Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 23
VALSBLAÐIÐ 21 æfa úti, og af meiri alvöru, en við höfum gert, því það hefur sýnt sig að liðin eru sein í gang. í ár og und- anfarin ár gefur síðari hluti sum- arsins betri útkomu. Það er mikil- vægt í þessu sambandi að við höfum verið heppnir með þjáifara og leið- beinendur. Hvað þarf að gera til að ná betri árangri ? Það þarf mun fleiri fullorðna fé laga til að leiðbeina við æfingar og taka þátt í félagsstörfum, styðja ut- an að þessum hópum og flokkum okk- ar, hjálpa til að halda þeim saman bæði innan vallar og utan. Hvernig tókst tilraunin með tvo þjálfara í fyrsta aldursflokki ? Ég trúi því að þetta sé það sem koma skal, en því er ekki að leyna, að öll byrjun er erfið og verkaskipt- ingin hefði þurft að vera ákveðnari. Þó ekki hafi allt tekizt eins vel og við vonuðum höfum við samt lært mikið af þessari tilraun. Efa ég ekki að þetta verður reynt aftur í svipaðri mynd. Var líflegt félagslíf í deildinni á tímabilinu ? Yfirleitt var félagslífið gott, og í því sambandi má geta þess að þjálf- arar hafa gert meira að því í sumar en oft áður að tala við piltana fyrir leiki. Hver voru mestu vonbrigðin á sumrinu ? Mestu vonbrigðin voru í byrjun ársins, þegar þjálfari meistaraflokks- ins sá sér ekki fært að halda áfram starfi sínu með flokknum. Það varð mikið áfall fyrir stjórnendur, og ekki síður leikmenn. Hvað gladdi mest? Frammistaða og framfarir yngri flokkanna síðari hluta sumarsins. Hvaða verkefni eru framundan, fyrir utan þau venjulegu? Það er ákveðið að annar flokkur fari til Noregs á komandi sumri, og endurgjaldi heimsókn Brumunddalen frá í sumar. Hvað vilt þú segja að lokum? Ég vil endurtaka það, sem ég sagði áðan, að til þess að félagið geti starf- að af þeim krafti, sem nauðsynlegur er til þess að ná árangri sem bragð er að, þá þarf að fá fleiri eldri félags- menn til þess að taka höndum saman um æsku félagsins úti í einstökum flokkum. Fá þá til að standa þétt við hlið þeirra yngri í blíðu og stríðu, þó þannig, að það verði engum of- raun. Ungu drengirnir eru framtíð félagsins, og því betur sem að þeim er búið, því tryggari verður framtíð félagsins. Þetta er mál málanna í dag, og því fyrr sem stigið er skref í þá átt, því betra fyrir félagið og alla sem fyrir það starfa. „Kvenfólkið hefur yljaS mér mest“ snijiíi fíBiiVmiinilur Vrímanns- sisn. farm. hanethnaiílfíihs- ileiletar Á liðnu keppnistímabili hefur verið mikið um að vera hjá handknattleiks- deildinni og af því tilefni náðum við í formanninn, Guðmund Frímannsson, og lögðum nokkrar spurningar fyrir hann varðandi starfið og framtíðina. Ert þú ánægður með árangurinn í heild ? í stórum dráttum er ég ánægður, en mikið vill alltaf meira. Það er allt- af æðsta takmarkið að vera í fyrsta sæti, en það geta ekki allir náð því. Hvað vilt þú segja um kvennaflokk- ana og þá sérstaklega meistaraflokk- inn? Meistaraflokkurinn okkar kemur út með bezta árangurinn yfir heildina. Þær eru íslandsmeistarar innanhúss, og utanhúss sigruðu þær einnig og það í áttunda sinn í röð, sem er frá- bært afrek. Hver er ástæðan? Fyrir allmörgum árum kemur mað- ur að deildinni, sem tekur að sér þjálf- un þeirra. Hann vekur áhuga þeirra fyrir íþróttinni. Hann sinnir þeim af miklum áhuga og nærgætni og tekst að ná árangri sem var eftirtektar- verður. Þetta var Þórarinn Eyþórs- son. Við þetta bætist svo að hann fær mjög gott fólk að vinna með, sem kann að meta þjálfara sinn. Áfram- haldið og þróunin verður eðlilega sú, að þó stór nöfn dragi sig til baka, af eðlilegum ástæðum, hafa aðrar tekið við, án þess að um neinar sveiflur niður á við hafi verið að ræða. Þegar svo Þórarinn hætti fengum við ágæta þjálfara til að annast flokkinn, eins og Bjarna Jónsson og svo Stefán Sandholt, sem þjálfaði flokkinn á s.l. keppnisári, og verður einnig með þær þetta ár. Enn. eitt kemur til og það er, að með þessu hefur orðið til viss kjarni sem stöðugt endurnýjazt og heldur styrkleikanum uppi á hverjum tíma. . yngri koma svo inn á milli og mótast meðal þessa kjarna. Hvað um meistaraflokk karla? Hvað hann snertir verður ekki ann- að sagt en að þar eigum við mjög góðan flokk og sterka einstaklinga og það má segja að það hafi verið aðeins óheppni sem kom í veg fyrir það að liðið varð ekki íslandsmeistari innanhúss. Það er mikilvægt fyrir liðið og okkur að hafa sama þjálfara og góðu heilli hefur hann ekki gefizt upp á piltunum og þeir ekki á honum. Við bindum sem sagt miklar vonir við flokkinn á komandi vetri. En hvað um yngri flokkana? Árangur yngri flokkanna er mjög svo viðunandi, og er alls ekki slakur þó að margir titlar kæmu ekki heim. í því sambandi má geta þess, að flest- ir flokkarnir tóku miklum framför- um s.l. vetur. Við höfum reynt að halda sömu þjálfurum og ná til þeirra sem búa yfir reynslu og þekkingu. Þá má geta þess að við höfum sent menn á þjálfunarnámskeið, sem HSÍ gekkst fyrir, og vonum, að þeir haldi áfram og fari á næstu annars stigs námskeið, sem HSl hefur í bígerð, áður en langt um líður. Það sem gladdi mest á árinu? Sannarlega átti maður margar ánægjustundir á liðnu keppnisári. Oftast er gleðin tengd sigrum sem flokkarnir ná, og þá ert það ekki sízt kvennaflokkurinn, sem hefur yljað manni mest um hjartarætur. Ef til vill ber þar hæst þegar þær endur- heimtu Islandsbikarinn. Árangur meistaraflokks karla var yfirleitt ánægjulegur og eins var ánægjulegt að sjá þær framfarir, sem urðu hjá yngra fólkinu. Mestu vonbrigðin á árinu? Ef til vill leikur meistaraflokks karla við ÍR í íslandsmótinu. Þar skeði það, sem einstaka sinnum kem- ur fyrir og getur gert flokksleikinn svo óráðinn, að þar lék annað liðið með áður óþekktum árangri, en hitt með árangri, sem var í algjöru lág- marki, sem þarna hafði örlagaríkar afleiðingar fyrir Val. Hvernig var félagslíf í deildinni? Hvað fundahöld og slíkt snertir var dálítið að þeim gert meðal flokk- anna, og fer þar meira fram en í deildinni í heild. Sameiginlegar skemmtanir hafa þó verið haldnar og vel má vera að hægt sé að hafa þær fleiri, en það getur alltaf verið matsatriði hve mikið það má vera. Nokkur sérstök verkefni framund- an? Alltaf er það eitthvað sem spjall- að er um fyrir utan þetta daglega, og mætti þar nefna að meistaraflokk- ur kvenna hugleiðir að fara í keppn- isför út fyrir pollinn. Enn hefur ekki verið ákveðið hvert förinni verður heitið, en fullvíst er að leiðin kemur til með að liggja um Norðurlöndin. Stúlkurnar eru þegar byrjaðar að safna fé í ferðasjóðinn. Sitthvað fleira er í deiglunni, sem ekki er tíma- bært að drepa á. Framtíðarhorfur hjá Handknatt- leiksdeildinni ? Ég er ekkert hræddur við framtíð- ina með þetta fólk, sem við höfum í kringum okkur í dag. Þetta er allt duglegt og áhugasamt fólk, sem gam- an er að vinna með. Hvað varðar eðlilega þróun og framfarir meistaraflokkanna rekur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.