Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 52

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 52
50 VALSBLAÐIÐ Sóleyjargatan á að fara beint suður í Fossvog. Miklabrautin verður hraðbraut og ýmsar aðrar breytingar eru áætlað- ar og undirgangur undir Flugvallar- veginn. Innkeyrslunni á svæðið verð- ur sennilega að breyta og koma þá frá nýja Flugvallarveginum. Upprunalega var stærð svæðisins um 5 hektarar, eins og ég gat um, en nú er það orðið um 7 hektarar. Hefur verið rætt um byggingu nýs íþróttahúss, Þórður? Það hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið og það er nú einmitt á lauslegum uppdrætti, sem við höfum látið gera og er það ef til vill næsta mál á dagskrá, hvort ætti að fara út í að byggja íþróttahús eða félags- heimili. Eins og aðstaðan er í dag, vantar okkur meiri aðstöðu til innan- húss íþróttaiðkana. Þó að við höf- um 50 tíma í okkar húsi, er það ekki nóg, við verðum að vera 10 tíma á viku í öðrum húsum í borginni og það er heldur ekki nóg; okkur vant- ar meira húsrými. Þegar mest var í sumar, þegar knattspyrnan var í full- um gangi, stúlkur í útihandknattleik; körfuknattleiksmenn inni í salnum, voru mikil vandræði með búnings- klefa og ekki síður baðklefa. Ég hef trú á því, að þegar við er- um einu sinni komnir í gang með framkvæmdirnar aftur, að þá verður ekki stanzað og strax þegar stóri völlurinn er kominn í gang, verður endanlega að ákveða hvar við ætlum að staðsetja íþróttahús og hvar fé- lagsheimilið á að standa. Þá fara styrkir frá opinberum aðilum að koma inn og hægt að byrja á næsta verk- efni, og þó að styrkirnir komi stund- um nokkuð seint, þá koma þeir að lokum og má í því sambandi benda á, að enn á Valur útistandandi hjá íþróttasjóði um hálfa millj., að mestu leyti frá framkvæmdatímabilinu. Hálf milljón var þá mikill pening- ur, núna er það varla helmingur þeirr- ar upphæðar, svo þetta er mjög slæmt. Ég hef líka trú á því, að innan eldri manna Vals sé viss hópur, sem hefur áhuga fyrir að vinna að þess- um málum hjá Val og ég trúi því að það myndist kjarni góðra manna, sem vill styðja þessar framkvæmdir fé- lagsins. Þá höfum við rætt nokkuð um Framkvæmdasjóð innan félagsins, sem starfar samkvæmt sérstökum reglum, sem tekur á móti því fé, sem til framkvæmda á félagssvæðinu er ætlað. Koma þar til gjafir, styrkir, tekjur af fjáröflunum o. fl. Hér hefur aðeins verið tæpt á þeim málum sem nærtækust eru og þola aðeins litla bið að um þau verði fjall- að og hafizt handa um framkvæmdir í þeirri röð sem eðlilegast er talið. Félagið? stjórnin og ég Mér hefur fundizt ég verða var við það mjög oft hjá hinum almenna fé- lagsmanni, ekki bara í Val, heldur einnig í öðrum íþróttafélögum, að hann vilji skipta félaginu í það þrí- stirni, sem ég hef sett sem fyrirsögn að þessum hugleiðingum mínum. Það er ekki bara að í þessu felist félags- legur vanþroski, heldur hygg ég að þessi hugsunarháttur allt of margra, sé ein aðalorsökin fyrir því hve erfitt er að fá menn til starfa hjá félögun- um fyrir utan þátttöku í íþrótta- keppni. Hversu oft verður maður ekki var við að menn segi, þegar einhvern vanda ber að höndum hjá félagi eins og Val: „Hvað gerir félagið" eða „hvað gerir stjórnin“. Það er ekki oft að maður heyrir menn segja: „Hvað gerum VIГ. Séu menn félagsbundnir í félagi eins og Val þá kemur þeim allt, sem gert er, jafn mikið við og þeim sem hafa gefið sig fram til starfa í stjórn eða nefnd í félaginu. Þeir sem í þær stöður veljast hverju sinni eru aðeins framkvæmdaaðilar fyrir félagið meðan þeir sitja í stjórn eða nefnd, en hverjum og einum fé- laga í félaginu kemur allt, sem þeir ákveða eða framkvæma, jafn mikið við og þeim er gera hlutinn. Ef við að- eins gætum fengið alla félaga okkar í félaginu til að hugsa á þann hátt — hvað gerum við —• í staðinn fyrir hvað gerir stjórnin eða hvað gerir félagið; hugsið ykkur hversu miklu félagslega sterkari við værum þá en við nú erum. Ég geri mér fullljóst, að þeir sem í stjórn veljast hverju sinni, verða að taka ákvarðanir, sem ef til vill orka stundum tvímælis, og ég sem óbreyttur félagsmaður get þar engu um þokað í augnablikinu. En hversu miklu auðveldara væri ekki fyrir þessa menn að taka ákvarðanir og síðan að framkvæma þær, ef þeir vissu að hver einasti félagi léti sig þær miklu skipta og að allir í félaginu stæðu á bak við þá í stað þess að skipta félaginu í þessi þrjú hugtök — félagiö — stjórnin og ég. Hversu mun létt- ara væri ekki að starfa að félags- málum okkar ef svo væri? Sjálfsagt segja margir, þegar þeir lesa þetta, að ég sé ekki að koma hér með nein ný sannindi, og ég geri mér það einnig fullljóst. En þótt svo sé, þá er það staðreynd, að þessi þrí- skipting á sér stað og hún verður að hverfa. Við þekkjum allt of marga gamla félaga, sem eitt sinn léku knatt- spyrnu eða handknattleik fyrir Val og jafnvel störfuðu eitthvað að fé- lagsmálunum fyrstu árin eftir að þeir hættu keppni. Ef eitthvað kemur upp á í dag, þá eru þessir sömu menn sjálfsagt reiðubúnir til þess að gefa eitt eða nokkur þúsund krónur til að leysa einhvern vanda, og vissulega er það fallega gert, en gerðu þeir ekki meira gagn með því að koma til starfa á þann hátt að láta sig málið varða frá félagslegu sjónarmiði, en ekki bara með því að gefa ákveðna fjár- upphæð og segja — félagið leysir þetta eða stjórnin leysir þetta? Ég hygg að svo sé. Ég vona að þessum hugleiðingum mínum verði ekki illa tekið, þær eru ekki meintar til eins frekar en annars, aðeins settar fram mönnum til umhugsunar. S.dór. Valsmenn, hefjum söfnun og gefum félaginu myndsegulhand Þegar liðinu okkar fór að vegna illa í liandknattleiknum í haust datt ein- hverjum snjöllum manni þaið í hug að fá lánað myndsegulband, taka leikina upp á það og skoða svo myndina á eftir til að reyna að komast að því, livað væri að. Það eru allir sem nálægt liandknattleiknum í Val koma, sammála um, að þetta hafi reynzt ómetanlegt og það sé liverju félagi nauðsynlegt að eiga slíkt tæki. Knattspyrnan gæti notað það á sumrum, handknattleikur- inn og körfuknattleikurinn á vetrum. En sá hængur er á, að þetta tæki er nokkuð dýrt, það kostar 100—150 þúsund krónur. Og við vitum það vel að félagið hefur ekki efni á að kaupa svo dýrt tæki. Það er því tillaga okkar hér í ritstjórn Valsblaðsins að liefja fjársöfnun hjá félagsmönnum svo hægt verði að kaupa tækið. Þetta er ekkert stór- átak hjá jafn stóru félagi og Valur er. Gefi menn 200 kr. svona 500 menn, þá er þetta koinið og það ætti enginn að þurfa að sjá eftir þeirri fjárhæð til félagsins og þótt meira væri. Við viljum því skora á ALLA félagsmenn í Val að sameinast um að gefa félaginu þetta bráðnauðsynlega tæki, ég er viss um að við fáum þá oftar að gleðjast yfir unnum sigrum félagsins okk- ar á komandi árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.