Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 74

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 74
72 VALSBLAÐIÐ eftir því sem efni leyfðu, og búning. Svo kemur að því, að Grímar velur liðið, og svo vill til að ég lendi í því. Þegar þetta var heyrin kunnugt, kom til mín drengur úr hópnum, sem ekki hafði verið valinn í liðið og segir við mig: Ég á svo til nýja skó. Fáðu þá og kepptu á þeim. Auðvitað vissi Nonni, en svo var hann kallaður, að ég átti enga almennilega skó og hef aldrei eignazt. Til að byrja með þver- tók ég fyrir að nota þá og ata þá út fyrir honum, en hann gaf sig ekki og fullyrti að ég mundi leika betur á góðum skóm. Innra með mér fannst mér sem það mundi vera dásamlegt, þó að ekki væri nema einu sinni, að koma í svona fallegum fótboltaskóm, og svo fór að ég gaf eftir og fór í skóna og bauðst hann til að geyma mína skó á meðan. Síðan hefst leikurinn og skora Haukar fyrst 1:0. Albert Guðmunds- son jafnar og áður en leik lauk hafði ég heppnina með mér og skora sig- urmarkið. Þessu atviki hef ég aldrei gleymt. Mér fannst það frábært drenglyndi að koma til mín og bjóða mér skóna sína til að keppa á. Auðvitað hafði hann komið með von um að vera val- inn í liðið, en það hafði ekki haft nein áhrif á hann, hann var fullur sam- úðar með mér, með mína lélegu skó. Hann var ábyggilega sannfærður um það, að mér mundi vegna betur á nýju skónum sínum og að liðið mundi njóta þess líka. Það var svo mikil vinátta í þessu fólgin, að ég hef oft yljað mér við að hugsa um þessa framkomu Nonna. Ég vil bæta því hér við, að ég held að ég hafi aldrei orðið eins glaður, eftir að hafa skorað mark í leik. Mér fannst eins og að það væri þakklæti fyrir skólánið, og auðvitað var það allt skónum að þakka. Og Róbert hélt áfram: Ég var ekkert atriði i þessu öllu saman, ég var þiggjandinn; en þessi framkoma Nonna og fordæmi á skilið að lifa. Það má koma fram, að Nonni var Jón Ingimarsson, þekkt- ur sundmaður á sínum tíma. Nú deild- arstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Var látinn fella mörkin. Öðru atviki dálítið annars eðlis, en þó tengdu Val að vissu leyti, gleymi ég aldrei, svo öfugsnúið sem mér fannst það vera. Þegar þið voruð að ryðja völlinn við Haukaland á sínum tíma, þótti mér mikið til þess koma að Valur, mitt félag, skyldi vera að byggja sér völl, þar sem við gætum æft og leikið okkur þegar okkur sýnd- ist Ég sniglaðist í kringum ykkur í tíma og ótíma og fylgdist með öllu sem þar fór fram. Þegar svo mörkin komu á völlinn þótti mér sem verkið væri fullkomið og mér þótti mikið í mun að vera sjónarvottur að því. Síðan átti ég þar margar ánægjustundir í leik með félögum mínum. Svo liðu 4—5 ár. Ég var farinn að vinna og tók þ. á. m. þátt í svo- kallaðri „Bretavinnu". Þá er það einn daginn að farið er með mig og fleiri á þessar gömlu Valsslóðir, þar sem völlurinn stóð. Þegar þangað kom er mér fyrirskipað, að grafa í kringum mörkin og fjarlægja þau og tóku að vísu fleiri þátt í því. Ég minntist þeirra stunda þegar völlurinn varð til og þegar mörkin Frímunn Urhjason: sftjir llaldur Hrhfasan. srm horfl hrfar á flrsíalia Irihi í nirisluraflohhi í hnuii- spurnu í 2.* lil :tO ár Iþróttahreyfingin, og þá ef til vill knattspyrnan sérstaklega, og hand- knattleikurinn raunar líka, á sína föstu aðdáendur. Leikir og keppni verða þeim sú skemmtun, að þeir láta ekkert framhjá sér fara. Þeir vita um árangur liða og manna og fylgj- ast með nær öllu sem gerist á sviði íþrótta. Leikirnir verða þeim tilhlökk- un og hátíð, og einstaklingarnir þar verða vinir þeirra, þótt þeir talist aldrei við. Þeir verða margir hverjir að „stjörnum", sem lýsa upp líf þess- ara áhugamanna, sem ef til vili hafa aldrei haft aðstöðu til að taka þátt í leik eða keppni og njóta þess sjálfir að vera með úti á vellinum. Margir þessara áhugamanna eiga sinn ákveðna stað á vellinum eða í húsinu þar sem þeir eru meðan þeir horfa á. Það fer því ekki milli mála að þeir setja á vissan hátt sinn svip á þessa athöfn, sem á sér stað þegar keppni fer fram. Einn þessara manna er Baldur Helgason. Hann lætur sig ekki vanta á þá kappleiki sem fram fara í Reykjavík, og vafalaust hindrar hann ekkert nema veikindi -— og það mikil veikindi — ef leikur fer fram á borg- arsvæðinu. Hann kemur ævinlega mjög snemma á keppnisstað, svo að ekkert fari framhjá honum. Hann er rólegur í fasi, og í svip hans má sjá mikla íhygli þó að hann láti ekki mikið uppi hvað innifyrir býi'. Okkur í blaðstjórninni datt í hug að fá Baldur til þess að segja okkur frá þessum áhuga, sem hann hefur fyrir íþróttum og fleiru í því sam- bandi og gerði hann það góðfúslega. Hvenær fékkst þú fyrst áhuga fyrir íþróttum, Baldur? voru sett upp, og nú átti það að verða mitt hlutskipti að brjóta þetta niður og eyðileggja. Ég held að ég hafi aldrei unnið verk sem mér hefur ver- ið ógeðfelldara, en vinna að því að fella þessar markstengur. Ég vissi, að hér þýddi ekki að mögla, þetta var ,,ordra“, þetta varð ekki umflúið, en það breytti ekki hugarfari mínu til verksins. Ég var önugur í skapi og geðillur og það var eins og ég fyndi til í hvert sinn, sem ég stakk skófl- unni í jarðveginn. — Þessu atviki get ég aldrei gleymt, sagði Róbert að lok- um. Baldur Helgason, maðurinn, sem fylgist með nær öllu, sem gerist á keppnisvöllum í Iteykjavík. Það var 1940 eða uppúr því, þegar Albert Guðmundsson var að koma fram. Ég man nú ekki hvaða leikur það var sem ég sá fyrst. Ég fór þá oft með systur minni á leiki. Mér fannst Albert þá mjög góður knatt- spyrnumaður og mér er alltaf minn- isstætt atvik úr leik, þar sem Albert skoraði mark af 30 m færi. Var það Ellert Slövason, sem gaf fyrir til Al- berts, sem skoraði. Þá var eins og Ellert flygi fremur en hlypi í fang Alberts til að fagna markinu. Þetta var mér ógleymanlegt. Ég hef varla séð eins glæsilegt mark. Markið sem Hermann Gunnarsson skoraði hjá Keflavík 1966 var líka stórkostlegt. Upp úr þessu fór ég svo að horfa á hvern einasta leik sem ég gat, og þá eins hjá yngri flokkunum, ef svo bar undir. 55Hef gaman af ollum íþróttumu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.