Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 30
28
VALSBLAÐIÐ
á að þjálfa og kenna. Hins vegar eru
þjálfarar eins og aðrir menn, þeir
hafa mismunandi áhrif á þá menn
sem þeir umgangast, og Óla hefur
verið einkar lagið að hafa róandi
áhrif á menn og haft sérstakt lag á
að fá menn til að koma á æfingar.
í þessu efni bind ég miklar vonir við
hann. Við vitum báðir hvað Óli hef-
ur gert fyrir Val, og hví skyldi hann
ekki halda því áfram.
— Er eitthvað í leikja- og móta-
fyrirkomulaginu, sem þú ert óánægð-
ur með?
— Það má segja að það komi of oft
fyrir að leikir séu allt of þéttir, og
svo í annan stað líður stundum of
langt á milli leikjanna og sjá allir
þau áhrif sem það hlýtur að hafa
fyrir liðin sem fyrir þessu verða. En
eins og við vitum, er vafalaust erfitt
að koma þessu öllu fyrir, þ. e. mót-
unum, landsleikjum heima og heiman,
heimsóknum, leikjum í Evrópukeppni,
sem öllu verður að raða niður á þetta
stutta keppnistímabil okkar. Mér
finnst, að það eigi og þurfi að vera
fastir og ákveðnir leikdagar, og fyrir
liðin er það heppilegast, að leikirnir
dreifist sem jafnast niður á keppnis-
tímabilið.
— Álítur þú að leikir í fyrstu deild
séu orðnir of margir miðað við mót
og leiki sem nefnt var hér að fram-
an?
— Mér finnst, með tilliti til hins
stutta tíma sem við hér höfum til
keppni, að leikirnir séu of margir,
og þá ekki síður vegna áhugamennsku
leikmanna hér. Ég vil leggja áherzlu á
það, að áhugamennska okkar, eins
og hún er í dag, sé ekki framkvæm-
anleg, nema þá að afturför verði í
íþróttinni. Gamli áhugaandinn er fyr-
ir hendi, en það er orðið svo nú á
tímum, að menn vilja fá eitthvað
fyrir snúð sinn. Það er meira um að
vera í þjóðfélaginu, svo margt sem
er í boði, og þetta síast inn í íþrótt-
irnar. Ég er ekki að tala um að menn
fái fjárfúlgur fyrir að leika knatt-
spyrnu, heldur verði reynt að sjá svo
um að hliðrað verði til fyrir þá menn,
sem leggja það á sig að vera ofar-
lega í íþróttinni, og keppa jafnvel
fyrir landsins hönd. Þar gæti komið
til greina aukið frí í sambandi við
ferðir og leiki. Ég vil taka það fram,
að ég er ekki fylgjandi hreinni at-
vinnumennsku, ennþá held ég að hún
sé ekki tímabær hér í okkar fámenni.
— Er eitthvað sem þér liggur á
hjarta varðandi Val, og ert þú bjart-
sýnn með nýbyrjaða árið?
— Mér liggur ekkert sérstakt á
hjarta, það hefur verið gaman að
standa í þessu, og eins og ég hef sagt
áður, þá er ég gjörsamlega sannfærð-
ur um það, að þetta Valslið, sem við
eigum í dag, lofar það góðu, að ef
þessir ungu menn gefa sér tíma fyrir
félagið og sjálfa sig, að þá er ég í
engum efa um að það nær árangri.
Og því skyldi maður ekki vera bjart-
Sigurdór Sigurdórsson:
„Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt^, segir hinn
nýji Valsmaður Gísli
Blöndal
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram
hjá neinum Valsmanni að nýr maður
gekk í raðir okkar í haust er leið og
gerði það á þann hátt að eftir hlaut
að vera tekið. Hér á ég við hinn frá-
bæra handknattleiksmann Gísla Blön-
dal sem fluttist frá Akureyri til
Reykjavíkur og gekk þá í Val. Það
kom mörgum á óvart að hann skyldi
gera það, því að Gísli er uppalinn í
KR, þ. e. áður en hann fluttist til
Akureyrar fyrir nokkrum árum.
Aðspurður um ástæðuna fyrir því
að hann gekk í Val en ekki í KR,
þegar hann kom suður, sagði Gísli,
sýnn. Það væri voðalegt að vera ekki
bjartsýnn, engin ástæða til annars,
sagði þessi geðþekki ,,gestur“ knatt-
spyrnunnar í Val.
að það væri eingöngu vegna þess að
sig hefði langað til að fá tækifæri
til að leika með góðu liði, þar sem
vel væri unnið að handknattleiks-
málunum og sér hefði ekki litizt bet-
ur á annað félag en Val.
— Og hvernig hefur þér svo líkað
veran í félaginu, Gísli?
— Alveg sérstaklega vel, það sem
af er, en þess ber að geta að ég er
ekki búinn að vera í félaginu nema
nokkra mánuði og það er ef til vill
of stuttur tími til að leggja einhvern
dóm á félagslífið. Ég hef raunar ekki
gert annað þennan tíma, en að mæta
á æfingar og síðan heim aftur og svo
einstakir rabbfundir, en ég get ekki
sagt annað en að mér hafi líkað mjög
vel.
— Þér hefur verið tekið vel af þeim
sem fyrir voru í liðinu?
— Já, já, mikil ósköp, mér var strax
í byrjun tekið mjög vel, enda eru
þarna úrvals félagar í hópnum.
Þetta er í augum okkar Valsmanna söguleg mynd, þ. e. a. s. mynd af
Bjarna Jónssyni, sem nú leikur með Árhus KFUM og Gísla Blöndal,
scm kom í hans stað.