar þrisvar í viku og eftir hverja æfingu allan veturinn hlupum við álíka vegalengd og víðavangshlaupið var. Þessar æfingar fóru fram í barna- skólanum við Tjörnina. Ég æfði mikið leikfimi á þessum árum og tók þátt í keppni við leik- fimiflokka ÍR. Einnig tók ég þátt í keppni um það, hvaða flokkur skyldi sýna á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1930, og bar flokkur Ármanns þar sigur úr býtum. Þannig atvikaðist það, að ég var með báðum flokkunum sem sýndu þar við þetta hátíðlega tækifæri, sem sagt í hópsýningunni og úrvalsflokknum. í þessu sambandi vil ég benda á að leikfimisæfingar eru að mínum dómi mjög góðar fyrir knattspyrnumenn og hefur það sann- azt á rnörgum knattspyrnumönnum sem ég hef fylgzt með. Einu sinni tók ég þátt í drengja- móti í frjálsum íþróttum og keppti í þremur greinum, og náði í önnur verð- laun í öllum. Ég hafði engan áhuga á að halda áfram, þó ekki gengi verr en þetta; hugurinn stóð allur til knatt- spyrnunnar. Hvað er þér efst í huga þegar þú lítur til baka yfir knattspyrnuferil þinn, utan vallar sem innan? Það væri helzt hvað ég hef eign- azt marga og góða vini, bæði í Val og í röðum mótherjanna á vellinum. Þessar utanferðir, sem ég tók þátt í með Val 1931 og 1935, voru á vissan hátt ævintýri sem maður gleymir ekki, og sama var þegar ég fór með 2. flokki til Noregs 1957. Sjálfir leik- irnir voru mér alltaf mikil skemmtun og það spillti ekki að ég var furðu heppinn með að skora mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.