Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 54
52
VALSBLAÐIÐ
Þeir ungu hafa orSið
Nú eins og endranær gefum við fyrirliðum sveitanna orðið og vafalaust liggur þeim
mikið á hjarta, því margt hefur sjálfsagt skemmtilegt skeð á þessu ári sem gaman
er að rifja upp svona i lok keppnisársins. Öll hafa þau það sameiginlegt, að þegar
litið er til baka, verður þetta allt svo skemmtilegt, þó inn á milli komi í frásögninni
atvik sem voru leiðinleg meðan þau voru að ske.
En svona eru íþróttirnar, það leiðinlega getur orðið skemmtilegt þegar frá líður,
það gæti bent til þess að þetta unga fólk okkar í Val kynni að taka mótlætinu eins
og velgengninni, og væri það þeim og félaginu mikils virði.
Foringjarnir ungu hafa þetta að segja:
Knattspyrna:
Hilmar
Sighvatsson
fyrirliði
5. fl. A
Það er athyglisvert að þessi ungi
piltur á heima alla leið uppi í Smá-
löndum og lætur sig hafa það að mæta
á æfingar hjá Val og hefur ekki hug
á að breyta þar neitt til. Annars hafði
hann þetta að segja um veru sína í
Val og helztu minnisstæð atvik:
Ég byrjaði að æfa knattspyrnu fyr-
ir tveimur árum eða 1969. Ég fór í Val
vegna þess að vinur minn hélt með
Val og þá fór ég að fara þangað á
æfingar. Ég hætti nú aftur í tvo mán-
uði en tók svo til að æfa á ný og
hef síðan æft af kappi. Ég var hepp-
inn að komast beint í A-liðið í 5.
flokki, og fyrsta leikinn lék ég með
Val í Reykjavíkurmótinu 1969. Ég
man nú ekki hvernig leikurinn fór,
en ég man það að ég var mikið tauga-
óstyrkur, ég var líka svo mikill klaufi
þá. En svo kom þetta með því að
æfa stöðugt. Ég var framvörður og
skoraði ekkert mark fyrsta árið. Svo
fór þetta nú að koma og í ár skor-
aði ég 8 mörk. Sá leikur, sem mér er
minnisstæðastur er úrslitaleikurinn
við KR í haust, en þá unnum við 1:0.
Urðum við ofsalega glaðir, þegar sig-
urmarkið var skorað. Okkur hefur
víst fundist það sæt hefnd, því við
töpuðum með eins marks mun fyrir
þeim á íslandsmótinu, eða 2:1. Mér
er líka minnisstæður æfingaleikur við
Breiðablik þegar staðan var 2:0
Breiðabliki í vil. Okkur leizt illa á
þetta og í hálfleik ákváðum við að
taka á í þeim síðari og berjast eins
og við gætum. Þetta lagaðist þegar
á leið og ég var svo heppinn að skora
tvö mörk og jafna, en sigurmarkið
skoraði svo Brynjar Harðarson.
Yfirleitt æfðu drengirnir vel í sum-
ar og svo fannst mér þjálfarinn sér-
staklega góður og skemmtilegur, en
það var Hörður Hilmarsson.
Félagsandinn var sæmilegur í lið-
inu í sumar og þegar við vorum að
tapa reyndum við að berjast eins og
við gátum. Við höfðum fundi við og
við og skemmtum okkur þar prýði-
lega og spjölluðum um leikina, sem
við höfðum leikið undanfarið og rædd-
um þá um frammistöðu hvers ein-
staks og var okkur bent á gallana
og svo reyndum við að laga þá. Méi
finnst gott að vera á Valssvæðinu á
Hlíðarenda, það er svo hæfilega útaf
fyrir sig og við lausir við bílahávað-
ann, sem er svo mikill í borginni, og
vellirnir ágætir, svo ég tali nú ekki
um íþróttahúsið og heimilið.
Mér þótti voða gaman í skemmti-
ferð sem við í 5. fl. fórum í sumar.
Fyrst komum við til Hveragerðis
og stönzuðum þar dálítið og fórum
síðan til Selfoss og kepptum þar leik
við Selfyssinga, sem varð jafntefli
2:2.
Þaðan var haldið til Laugarvatns
og skoðuðum við staðinn.
Þar næst fórum við áleiðis til Þing-
valla, en á leiðinni komum við í helli,
sem var fyrir alllöngu mannabústað-
ur og fannst okkur það merkilegt.
Á Þingvöllum skoðuðum við ýmis-
legt og fórum gangandi um Almanna-
gjá, og alla leið upp á brún, en þar
tók bíllinn okkur.
Með í ferðinni voru allar sveitir
5. flokks og skemmtum við okkur
mjög vel. Allir leikir okkar fóru fram
í Reykjavík í mótum, svo að við höf-
um víst fengið þessa ferð vegna þess.
Ég mundi leggja til að svona ferðir
væru farnar á hverju sumri, því að
félagsskapurinn verður betri, þegar
við erum svona saman. Mér finnst
félagslífið í Val gott eins og það er.
Ég er ákveðinn að halda áfram
og æfa eins vel og ég get og reyna
að komast í A-liðið í 4. fl., en ég geng
upp í hann nú í haust, ef það þá tekst.
Oddur Magnússon fyrirliði 5. fl. B.
12 ára.
Þegar ég var 7 ára fór ég á nokkr-
ar æfingar hjá Val og gekk þá í fé-
lagið. Ég hafði alltaf haldið með Val
og þá var ekkert eðlilegra en að ger-
ast þar félagi. Svo byrjaði ég fyrir
alvöru í vor og æfði með 5. flokki.
Ég keppti svo fyrsta leikinn í Reykja-
víkurmótinu gegn ÍR og unnum við
leikinn 2:0. Ef til vill hefðum við
átt að vinna með meiri mun, því að
við áttum leikinn næstum alveg.
Sá leikur, sem ég man einna bezt
eftir, var leikur við Víking. Þeir skor-
uðu fyrst og svo jöfnuðum við, og
okkur er farið að detta í hug að ef til
vill takist okkur að sigra í þessum
leik, en svo skora þeir og leikar
standa 2:1 þeim í vil.
1 síðari hálfleik vill það til að ég
geri víti. Ég stóð í markinu og bolt-
inn er að fara inn í markið og tek þá
Oddur
Magnússon
til bragðs að stöðva hann með hend-
inni, en Víkingar skora úr vítinu.
3:1. Síðasta markið í leiknum skorum
við svo úr víti.
Mér finnst gaman að taka þátt í
félagslífinu í Val og vera á skemmti-
fundum, þar sem kvikmyndir eru
sýndar og var einn slíkur haldinn í
vetur og fannst mér það skemmtilegt.
Ég er mjög ánægður með þjálfar-
ann okkar, hann Hörð Hilmarsson,
mér finnst hann líka skemmtilegur
leikmaður í meistaraflokki. Þegar ég
kom í Val þekkti ég engan þar, og
þegar ég fór á fyrstu æfinguna í vor
tók ég með mér tvo vini mína til
trausts og halds. Svo fór ég að kynn-
ast drengjunum og mér fellur vel við
þá. Ég er verulega ánægður að vera á
Valssvæðinu og kann vel við mig þar.
Ég er sem sagt ánægður að vera
kominn í félagið og taka þátt í knatt-
spyrnu- og handboltaæfingum þar, en
ég æfi líka handknattleik, en ekki
hef ég keppt enn í handknattleik.
Úlfar
Þórðarson
fyrirliði
5. fl. C
Ég byrjaði aðallega að æfa í sumar,
en var dálítið með í hitteðfyrra.
Ég keppti fyrst í sumar, mig minn-
ir að það hafi verið í leik við Fylki,