Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 68

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 68
66 VALSBLAÐIÐ sæta þegar það fréttist að ensk lady hefði glatað öðrum sokknum sínum um nóttina, og var gerð mikil leit að honum, og fannst hann aldrei. Þótti þessari ensku frú sem ekki mundi allt ,,hreint“ á þessum öfæfa- slóðum íslands. Hve margir voru á æfingum hjá ykkur í sumar? Svolítið var það misjafnt eftir sum- arfríum og vinnu, en það voru allt uppí 15 manns, svo tókum við stund- um með okkur yngri menn til að lífga svolítið uppá þetta, það má líka segja, að það hafi verið gagnkvæm kynn- ing kynslóðanna í Val, sem hefur mikla félagslega þýðingu, og þeir höfðu gaman af að vera með, og við að hafa þá. í dag, sem er síðasti laugardagur í nóvember, komu 15 manns á æf- ingu, svo að þetta byrjar vel. Það virðist, sem þessi hópur hafi hlotið nafnið „Fálkarnir", sem er skemmtilegt, en hver gaf hópnum þetta nafn? Ég veit það eiginlega ekki, það kom eins og af sjálfu sér. Valur er gam- all ránfugl, og okkur Valsmönnum þykir vænt um félagið og nafnið, og fálkinn hefur alltaf verið virtur fugl. Á ferð minni til Þýzkalands með Þrótti í fyrra, kom það fram hjá Þjóð- verjunum, að þeir höfðu kynnzt okk- ur fyrst sem þjóðar, þar sem fálkar lifðu — veiðifálkar. Ég fletti upp alfræðibók um fálkana, þar kom fram að Hollendingar veiddu þá og fóru með þá í hollenzka borg, sem hét Falkenwirth. Þar tömdu þeir þessa fálka og gáfu síðan furstunum, sem höfðu þá með sér á anda- og gæsa- veiðar, og þótti það kjörgripur, að hafa slíkan fugl með sér í þessar veiðiferðir. Segðu mér, Hermann, eru áætlan- irnar fyrir næsta ár nokkuð leyndar- mál? Sei, sei, nei, við höfum rætt þetta okkar í milli og hefur þá Mývatn komið til tals. Við Gunnar höfum verið þar við knattspyrnukennslu í nokkur sumur. Það hefur verið tal- að um Grænlandsferð, og leika við nágranna okkar þar, sem eru að byrja í knattspyrnunni. Manst þú eftir nokkrum skemmti- legum atvikum frá þessum ferðum ykkar í sumar? Jú, þegar við lékum síðari leikinn í Grindavík var mikið tilstand, enda veður gott. Þar voru skipstjórar sem áttu sín eigin skip, margir þeirra höfðu bundið skip sitt við bryggju, á meðan þeir voru að verja heiður staðarins. En þetta varð ekki alveg þrautalaust fyrir þá suma, því að einn þeirra gerði sjálfsmark og fékk það mikið á manninn. Við það bætt- ist svo, að hann komst ekki í róður, og tapaði þar ef til vill tugum eða hundruðum þúsunda. Ekki bætti það úr, að við hörðnuðum um allan helm- ing við þetta óhapp skipstjórans, og lauk leiknum með sigri okkar 8:4. Hvert er álit þitt á því hvaða áhrif þessi starfsemi ykkar hefur á sjálfa ykkur og félagslífið í Val? Þegar maður hefur verið í þessu frá blautu barnsbeini, að þá er það dálítil eyða sem kemur þegar maður hættir, og maður minnist gamalla tíma í góðum félagsskap. Þegar við erum komnir saman lifir maður gamla Sú venja hefur gilt um áratugi að félagsheimili Vals að Hlíðarenda hef- ur jafnan verið opið gestum og gang- andi á afmælisdegi félagsins og þar hafðar veitingar af mikilli rausn. Jafnan hefur verið fjölmennt að Hlíð- arenda þenna dag bæði af félögum og gestum. Enda er dagurinn orðinn „fastur hátíðisdagur" innan íþrótta- hreyfingarinnar í Reykjavík. Á 60 ára afmæli félagsins hinn 11. maí s.l. var svo sem venja er til „opið hús“ á Hlíðarenda. Fjöldi manna og kvenna kom á staðinn, bæði félagar, velunnarar félagsins, forustumenn annarra íþróttafélaga og félagar þeirra, svo og ýmsir forystumenn deildasamtakanna eða um 200 manns. Þarna voru ræður fluttar og árnað- aróskir, gjafir afhentar og menn orð- um sæmdir af hinum dýrustu málm- um, sem ljóma sló á frá bjartri vor- sólinni. Formaður félagsins, Þórður Þor- kelsson, bauð gesti velkomna og stjórnaði hófinu. Áður hafði blóm- sveigur frá Val verið lagður að styttu séra Friðriks í minningu um hann og aðra látna Valsmenn. Meðal þeirra sem þarna tók til máls fyrstur manna, var einn af stofn- endum Vals og raunar frumkvöðull, Guðbjörn Guðmundsson prentari. Mæltist honum vel að vanda. Afhenti hann peningaupphæð veglega, 22 þús- und krónur, frá eftirlifandi stofn- endum félagsins, en þeir eru átta að tölu. Gjöf þessari fylgdi glæsilegt skjal með ávarpi til félagsins undir- ritað af gefendum. Þá flutti Úlfar Þórðarson læknir og fyrrv. formaður Vals stutt ávarp og afhenti fimm þúsund króna gjöf frá sér. Frá F. H. og Haukum í Hafn- arfirði barst fáni á stöng, skreyttur merkjum félaganna. Mjög falleg gjöf. Magnús Pétursson knattspyrnudóm- ari afhenti frá sér fótknött, skreyttan blómum. Frumleg gjöf og skemmtileg. Næst afhenti Einar Björnsson stækk- tímann upp aftur, og sálrænt hefur maður mjög gott af þessu. Menn, sem ekki hafa fundið nein tómstundastörf, finna sig strax aftur þegar þeir eru komnir í hóp með gömlu félögunum. Inná við í félaginu er þetta þýðing- armikið, því að það er jákvæðara að leita til manna með einhverja fyr- irgreiðslu, sem eru virkir sem félags- menn, þó að í þessu formi sé. Þeir verða tilbúnir að veita þeim yngri aðstoð með orðum eða athöfn- um, til þess að ná lengra á sviði íþrótta og félagsmála. aða mynd af Axel Gunnarssyni fyrrv. formanni Vals, en Axel átti hvað drýgstan þátt í því að koma í veg fyrir að Valur legði upp laupana 1922 og hætti störfum. Gunnar Jóns- son innrömmunarmeistari innramm- aði myndina og gekk frá henni á mjög vandaðan hátt. Þá fór fram afhending heiðurs- merkja og hlutu þessir menn viður- kenningu: Einar Björnsson gullorðu, Stefán Hallgrímsson gullmerki, Axel Einarsson, fyrrv. formaður HSÍ silf- urorðu, Ásbjörn Sigurjónsson fyrrv. formaður HSl silfurorðu, Björn Hall- dórsson silfurmerki og Jón Bergmann silfurmerki. Meðal gesta þarna voru borgar- stjórinn í Reykjavík, Geir Hallgríms- son, og Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra. Nokkru eftir þann 11. maí var að- alstjórn boðið til stjórnar K.F.U.M. Formaður K.F.U.M., Bjarni Eyjólfs- son ritstjóri, hafði orð fyrir stjórn- inni og um leið og hann bauð aðal- stjórn Vals velkomna á þeirra fund lét hann þess getið að heimsókn þessi og ósk um að hitta stjórn Vals, stæði í sambandi við 60 ára afmæli Vals. Því miður hefði staðið svo á, að eng- inn úr stjórn K.F.U.M. hefði haft að- stöðu til að koma í heimsókn að Hlíð- arenda 11. maí. Afhenti Bjarni síðan formanni Vals forkunnarfagran bik- ar að gjöf til félagsins í tilefni af- mælisins. Á bikarinn var grafið m. a. „drengileg sé þín dáð og iðja“ og Knattspyrnufélagið Valur 60 ára — frá K.F.U.M., Reykjavík. Árnaði síðan Bjarni Val allra heilla í fram- tíðinni. Formaður Vals, Þórður Þor- kelsson, þakkaði með stuttri ræðu hina kærkomnu gjöf og þá vinsemd sem boð þetta bæri vott um af hálfu stjórnar K.F.U.M. til Vals. Þakkaði Þórður og hinar rausnarlegu veiting- ar sem fram hefðu verið bornar. liinar lljörnsson: Stofndagur Vals 11. maí 1911
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.