Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 8
6 VALSBLAÐIÐ Fleiri en 200 leiki: Árni Njálsson, Sigurður Ólafsson. Þorsteinn Friðþjófsson, 150—200 leiki: Ellert Sölvason, Sveinn Helgason, Hermann Hermannsson, Halldór Halldórsson, Gunnar Gunnarsson, Einar Halldórsson. 100—150 leiki: Bergsteinn Magnússon, Bergsveinn Alfonsson, Björgvin Daníelsson, Björgvin Hermannsson, Björn Júlíusson, Elías Hergeirsson, Frímann Helgason, Geir Guðmundsson, Guðbrandur Jakobsson, Gunnar Sigurjónsson, Hafsteinn Guðmundsson, Halldór Einarsson, Hermann Gunnarsson, Ingvar Elísson, Magnús Snæbjörnsson, Matthías Hjartarson, Ormar Skeggjason, Reynir Jónsson, Sigurður Dagsson. Fyrir 10 ár í mfl.: Agnar Breiðfjörð, Björgúlfur Baldursson, Grímar Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Hólmgeir Jónsson, Jóhann Eyjólfsson, Jóhannes Bergsteinsson, Jón Eiríksson, Magnús Bergsteinsson, Óskar Jónsson. Allar þessar knattspyrnu-kempur hlutu nýjan verðlaunagrip, sem fram- vegis verður afhentur þeim, sem leika 100 leiki í meistaraflokki, og er grip- urinn eftir Friðrik Friðleifsson mynd- Þeir höfðu 200 Ieiki að baki og vel það, og fengu verðskuldað bikar í heiðurslaun. Sigurður Ólafsson tv. og Þorsteinn Friðþjófsson t.h. skera. Hetjurnar þrjár, sem leikið hafa yfir 200 leiki, fengu einnig veg- lega silfurbikara. Afmœlisleikir 'í knattspyrnu Afmælismót var haldið í Laugar- dalshöllinni í knattspyrnu innanhúss og sigruðu Keflvíkingar. Einnig voru leiknir afmælisleikir í öllum flokkum á Valsvellinum í maí. Aðal-afmælis- leikurinn fór fram á Laugardalsvelli 29. júlí við landsliðið, sem sigraði 4:0. Allir, sem tóku þátt í þessum afmælisleikjum, fengu skjöl til minja um þátttöku. Á afmælishátíð félagsins s.l. vetur heiðraði Knattspyrnudeild Vals 39 menn, sem leikið hafa flesta leiki í meistaraflokki. Um þessa menn má með sanni segja, að þeir hafa borið hita og þunga hinna liðnu ára, í fyrsta lagi úti á knattspyrnuvellinum, og síðan margir þeirra einnig í stjórnar- störfum og í ýmsum framkvæmdum félagsins. Listi yfir þessa menn fylg- ir hér með. Heimsókn Brumunddalen Einn liður í hátíðahöldum, vegna 60 ára afmælis Vals, var heimsókn 2. flokks norskra pilta frá þessu fé- lagi og dvöldu þeir hér frá 1. til 17. júlí. Dagskrá heimsóknarinnar var í stuttu máli þessi: Fyrstu dagana dvöldu þeir í Reykja- vík, skoðuðu borgina og nágrenni, heimsóttu Norræna húsið, komu á söfn og ýmsa merkilega staði. Fyrsta kappleikinn léku þeir við Fram og sigruðu 1:0, en þann næsta léku þeir við KR og töpuðu 1:3. Eftir það var farið upp á Akranes og komið við í Vatnaskógi í boði KFUM. Uppi á Skaga voru frábærar móttökur, en heimamenn gáfu ekkert eftir á vell- inum og sigruðu 4:1. Því næst var farið austur yfir fjall og fyrst stanzað á Þingvöllum. Síðan ekið til Laugarvatns, Geysis og að Gullfossi. Á heimleið var komið við í Skálholti og Hveragerði. Á þessu sólríka sumri var þessi dagur einn mesti rigningardagurinn, og skyggði það nokkuð á ferðina. Næsti áfangastaður Norðmann- anna var Vestmannaeyjar, en þar voru þeir gestir IBV. Þrátt fyrir tap fyrir Eyjamönnum 0:5, var ferðin mjög ánægjuleg. Síðasti kappleikur þeirra var svo á Laugardalsvellinum við gestgjafa sína Val. í þessum leik lék 2. flokk- ur Vals með sínu sterkasta liði, en fjórir piltar höfðu nærri eingöngu leikið með meistaraflokki í stað þess að keppa með sínum jafnöldrum. Val- ur sigraði í leiknum með 3:0. Norðmennirnir gistu í félagsheim- ilinu og fengu þar morgunverð, en borðuðu annars á heimilum jafnaldra sinna í Val. Knattspyrnudeildin þakkar öllum þeim, sem aðstoðuðu við móttökur flokksins, ekki sízt Anitu húsmóður að Hlíðarenda. Ákveðið er, að 2. flokkur Vals end- urgjaldi heimsóknina og fari til Nor- egs næsta sumar. Skrá yfir nöfn þeirra, sem voru í flokknum frá Brumunddalen, sem „Valsmenn léttir í lund“, var orð að sönnu í afmælishófinu á Borg s.l. vetur. Þeir sem þarna taka Iagið eru: Frá vinstri: Jóhann Eyjólfsson, Þorkell Ingvarsson, Guð- brandur Jakobsson, Geir Guðmundsson, Magnús Snæbjörnsson, Ellert Sölvason, Hrólfur Benediktsson, Albert Guðmundsson, Sigurður Ólafsson, Hermann Hermanns- son og Frímann Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.